Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 4. september 2006 27 HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA? Byggingaframkvæmdir standa yfir við KB banka í Borgartúni 19, þar sem verið er að reisa glæsilega viðbyggingu við höfuðstöðv- arnar. Ráðist var í framkvæmdirnar vegna húsnæðis- skorts á núverandi stað. Með viðbyggingunni verður einnig hægt að sameina hluta miðlægrar starfsemi KB banka sem nú er hýst á sex stöðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Viðbyggingin, sem mun gegna svipuðu hlut- verki og höfuðstöðvarnar, verður fjögurra hæða og 4.800 fermetrar að stærð, en núverandi hús- næði er 4.000 fermetra stórt. Byggingarnar verða því samanlagt 10.600 fermetrar með bílastæðum í kjallara . Byggingaframkvæmdir hófust fyrir rúmu ári. Þeim hefur miðað vel áfram, tímaáætlanir hafa staðist, og er áætlað að þeim ljúki í apríllok á næsta ári. KB banki bauð út hvern verkþátt fyrir sig þannig að margir verktakar hafa komið nálægt framkvæmdahliðinni, þeirra á meðal Íslenskir aðalverktakar. Arkitektar á Tark teiknistofu eiga heiðurinn af hönnun viðbyggingarinnar. - rve Byggt við KB banka Miðlæg starfsemi KB banka er rekin í sex húsnæðum á höfuðborgarsvæðinu en með nýju viðbyggingunni verður hægt að fækka þeim og sameina hluta starf- seminnar á einn stað. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Þessi tölvuteiknaða mynd sýnir hvernig húsnæðið kemur til með að líta út í apríllok á næsta ári. MYND/TARK TEIKNISTOFA Fr um Láttu Viðskiptafræðinga MBA og löggiltan fyrirtækjasala með áratuga reynslu aðstoða þig. EKKI SÆTTA ÞIG VIÐ MINNA. MIKILL FJÖLDI ATVINNUHÚSNÆÐIS OG FYRIRTÆKJA Á SKRÁ LÍTTU Á www.fyrirtaekjasala.is Björgvin Ó. Óskarsson Löggiltur leigumiðlari og eignaskiptalýsandi Óskar Mikaelsson, ráðgjafi Gunnar Jón Yngvason löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali Viðskiptafræðingur MBA Sala: Suðurhraun Gbæ, 521 m2. Nýlegt, fallegt og vandað atvinnuhúsnæði sem skiptist í 390 m2 lager og 130 m2 skrifstofur, á þessum vinsæla stað í iðnaðarhverfi Garðabæj- ar. Innkeyrsludyr eru 4,5 mtr. háar, tvær talsins. Aðkoma góð og lóð mal- bikuð. Leiga: Innkeyrslubil 70 m2, Hfj. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um 70 m2 nett innkeyrslu- bil á einni hæð. Góð lóð að framan, mal- bikuð og því góð aðkoma að inn- keyrslu. LAUST. Fín lofthæð og háar inn- keyrsludyr. Leiga: Laugavegur - 330 m2 verslunarhúsn. Á frábærum stað á Laugaveginum vandað verslunarhúsnæði á tveimur hæðum, 330 fm. Efri hæðin er tilvalin fyrir afgreiðslu og smærri varning, neðri hæðin er skemmtilega björt og rúmgóð og kjörin undir hverskyns verslunarrekstur. Laust strax. Gott tækifæri. Sala / Leiga: Trönuhraun 226 m2. Verslunar-/þjónusturými ásamt lagerrými um 80 m2, með innkeyrsluhurð. Samtals er rýmið 262,7 m2. Húsnæðið er í góðu standi og malbikuð lóð. Býður upp á skemmtilega möguleika í nýtingu og til- valið undir hverskyns rekstur. Leiga: Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar. Sérlega glæsilega innréttað skrifstofuhúsnæði um 242 m2 á 5.hæð í lyftuhúsi í þessu glæsilega húsi í miðbæ Hafn- arfjarðar. Einstaklega vandað og skemmtilegt húsnæði með óviðjafnanlegu útsýni. Tölvu- lagnir í hverju herb. Alls eru 5 skrifstofur en gætu verið 9. LAUST. Leiga: Bíldshöfði, versl.- og skrifstofuhúsn. Á frábærum stað á Höfðanum er til leigu nýtt og glæsilegt versl- unar- og skrifstofuhúsnæði sem um þessar mundir er verið að reisa. Hver hæð er um 700 m2. Húsnæðið er núna í smíðum en afhendist í lok árs, möguleiki að innrétta að óskum leigjenda. Í boði eru stærðir frá 350 m2 til rúmlega 10.000 m2. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu. Sala: Melabraut - endabil 360 m2. Með góðri að- komu, enda- innkeyrslubil, 360,6 m2. Loft- hæð er minnst 4,5 og mest 6 mtr. Innkeyrslu- hurð er á gafli um 4 mtr. á hæð. Sér af- notaflötur fylgir bilinu við húsgaflinn og því mjög gott útipláss. Mögulegt væri að bæta við einni innkeyrsluhurð til viðbótar. Sala / Leiga: Dalshraun Hfj. 863 fm. Nýlegt stein- steypt atvinnu- húsnæði 863 fm, lofthæð frá 3,5 - 7 mtr. Skrifstofa, starfsmanna að- staða og stórir salir. Stórar inn- keyrsludyr. Lóð verður malbikuð. Eign á góðum og sýnilegum stað. Góð áhvíl. langt. hagstæð lán. LAUST. Útborgun aðeins 20 millj. í sölu. Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • Fax 517 3536 • gjy@fyrirtaekjasala.is • www.fyrirtaekjasala.is Leiga: Óseyrarbraut Hfj., 250 - 765 fm. Mjög gott samtals 765 fm innkeyrslupláss með 3 innkeyrsludyrum. Lofthæð um +3 mtr. Lóð er öll malbikuð. Möguleiki að leigja minni einingar. Sanngjörn leiga. LAUST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.