Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 38
 4. september 2006 MÁNUDAGUR18 Arkitektinn: Einar Ólafsson „Það eru tvö verk sem ég vil helst kynna til að sýna þá vídd sem stofan vinnur með. Annað þeirra er verið að byggja og hitt er enn á hönnunarstigi,“ segir Einar Ólafsson á Arkiteo á Laugavegi 163. „Hið fyrrnefnda er grunnskólinn á Ísafirði en við Örn Þór Halldórsson unnum samkeppni um hönnun hans 2002. Svo hélt ég áfram með verkið sem er viðbygging upp á 2.000 fermetra. Hún er prjónuð við eldra hús frá 1901. Það stendur eins og gimsteinn milli tveggja glerkassa sem mynda heildstæða mynd af allri skólabyggingunni. Hitt verkið er niðurgrafið einbýlishús úti í sveit. Það er á mjög gljúpu svæði og frá veginum sést ekkert nema smá hóll sem á yfirborðinu verður eins og landið er í dag með grjóti og mosa. Að kvöldlagi mun bara sjást ljósglampi upp úr hólnum. Húsið er er á tveimur og hálfri hæð og úr hluta þess er vítt útsýni. Uppi er eldhús og stofa og niðri eru svefnherbergi og líkamsræktarpláss. Af neðri hæðinni er gengið út í gjá og þar verða gufubað, heitir pottar og ekta útivistarstaður þannig að tengslin við náttúruna verða mjög skemmtileg.“ gun@frettabladid.is Grunnskóli og niðurgrafið hús Úr anddyri grunnskólans. Ný viðbygging við Grunnskólann á Ísafirði. Húsið verður niðurgrafið. Tengslin við náttúruna verða skemmtileg. Hugmynd að húsi í sveit. – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.