Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 48
36 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > HK kærði aftur Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Pet- keviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær. Forsaga málsins er sú að Petkevicius taldi sig lausan allra mála hjá Fram, þar sem félagið var búið að kveðja hann og þakka honum fyrir samstarfið. Hann samdi því við HK en þegar til kastanna kom neitaði Fram að sleppa markverðinum nema gegn greiðslu sem á að vera hálf milljón króna að því er Petkevicius heldur fram. Niðurstaða ætti að fást í næstu viku. Daninn Peter Gravesen, leikmaður Fylkis, verður að sjálfsögðu á Laugardalsvellinum á morgun þegar landar hans sækja Ísland heim í undankeppni EM. Leikurinn er einnig sérstakur fyrir þær sakir að bróðir Peters verður í eldlínunni með Dönum en eldri bróðir Peters er stórstjarnan Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid. „Ég held að þetta verði erfiður leikur fyrir Danmörk enda er Ísland með sterkara lið en margan grunar og það væri heimskulegt af Dönum að van- meta íslenska liðið,“ sagði Peter sem sá landsleik Íslands og Norður-Írlands en vissi lítið um íslenska liðið fyrir leikinn. Hann segir úrslit þess leiks sýna að Danir verði að hafa verulega fyrir hlutunum ef þeir ætla sér sigur á Laugardalsvellinum. Peter ætlar að reyna að hitta bróður sinn á meðan hann verður á landinu en það verða engin matarboð enda fá leikmenn liðsins ekki að hreyfa sig mikið út af hótelinu. „Reglurnar eru mjög strangar og hann fær ekki einu sinni að sjá hvar ég bý. Liðið þarf alltaf að vera saman en ég vissi af þessu og verð að taka því. Ég mun fara niður á hótel og hitta hann í staðinn. Ég er búinn að ræða við hann um leikinn en gat ekki gefið honum nein hernaðarleyndarmál,“ sagði Peter og hló dátt en hann er nokkuð sigurviss. „Ég held að leikurinn fari 2-0 fyrir Danmörk. Ég mun styðja Danmörk á vellinum en ég ber samt til- finningar til íslenska liðsins og ég mun hafa samúð með þeim er þeir tapa,“ sagði Peter og hló enn hærra en áður. „Mér þykir mjög vænt um Ísland enda líður mér mjög vel hér. Íslenska liðið gæti komið á óvart og ég vona að þeir spili vel en ekki of vel.“ PETER GRAVESEN, LEIKMAÐUR FYLKIS: STYÐUR DANI EN BER TILFINNINGAR TIL ÍSLANDS Mun hafa samúð með Íslendingum er þeir tapa FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið fékk flugstart í undan- keppni EM þegar það lagði Norð- ur-Íra ytra, 0-3, á laugardag. Liðið kom heim á sunnudagskvöld og æfði síðan á ÍR-vellinum í gær- morgun. Eftir það var gefið frí. „Það er mjög gott ástand á hópnum og allir tóku þátt á æfing- unni á ÍR-vellinum. Við gáfum mönnum síðan frí út daginn enda er liðið búið að vera mikið saman og menn höfðu gott af því að fá aðeins frí hver frá öðrum,“ sagði Bjarni Jóhannsson, aðstoðarþjálf- ari landsliðsins, en nokkrar áhyggjur voru af Kára Árnasyni en hann æfði í gær og ætti að verða klár í slaginn á morgun. „Við munum taka eina æfingu seinni partinn á þriðjudag og það verður lokaæfingin fyrir leikinn. Við munum nýta þessa æfingu í að fínpússa ákveðna hluti og við eigum eftir að fara vel yfir leik þeirra,“ sagði Bjarni en hann segir ljóst að nokkrar áherslubreyting- ar verði á leik liðsins frá leiknum á laugardag. „Við munum mæta eina best spilandi liðinu í Evrópu í dag og þeir sparka boltanum ekki fram völlinn eins og Írarnir heldur spila þeir upp völlinn. Þeir eru mjög liprir og sérstaklega hættulegir fram á við. Við verðum að gæta þess að þeir komist ekki upp vængina því þeir eiga sterka skallamenn og það þarf að passa að þeir fái sem minnsta þjónustu. Við munum reyna að ná boltanum af þeim hvar sem er á vellinum. Hugarfarið þarf líka að vera eins og gegn Írum og Spánverjum. Númer eitt er að forðast að fá á sig mark,“ sagði Bjarni en hann er geysilega ánægður með andann og stemninguna í hópnum. „Stemningin er alveg frábær og vikan í Belfast heppnaðist mjög vel. Við verðum að byggja ofan á það og vonandi að menn átti sig á því að við verðum ekki heims- meistarar þó við sigrum Norður- Írland,“ sagði Bjarni Jóhannsson. henry@frettabladid.is Allir komu heilir heim frá Belfast Íslenska landsliðið í knattspyrnu sneri heim frá Belfast á sunnudagskvöld og er enginn leikmanna liðsins tæpur fyrir Danaleikinn á morgun. Aðstoðarþjálfarinn segir frábæra stemningu í hópnum. FLOTTUR Eiður Smári tók sig vel út með eyrnalokkinn á æfingunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÍF OG FJÖR Það er einstaklega góð stemning í íslenska landsliðshópnum þessa dagana og bæði leikmenn og þjálfarar skemmtu sér vel á æfingu á ÍR-vellinum í gær. Hér hlæja Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari dátt að ein- hverju skemmtilegu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Daninn Peter Gravesen meiddist illa í leik gegn FH í upp- hafi ágústmánaðar en hann skadd- aði liðband og liðþófa. Ekki var búist við því að Gravesen myndi leika meir með Fylki í sumar en hann hefur verið á góðum bata- vegi. „Sár mín eru venjulega fljót að gróa og það er engin undantekning á því núna. Ég ætla að láta reyna á hnéð í fyrsta skipti í dag [í gær. innsk. blm.] og vonandi gengur það vel. Mér liður orðið mjög vel í hnénu og vonandi get ég leikið hálfleik gegn Keflavík um næstu helgi og síðan báða hina leikina. Það er takmarkið en maður veit samt aldrei almennilega með hnémeiðsli fyrr en maður lætur reyna á þau,“ sagði Gravesen brattur í gær en hann var algjör lykilmaður hjá Fylki í sumar og hafa Árbæingar saknað hans sárt síðustu vikur. „Ef það gengur ekki þá mæti ég bara enn sterkari til leiks næsta sumar en ég er með samning við Fylki og ætla mér að virða hann. Þetta lið á mikið inni og vonandi verðum við í toppbaráttu næsta sumar,“ sagði Gravesen sem er ánægður með lífið og tilveruna á Íslandi. - hbg Bati Peters Gravesen, leikmanns Fylkis, er mun betri en í fyrstu var talið: Stefnir á að spila síðustu tvo leikina í deildinni með Fylki ÁNÆGÐUR Í ÁRBÆNUM Peter Gravesen kann vel við sig hjá Fylki og ætlar að leika áfram með liðinu næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Enski landsliðsframherj- inn Michael Owen er floginn vest- ur um haf, nánar tiltekið til Color- ado í Bandaríkjunum, þar sem hann mun leggjast undir hnífinn hjá hinum eina sanna Richard Steadman sem sker upp alla bestu íþróttamenn heims. „Ég fer í aðgerðina á næstu tveim dögum. Það er nauðsynlegt að fara í þessa aðgerð og ég get í raun ekki beðið eftir henni því það verður léttir að vera búinn með hana og geta síðan horft fram á veginn,“ sagði Owen í gær en hann sleit nánast allt sem hægt var að slíta í hnénu á sér á HM í sumar. Hann mun væntanlega ekkert spila með Newcastle á þessu tíma- bili. - hbg Michael Owen: Á leið í aðgerð í Colorado MICHAEL OWEN Sést hér á leið upp í flugvél sem flutti hann frá Þýskalandi til Englands í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Spænski landsliðsfram- herjinn Fernando Torres hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð sína í bili með því að fram- lengja samning sinn við Atletico Madrid til ársins 2009. Fjölmörg félög báru víurnar í þennan 22 ára gamla strák í sumar en hann hefur ákveðið að halda tryggð við Atlet- ico. „Ég átti tvö ár eftir af samningi mínum og þrátt fyrir öll lætin í sumar þá er ég hér enn. Ég er mjög sáttur við að vera hér áfram því fólk metur mig að verðleikum hér hjá félaginu,“ sagði Torres. - hbg Fernando Torres: Framlengir við Atletico FERNANDO TORRES Spilar áfram á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES BOX Fyrrverandi heimsmeistarinn Prins Naseem Hamed er laus úr fangelsi en hann hefur dúsað þar síðustu sextán vikur en hann var alls dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir glæfraakstur. Hamed hefur hegðað sér vel innan veggja fangelsisins og fær því að sleppa snemma. Hamed tók fram úr bíl en valdi ekki besta staðinn því hann keyrði beint framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins braut aðalbein í öllum hlut- um líkamans og eiginkona öku- mannsins slasaðist einnig nokkuð illa. Ökumaðurinn segist vera hneykslaður á því að Hamed sé sleppt svo snemma úr steininum. - hbg Prins Naseem Hamed: Laus úr fangelsi LAUS ÚR FANGELSI Prins Naseem Hamed var sleppt snemma úr steinin- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.