Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 2
2 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
SPURNING DAGSINS
SVÍÞJÓÐ Ungliði úr Þjóðarflokkn-
um sænska, öðrum stærsta stjórn-
arandstöðuflokknum, gaf sig í gær
fram og viðurkenndi að hafa notað
stolið lykilorð til að brjótast inn á
innri vef sænska Jafnaðarmanna-
flokksins. Talsmenn Þjóðarflokks-
ins sögðu unga manninn hafa verið
rekinn umsvifalaust og fullyrtu að
upplýsingarnar sem hann hefði
aflað sér með þessu móti hefðu
ekki verið notaðar í kosningabar-
áttunni. Tólf dagar eru nú til þing-
kosninga í landinu og fylgi fylk-
inganna tveggja mælist nær
hnífjafnt.
Málið kom upp eftir að fulltrú-
ar Jafnaðarmannaflokksins lögðu
inn kæru hjá lögreglu vegna
meints innbrots í tölvukerfi þeirra,
þar sem lesa mátti ýmsar trúnað-
arupplýsingar um skipulag kosn-
ingabaráttu flokksins.
Þetta er í annað sinn á árinu
sem tölvuþrjótar varpa skugga á
sænsku kosningabaráttuna. Í
febrúar viðurkenndi ungur starfs-
maður Jafnaðarmannaflokksins
að vera upphafsmaðurinn að nafn-
lausum tölvupóstskeytum með
rógi um Fredrik Reinfeldt, leið-
toga Hægriflokksins og forsætis-
ráðherraefni kosningabandalags
borgaralegu flokkanna. - aa
LARS LEIJONBORG Formaður Þjóðar-
flokksins sænska segist miður sín yfir
atvikinu. NORDICPHOTOS/AFP
Tölvuþrjótar varpa skugga á kosningabaráttuna í Svíþjóð:
Ungliði gengst við tölvunjósnum
DÓMSMÁL Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, stjórnarformaður
Icelandic Group, segir kröfur
Þórólfs Árnason-
ar, forstjóra
Skýrr og
fyrrverandi
forstjóra
Icelandic Group,
fráleitar en hann
hefur ákveðið að
höfða mál á
hendur félaginu
vegna vanefnda
á kauprétti á hlutabréfum, eins og
greint hefur verið frá í Frétta-
blaðinu. Þórólfur var forstjóri
Icelandic Group í rúma fjóra
mánuði en hann hætti störfum hjá
félaginu 13.október í fyrra.
Gunnlaugur segir kröfur Þór-
ólfs taklausar. „Kröfur Þórólfs eru
fráleitar. Hann hefur fengið nóg
greitt fyrir sitt vinnuframlag fyrir
hönd þessa félags,“ sagði Gunn-
laugur. - mh
Mál gegn Icelandic Group:
Segir kröfur
Þórólfs fráleitar
Kosningar í Svíþjóð
Kolfinna, voruð þið að reyna
að lágmarka tapið?
Nei fjarri því, þetta voru bara
aðstæður sem komu upp.
Valsstúlkur unnu í gær Íslandsmeistaratit-
ilinn í Landsbankadeildinni en FH mætti
ekki til leiks vegna vanda við að manna
liðið. Kolfinna Matthíasdóttir er formaður
kvennaráðs FH í knattspyrnu.
TRYGGINGASVIK Lögreglan fékk
þrjú til fjögur tryggingasvikamál
á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-
2004. Útilokað er að trygginga-
svikin séu svo fá hér á landi. Ef
tryggingasvik eru hlutfallslega
jafn algeng hér á landi og í
nágrannalöndunum ættu málin að
vera um tvö þúsund en heildar-
fjöldi tjóna er um 45 þúsund í
landinu öllu á ári. Það er að mati
framkvæmdastjóra Sjóvár því
aðeins brotabrot af trygginga-
svikamálunum sem koma á borð
lögreglunnar.
Tryggingasvikamál skiptast í
tvennt; atburðir eru settir á svið
til að fá bætur og ýktar bótakröf-
ur. „Ég hef miklar áhyggjur af
síðari málunum því að þeir sem
fremja brotin eru venjulegt fólk.
Viðhorf þess er það sama og gagn-
vart til dæmis sköttum, að það sé
allt í lagi að hagræða sannleikan-
um og ýkja tjónið til að fá meira
en það á að fá,“ segir Þóra Hall-
grímsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Sjóvá.
Tryggingafélögin njóta ekki
samúðar í þjóðfélaginu. „Fólk
gengur á lagið með það sem því
finnst vera sakleysisleg brot.
Brotaþolinn er svo stór, heilt
tryggingafélag sem sýnir góðar
afkomutölur en þetta er svolítið
eins og að pissa í skóinn sinn.
Iðgjöldin hækka eftir því sem
tjónin eru meiri.“
Fá eða engin þeirra mála sem
komu til lögreglu 2000-2004 höfðu
náð inn í dómssali árið 2004. Í
skýrslu um tryggingasvik sem
Sjóvá hefur látið taka saman
koma fram vangaveltur um hvort
sparnaður sem hafi verið áber-
andi hjá lögreglu á Íslandi undan-
farin ár, hafi áhrif á gæði rann-
sókna í tryggingasvikamálum en
Þóra segir ekki hægt að kenna
lögreglu um.
Sjóvá ætlar að fara í átak gegn
tryggingasvikum og efla rann-
sóknarvinnu í málum þar sem
grunur um tryggingasvik vaknar.
„Við stöndum fyrst og fremst
frammi fyrir sönnunarvandræð-
um. Við treystum okkar viðskipta-
vinum en ef það vaknar grunur,
til dæmis þar sem fjárhæðir í inn-
brotum fara upp úr öllu valdi eða
atburðarásin hefur á sér einhvern
ólíkindablæ, þá getum við lent í
vandræðum með sönnunargögn,“
segir hún.
Þóra segir að Sjóvá muni fylgja
málum betur eftir og vera meira
á vettvangi til að kanna tilurð
atvika. „Við viljum vera í góðu
samstarfi við lögreglu og að þessi
mál fái eins mikinn forgang hjá
lögreglu og hægt er. Það krefst
þess að við þurfum að sýna fram
á að okkar grunsemdir eigi við
rök að styðjast.“ ghs@frettabladid.is
FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ SJÓVÁ
„Við viljum vera í góðu samstarfi við
lögreglu,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir,
framkvæmdastjóri hjá Sjóvá.
Tryggingasvikin
skipta þúsundum
Lögreglan fær aðeins brotabrot af öllum tryggingasvikum á sitt borð á ári, eða
þrjú til fjögur. Útilokað er að þau séu svona fá, að mati framkvæmdastjóra hjá
Sjóvá. Þau séu frekar um tvö þúsund á ári. Sjóvá fer í átak gegn svikunum.
TVENNS KONAR SVIK Tryggingasvikin skiptast í tvennt, atburði sem settir eru á svið
og ýktar bótakröfur. Fólk gengur þá á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg
brot og ýkir tjónið til að fá meira út úr tryggingafélaginu. Þessi mynd er úr safni og
tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
ÞÝSKALAND, AP Skopteikningarnar
af Múhameð spámanni, sem
birtar voru fyrst í Jótlandspóstin-
um danska í september í fyrra,
voru ein helsta kveikjan að
tilraun til hryðjuverka í Þýska-
landi, þegar nokkrir menn reyndu
að sprengja tvær lestir í loft upp í
júlí.
Þetta kom fram í viðtali við
yfirmann rannsóknar málsins,
Joerg Ziercke, í þýska tímaritinu
Focus um helgina.
Fimm ungir Líbanar og einn
Sýrlendingur hafa verið hand-
teknir og ákærðir í Líbanon í
tengslum við málið. Talið er að
mennirnir hafi leitað sér upplýs-
inga um sprengjugerðina á
netinu. Sprengjurnar voru þó
ekki rétt saman settar. - smk
Áætluð hryðjuverk:
Skopteikningar
voru kveikjan
SPRENGJU KOMIÐ FYRIR Öryggismynda-
vélar náðu myndum af mönnunum
þegar þeir komu sprengjum fyrir í
þýskum lestum í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítugur
karlmaður hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald fyrir að ógna
og ráðast á unga sambýliskonu
sína. Maðurinn réðist að konunni
vopnaður hnífi aðfaranótt
sunnudagsins. Lögregla var kvödd
að heimili konunnar í Vesturbæn-
um og handtók manninn. Kom í
ljós að konan hafði rispast við
árásina en sloppið við stungusár.
Árásarmaðurinn er frá
Fílabeinsströndinni. Honum er
gert að sæta gæsluvarðhaldi fram
á fimmtudag.
Lögreglan rannsakar meðal
annars hvort maðurinn eigi
sakaferil í öðrum löndum, en hann
kom hingað til lands í síðasta
mánuði. - jss
Útlendingur í gæsluvarðhaldi:
Ógnaði lífi
ungrar konu
MENNTAMÁL Bryndís Hlöðversdótt-
ir, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar, hefur verið
ráðin aðstoðarrektor Háskólans á
Bifröst í stað Magnúsar Árna
Magnússonar sem lét af störfum
fyrir helgi.
Bryndís gegnir áfram stöðu
forseta lagadeildar skólans. Hún
segir sín daglegu störf ekki
breytast mikið við ráðninguna og
staðan felist aðallega í að vera
staðgengill háskólarektors í
fjarvistum hans. „Mér þykir mikill
heiður af því að stjórn skólans
skuli treysta mér fyrir þessu
starfi. Það verður erfitt að fylla
skarð Magnúsar.“ - shá
Háskólinn á Bifröst:
Bryndís ráðin
aðstoðarrektor
VINNUMARKAÐUR Ragnar Árnason, forstöðumaður
vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins,
gagnrýnir Þjóðskrána fyrir lélega upplýsingagjöf í
tengslum við umsóknir fyrirtækja um kennitölur til
erlendra starfsmanna sem koma til starfa hér á landi.
„Þjóðskráin kynnir ekki nægilega vel hvaða
kröfur eru gerðar til umsókna um kennitölur,“ segir
Ragnar og kveðst geta nefnt mýmörg dæmi. „Það er
til dæmis gerð sú krafa að umsókn sé stimpluð með
stimpli fyrirtækisins án þess að upplýsingar um það
komi fram á umsóknareyðublaðinu. Það er líka gerð
krafa um að umsóknir séu ekki faxaðar en þó er það
hvergi tilgreint og fyrirtæki senda mikið af umsókn-
um á faxi,“ segir hann.
Þjóðskráin birtir engar leiðbeiningar á vefnum
sínum og gerir ekki tilraun til að upplýsa fólk um það
hvernig það á að ganga frá umsóknunum, að sögn
Ragnars. „Ef umsóknir eru í ólagi þá getur Þjóðskrá-
in bara kennt sjálfri sér um. Það er lítið mál fyrir
hana að taka fram hvernig umsóknir eiga að vera en
það kallar á gríðarlega vinnu hjá fyrirtækjunum eftir
að umsóknin er komin í „ólagsbunkann“ hjá Þjóð-
skránni því að það veltur allt á kennitölu hér á landi.“
- ghs
Samtök atvinnulífsins gagnrýna Þjóðskrána vegna umsókna um kennitölur:
Vantar betri leiðbeiningar
Aukið umferðaröryggi
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
vill reyna að auka umferðaröryggi.
Áhersla verði lögð á að auka eftirlit
lögreglu, herða viðurlög við umferðar-
lagabrotum og að huga að umferðar-
öryggi á fjölförnum leiðum.
SAMGÖNGUMÁL
Bruni í Árbænum
Eldur kom upp í bifreið skammt frá
söluturni í Hraunbæ í Árbæ um tíu-
leytið í gær. Eldurinn kviknaði eftir að
bifreiðinni var ekið aftan á aðra bifreið.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tókst
að slökkva eldinn á skömmum tíma.
LÖGREGLUFRÉTT
VERKAMENN VIÐ STÖRF Ragnar Árnason segir að ef umsóknir
erlendra starfsmanna séu í ólagi þá geti Þjóðskráin bara kennt
sjálfri sér um.
ÞÓRÓLFUR
ÁRNASON