Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 60

Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 60
 4. september 2006 MÁNUDAGUR40 „Draumurinn minn er að búa í húsi þar sem eldhúsið og garðurinn sam- einast í eitt. Ég sá þetta í Kalíforníu og hef verið veik fyrir þessu síðan. Þar var garður með alls kyns matjurtaplöntum, ávaxtatrjám og grænmeti inni í eldhúsinu, þannig að maður nældi sér bara í tómat til að skera beint ofan í salatið eða tína ávextina af trjánum til þess að pressa sér ávaxtasafa,“ segir Sólveig en þannig eldhús myndi henta henni einkar vel þar sem hún leggur mikið upp úr hráfæði og hollum kosti í matargerð. „Annars myndi ég segja að ég búi í draumahúsinu sem ég er nýflutt í. Húsið er mátulega stórt á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni eru krakk- arnir með æðislega aðstöðu til þess að leika og ég þarf ekki alltaf að vera að pirra mig á skítugum sokkum og svona. Svo höfum við fullorðnu okkar griðastað á efri hæðinni. Í bílskúrnum er ég með hráeldhús þar sem er engin eldavél eða önnur stór tæki. Aftur á móti er ég með þriggja hestafla blandara, alls konar djúsvélar og þurrkofna. Ég er akkúrat núna að láta setja upp gróðurhillurnar en ég er með svona léttari ræktun í gangi með grasi og kryddjurtum, þannig að ég reyni að komast sem næst draumi mínum um garðeldhús. Þegar ég vil vera í friði fer ég í litla eldhúsið mitt og stússa þar. Það er algjör draumur.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR HJÁ HIMNESKRI HOLLUSTU Með lítinn garð í eldhúsinu Mikil eftirspurn ALLS BÁRUST 1.639 UMSÓKNIR UM LÓÐIR VIÐ EGILSSTAÐI. Á fundi byggingar- og skipulags- nefndar Fljótsdalshéraðs í vikunni voru teknar fyrir umsóknir í 63 lóðir á suðursvæði Egilsstaða. Alls bárust 1.639 umsóknir frá 135 umsækjendum um lóðirnar. Flestir sóttu um margar lóðir en dregið var um úthlutun þeirra á fundinum. Lóðirnar eru fyrir 50 einbýlishús og 13 parhús. Lóðirnar eru við götur sem fengið hafa nöfnin Hamrar og Bláagerði. Nánar má sjá um úthlutunina á vef Fljótsdalshéraðs, www.egilsstadir.is. - vör Mikil uppbygging á sér stað á Egilsstöðum og fjölgar íbúum jafnt og þétt. Uppgangur á Djúpavogi. Sjaldséður atburður gerðist á Djúpavogi í vikunni þegar byrjað var að grafa grunn fyrir nýju íbúð- arhúsnæði sem rísa mun í þorp- inu, en það verður fyrsta húsið sem þar er byggt í um það bil tíu ár. Húsið mun standa í götunni Hlíð og búast heimamenn á Djúpa- vogi jafnvel við því að fleiri hús- byggingar séu í burðarliðnum. Síðustu vikur hefur nefnilega tölu- vert verið spurt eftir byggingalóð- um í bænum. Fyrsta húsið í tíu ár Ekki hefur verið byggt á Djúpavogi í tíu ár. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 14/7- 20/7 126 21/7- 27/7 104 28/7- 3/8 107 4/8- 10/8 67 11/8- 17/8 90 18/8- 24/8 83 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið er við fyrstu sýn stór og dökkgrár kassi, en það þarf ekki að horfa lengi til að koma auga á ævintýraljómann sem stafar af því. Fyrir ofan gluggana, sem minna helst á kastalaglugga, er engu líkara en íslenskt stuðlaberg gnæfi yfir leikhúsgestum og gangandi vegfarendum. Súlurnar gnæfa til himins og ýta enn frekar undir kastalasamlíkinguna. Þjóðleikhúsið er eitt fárra húsa sem endurspegla mjög vel þá starfsemi sem fer fram innan- dyra og er í senn virðulegt og ævintýralegt. ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Bætt líðan með betra lofti Ný sending komin. Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters. Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi. Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar ljós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós. Ljós sýna hvort þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun. Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.