Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 4
4 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
GENGIÐ 4.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
121,9623
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
68,79 69,11
131,05 131,69
88,44 88,94
11,853 11,923
10,878 10,942
9,483 9,539
0,5921 0,5955
102,42 103,04
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
JAPAN, AP Kiko prinsessa,
tengdadóttir Akihitos Japans-
keisara, mun eignast þriðja barn
sitt með keisaraskurði á morgun,
6. september.
Kyn barnsins hefur ekki verið
gefið upp, en íhaldsmenn í Japan
vona að það sé sveinbarn þar
sem það myndi minnka til muna
þrýstinginn á að breyta fornum
reglum um erfðir krúnunnar.
Ekkert sveinbarn hefur fæðst í
keisarafjölskyldunni í 40 ár og
því hefur það verið til umræðu
að heimila að kona geti erft
keisaratignina. Sé barnið
drengur verður hann þriðji í
ríkiserfðaröðinni á eftir Naru-
hito krónprins og föður sínum,
Akishino prins. - aa
Japanska keisarafjölskyldan:
Kiko prinsessa í
keisaraskurð
KIKO Prinsessan ásamt eiginmann-
inum, Akishino prins. Síðasta mánuð
meðgöngunnar hefur hún dvalið á
sjúkrahúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÍKNIEFNI Alls hafa komið upp 37
fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli það sem af er
árinu. Alls hefur verið lagt hald á
um tíu kíló af fíkniefnum, en það
er sama magn og var gert upptækt
allt árið í fyrra. Söluandvirði efn-
isins er í kringum áttatíu milljónir
króna.
Þegar fjórðungur ársins er eftir
hafa komið um fimm fíkniefnamál
inn á borð tollgæslunnar í hverjum
mánuði að jafnaði. Flest málin
komu upp í febrúarmánuði síðast-
liðnum eða sjö talsins. Í umrædd-
um mánuði voru tveir Litháar
stöðvaðir við komuna hingað til
lands með töluvert magn af amfet-
amínbasa, sem hefði að líkindum
dugað til framleiðslu á um þrjátíu
kílóum af amfetamíni.
Þann 3. febrúar síðastliðinn var
lagt hald á fjögur kíló af amfetam-
íni, en það er nánast allt það amfet-
amín sem Tollgæslan á Keflavík-
urflugvelli hefur fundið í ár. Í því
máli var um að ræða 26 ára íslensk-
an karlmann sem var að koma frá
París í Frakklandi með efnið falið
undir fölskum botni í ferðatösku
sinni. Magn amfetamínsins sem
hald hefur verið lagt á í ár er nán-
ast það sama og gert var upptækt
allt árið í fyrra eða um fjögur kíló.
Mun meira magn af amfetamíni
hefur verið haldlagt hér á landi í
ár en þessi tala gefur til kynna, nú
síðast voru tveir Litháar gripnir af
Tollgæslunni á Seyðisfirði með ell-
efu kíló af amfetamíni falið í
tveimur bifreiðum við komu sína
hingað til lands með Norrænu.
Það sem af er árinu hefur toll-
gæslan lagt hald á tæp fimm kíló
af kókaíni, en það er fimmfalt
meira magn af kókaíni en gert var
upptækt í fyrra. Þar munar mestu
um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn,
þegar átján ára stúlka var stöðvuð
í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni
falin í farangri sínum. Hún var að
koma frá London.
Meðalaldur þeirra sem toll-
gæslan hefur haft afskipti af vegna
fíkniefnamála á árinu er um 25 ár.
Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá
yngsti var sautján ára piltur sem
tekinn var á dögunum með um
hundrað grömm af kókaíni, sem
hann hafði falið í endaþarmi. Hann
var að koma frá Amsterdam í
félagi við annan mann. Vegna ungs
aldurs piltsins var barnaverndar-
yfirvöldum gert viðvart.
Af þessum 37 tilfellum voru
Íslendingar viðriðnir rúmlega
helming þeirra, tólf karlmenn og
sjö konur. Í hinum átján málunum
voru flestir útlendingarnir frá
Danmörku eða í fjórum tilfellum.
Ýmsar aðferðir við smygl hafa
verið notaðar á árinu. Þá hafa
flestir verið gripnir með fíkniefn-
in á sér, ýmist í nærfötum, sokkum
eða peningaveskjum. Tæplega
fimmtugur íslenskur karlmaður
reyndi að smygla um sjö hundruð
grömmum af kókaíni inn til lands-
ins í heimilistölvu og þá reyndi
tæplega fertugur norskur karl-
maður að smygla hassi inn til
landsins í veiðarfæraboxi.
Átta gerðu tilraun til að smygla
efnum til landsins innvortis. Einn
þeirra var 43 ára íslenskur karl-
maður sem reyndi að smygla 25
grömmum af kókaíni og um sex
grömmum af heróíni innvortis inn
til landsins. Það er jafnframt eina
tilfellið þar sem heróín hefur
komið við sögu Tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli á þessu ári.
Nú síðast voru tveir arabar, búsett-
ir hér á landi, gripnir með fíkni-
efni innvortis við komuna til lands-
ins. aegir@frettabladid.is
Hafa náð tíu kílóum
af fíkniefnum í ár
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum
það sem af er ári. Það er jafn mikið magn og allt árið í fyrra. Helmingur magns-
ins er kókaín. Meðalaldur lögbrjótanna er tæplega 25 ár, sá yngsti var 17 ára.
ALDURSSKIPTING SMYGLARA
9
17-20 ára18
20-30 ára
10
30-40 ára
KÓLOMBÓ, AP Stjórnarher Srí Lanka hefur
tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá
Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincoma-
lee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á
yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt
vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás
virðist því vera brot á samningnum, en
stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi
verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi
haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr.
Tígrarnir hafa hins vegar biðlað til norrænu
eftirlitssveitarinnar, SLMM, að staðfesta að um
brot sé að ræða og hvort eiginlegt stríð hafi
brotist út í landinu. Það verður í verkahring
Lars Sölvbergs, nýjum verkefnisstjóra SLMM,
að skera úr um þetta á næstu dögum, en
talsmaður SLMM, Þorfinnur Ómarsson, sagði í
viðtali við Fréttablaðið á dögunum að allar líkur
væru á því að vopnahléssamningurinn hefði
verið brotinn með sókninni.
Upptök árásarinnar á Sampúr má rekja til
bardagans um vatnsveituna í ágúst og er nú til
skoðunar hjá SLMM að úrskurða um átökin sem
hafa staðið síðan sem eina heild. Stjórnarherinn
réðst þá á Tígrana af „mannúðarástæðum“, það
er til að koma vatni til sinna skjólstæðinga.
Ýmsir stjórnmálaskýrendur hallast nú að því að
vatnsveitubardaginn hafi verið hentug afsökun
til að framkvæma yfirstandandi stórsókn við
Sampúr. - kóþ
Stjórnarher Srí Lanka segist hafa náð Sampúr-þorpi af Tamílatígrum, sem hafi verið hraktir í burtu:
Tamílatígrarnir segja eiginlegt stríð hafið
HERMAÐUR STJÓRNARHERSINS KANNAR ÖKUTÆKI
Vegatálmar eru við flestar alfaraleiðir á Srí Lanka og eru
margir þjóðvegir með öllu lokaðir. Því er mikilvægt að
stjórna höfninni við Trincomalee, því þaðan má flytja
vistir um landið, til dæmis til Jaffna-skaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TEGUND EFNA OG
MAGN Í GRÖMMUM
2006
2005
HASS
84
3,
9
56
41
,9
AMFETAMÍN
40
00
,7
39
40
,1
KÓKAÍN
49
38
,6
8
80
1,
6
AUSTURRÍKI, AP Natascha
Kampusch, átján ára austurrísk
stúlka sem fyrir skemmstu slapp
úr klóm mannræningja, sem hafði
haft hana í
prísund sinni í
átta ár, hefur
ákveðið að koma
fram í sjón-
varpsviðtali.
Það verður sýnt
annað kvöld í
austurríska
ríkissjónvarp-
inu.
Mál hennar
hefur vakið mikla athygli í
Austurríki og víðar um heim, en
til þessa hafa einungis birst
myndir af henni sem teknar voru
áður en henni var rænt fyrir átta
árum, þegar hún var tíu ára.
Andlit hennar verður þó hulið í
sjónvarpsviðtalinu.
Almenningur í Austurríki
hefur beðið eftir því að hún tjái
sig sjálf um árin, sem hún dvaldi í
prísundinni. Fljótlega eftir að hún
slapp út bað hún fjölmiðla að sýna
sér biðlund, hún myndi tjá sig
þegar hún teldi sig tilbúna til
þess. - gb
Natascha Kampusch:
Kemur fram í
sjónvarpsviðtali
NATASCHA
KAMPUSCH
FINNLAND Yfir helmingur Finna
myndi gefa vinnuveitanda sínum
leyfi til að fylgjast með tölvu-
póstsumferð sinni ef grunsemdir
vakna um að leynilegar, vinnu-
tengdar upplýsingar eru sendar
út af vinnustaðnum.
Vefútgáfa finnska dagblaðsins
Helsingin Sanomat hefur látið gera
könnun á þessu og segir að
vinnuveitendur fengju að fylgjast
með því við hvern launamaðurinn
eigi tölvupóstssamskipti og
hvenær. Vinnuveitandinn fengi
hinsvegar ekki að lesa póstinn. - ghs
Finnskur vinnumarkaður:
Vinnuveitendur
skoði tölvupóst
Magni er orðið
Á heimasíðunni leit.is er greint frá því
í hverri viku hvaða orð á leitarvélinni
eru mest notuð. Á 100 orða listanum
er orðið „Magni“ í 3. sæti, í 19. sæti
er „Rockstar supernova“ og í 29. sæti
er „Supernova“. 762 fyrirspurnir voru
lagðar fyrir leitarvélina með orðinu
Magni síðustu sjö daga.
DÆGRADVÖL