Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 24

Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 24
 4. september 2006 MÁNUDAGUR4 Eftir því sem kvöldin lengjast er þörf á meiri lýsingu bæði utan dyra og innan. Því var litið í ljósabúðir. Það nýjasta í útilýsingu þetta haustið eru svokölluð díóðuljós. Þau ryðja sér einnig til rúms innan dyra og svo munu lituð ljós setja svip á heimilin á næstunni, sér- staklega rauð. Þetta segir Einar Sveinn Magnússon, sölumaður í Pfaff Borgarljósum á Grensásvegi. Kristján Kristjánsson í Lumex í Skipholti er algerlega sama sinnis, að minnsta kosti hvað díóðuljósin varðar. Þar verður komið úrval nýrra ljósa um miðjan september að hans sögn en í Borgarljósum eru nokkur ný komin upp og þang- að sentist myndasmiður okkar til að smella af. Díóðuljósin eru lítil og með öðrum blæ en flest önnur ljós. Þau fást í ýmsum litum og hægt er líka að fá díóðuljós sem skipta litum sjálf. Díóðuljósin eru gjarnan felld inn í veggi eða stéttar ef um úti- ljós er að ræða. Þau eru dýrari en önnur ljós en díóðan endist í 100 þúsund tíma og eyðir mjög litlu rafmagni. Díóðuljós henta því einkar vel sem útiljós og enginn munur er á frágangi þeirra og annarra ljósa. Sem nýjung í innilýsingu eru svo litaðir lampar og hengiljós. Mest ber á rauðum enn sem komið er. Skemmtileg tilbreyting frá öllum þeim hvítu ljósum sem áber- andi hafa verið síðustu árin. - gun Díóðuljós og rauðir lampar Díóðuljósin endast í hundrað þúsund tíma og eyða mjög litlu rafmagni. Ljósin á síðunni fást í Pfaff Borgarljósum á Grensásvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ný og endurbætt húsgagna- verslun var opnuð laugardag- inn 25. ágúst í húsnæði Heima að Síðumúla 30. Í hinu 2.400 fermetra húsnæði má finna einstakt úrval húsgagna og fylgihluta frá heimsþekktum fram- leiðslufyrirtækjum. Þar ber fyrst að nefna þýska fyrirtækið Hulsta og hið franska Chateaux d‘ Ax. Hulsta er þekkt fyrir hágæða viðarvöru fyrir hús og heimili. Chateau d´Ax er aftur vinsæll sófa- framleiðandi og stórtækur á sínu sviði. Línan frá fyrirtækinu er breið og því má finna allt frá vönd- uðum hornsófum upp í tungusófa. Þrátt fyrir ólíkt útlit eiga hús- gögn frá þessum fyrirtækjum það sameiginlegt að vera hágæða hön- unarvara, hvort heldur sem þau eru í nútímalegum eða gamaldags stíl. Þarna er líka að finna fyrirtæki að nafni FSM sem eru í eigu sviss- neskra aðila, en það er meðal ann- ars þekkt fyrir framleiðslu á marg- nýtanlegum stólum, sem breyta má með lítilli fyrirhöfn. Þráðlausir rafknúnir hvíldarstólar frá fyrir- tækinu hafa einnig verið nokkuð eftirsóttir í gegnum tíðina. Verslunina Heima má enn finna í sinni upprunalegu mynd í húsinu, en hún er aðeins hluti af víðfeðmu húsnæðinu þar sem hvert fyrir- tæki hannar sinn eigin hluta. Að þessu sögðu má ljóst vera að þarna ættu allir í húsgagnahugleiðingum að finna eitthvað við sitt hæfi. - rve Áður óþekkt húsgagnaúrval Verslunin Heima var opnuð fyrir rúmri viku. TILBOÐSDAGAR 10 - 60% AFSLÁTTUR Bæjarlind 6, Kóp. - s.534 7470 - www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugad. 10-16 Nýjar vörur frá Pej 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.