Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 47

Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 47
MÁNUDAGUR 4. september 2006 27 HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA? Byggingaframkvæmdir standa yfir við KB banka í Borgartúni 19, þar sem verið er að reisa glæsilega viðbyggingu við höfuðstöðv- arnar. Ráðist var í framkvæmdirnar vegna húsnæðis- skorts á núverandi stað. Með viðbyggingunni verður einnig hægt að sameina hluta miðlægrar starfsemi KB banka sem nú er hýst á sex stöðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Viðbyggingin, sem mun gegna svipuðu hlut- verki og höfuðstöðvarnar, verður fjögurra hæða og 4.800 fermetrar að stærð, en núverandi hús- næði er 4.000 fermetra stórt. Byggingarnar verða því samanlagt 10.600 fermetrar með bílastæðum í kjallara . Byggingaframkvæmdir hófust fyrir rúmu ári. Þeim hefur miðað vel áfram, tímaáætlanir hafa staðist, og er áætlað að þeim ljúki í apríllok á næsta ári. KB banki bauð út hvern verkþátt fyrir sig þannig að margir verktakar hafa komið nálægt framkvæmdahliðinni, þeirra á meðal Íslenskir aðalverktakar. Arkitektar á Tark teiknistofu eiga heiðurinn af hönnun viðbyggingarinnar. - rve Byggt við KB banka Miðlæg starfsemi KB banka er rekin í sex húsnæðum á höfuðborgarsvæðinu en með nýju viðbyggingunni verður hægt að fækka þeim og sameina hluta starf- seminnar á einn stað. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Þessi tölvuteiknaða mynd sýnir hvernig húsnæðið kemur til með að líta út í apríllok á næsta ári. MYND/TARK TEIKNISTOFA Fr um Láttu Viðskiptafræðinga MBA og löggiltan fyrirtækjasala með áratuga reynslu aðstoða þig. EKKI SÆTTA ÞIG VIÐ MINNA. MIKILL FJÖLDI ATVINNUHÚSNÆÐIS OG FYRIRTÆKJA Á SKRÁ LÍTTU Á www.fyrirtaekjasala.is Björgvin Ó. Óskarsson Löggiltur leigumiðlari og eignaskiptalýsandi Óskar Mikaelsson, ráðgjafi Gunnar Jón Yngvason löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali Viðskiptafræðingur MBA Sala: Suðurhraun Gbæ, 521 m2. Nýlegt, fallegt og vandað atvinnuhúsnæði sem skiptist í 390 m2 lager og 130 m2 skrifstofur, á þessum vinsæla stað í iðnaðarhverfi Garðabæj- ar. Innkeyrsludyr eru 4,5 mtr. háar, tvær talsins. Aðkoma góð og lóð mal- bikuð. Leiga: Innkeyrslubil 70 m2, Hfj. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um 70 m2 nett innkeyrslu- bil á einni hæð. Góð lóð að framan, mal- bikuð og því góð aðkoma að inn- keyrslu. LAUST. Fín lofthæð og háar inn- keyrsludyr. Leiga: Laugavegur - 330 m2 verslunarhúsn. Á frábærum stað á Laugaveginum vandað verslunarhúsnæði á tveimur hæðum, 330 fm. Efri hæðin er tilvalin fyrir afgreiðslu og smærri varning, neðri hæðin er skemmtilega björt og rúmgóð og kjörin undir hverskyns verslunarrekstur. Laust strax. Gott tækifæri. Sala / Leiga: Trönuhraun 226 m2. Verslunar-/þjónusturými ásamt lagerrými um 80 m2, með innkeyrsluhurð. Samtals er rýmið 262,7 m2. Húsnæðið er í góðu standi og malbikuð lóð. Býður upp á skemmtilega möguleika í nýtingu og til- valið undir hverskyns rekstur. Leiga: Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar. Sérlega glæsilega innréttað skrifstofuhúsnæði um 242 m2 á 5.hæð í lyftuhúsi í þessu glæsilega húsi í miðbæ Hafn- arfjarðar. Einstaklega vandað og skemmtilegt húsnæði með óviðjafnanlegu útsýni. Tölvu- lagnir í hverju herb. Alls eru 5 skrifstofur en gætu verið 9. LAUST. Leiga: Bíldshöfði, versl.- og skrifstofuhúsn. Á frábærum stað á Höfðanum er til leigu nýtt og glæsilegt versl- unar- og skrifstofuhúsnæði sem um þessar mundir er verið að reisa. Hver hæð er um 700 m2. Húsnæðið er núna í smíðum en afhendist í lok árs, möguleiki að innrétta að óskum leigjenda. Í boði eru stærðir frá 350 m2 til rúmlega 10.000 m2. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu. Sala: Melabraut - endabil 360 m2. Með góðri að- komu, enda- innkeyrslubil, 360,6 m2. Loft- hæð er minnst 4,5 og mest 6 mtr. Innkeyrslu- hurð er á gafli um 4 mtr. á hæð. Sér af- notaflötur fylgir bilinu við húsgaflinn og því mjög gott útipláss. Mögulegt væri að bæta við einni innkeyrsluhurð til viðbótar. Sala / Leiga: Dalshraun Hfj. 863 fm. Nýlegt stein- steypt atvinnu- húsnæði 863 fm, lofthæð frá 3,5 - 7 mtr. Skrifstofa, starfsmanna að- staða og stórir salir. Stórar inn- keyrsludyr. Lóð verður malbikuð. Eign á góðum og sýnilegum stað. Góð áhvíl. langt. hagstæð lán. LAUST. Útborgun aðeins 20 millj. í sölu. Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • Fax 517 3536 • gjy@fyrirtaekjasala.is • www.fyrirtaekjasala.is Leiga: Óseyrarbraut Hfj., 250 - 765 fm. Mjög gott samtals 765 fm innkeyrslupláss með 3 innkeyrsludyrum. Lofthæð um +3 mtr. Lóð er öll malbikuð. Möguleiki að leigja minni einingar. Sanngjörn leiga. LAUST

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.