Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðs- ins í fótbolta, jafnaði markamet goðsagnarinnar Ríkharðs Jónssonar þegar hann skoraði sautjánda mark sitt fyrir landsliðið í fræknum útisigri á Norður- Írlandi um síðustu helgi. Ríkharður, sem gerði garðinn frægan með Skaga- mönnum, setti metið árið 1951 og hélt síðan áfram að bæta það næstu árin. Lagði hann síðan skóna á hilluna margfrægu árið 1965 eftir afar farsælan feril. Hann segir að það hafi verið löngu kominn tími á að metið yrði jafnað. „Þetta er ekkert sem hryggir mig þó að ég sé jafnaður eftir öll þessi ár. Ég er ekki að gera lítið úr einum eða neinum þó ég segi að það hefði átt að vera búið að þessu fyrir löngu,“ segir Ríkharður. „Ég er samt mjög ánægður með það að fá að vera jafn- fætis Eiði Smára fram að Danaleiknum. Það er ekki oft sem maður getur jafnað sig við svona toppmenn,“ segir hann. Ríkharður spilaði 33 landsleiki á um tuttugu ára tímabili og telst því árang- ur hans enn merkilegri ef miðað er við það. Meðal annars átti hann stórleik gegn Svíum á Melavellinum árið 1951 þegar hann skor- aði öll mörk Íslands í 4-3 sigri. Ríkharður sá landsleik- inn gegn Norður-Írum og heillaðist af spilamennsku okkar manna. „Þetta er með því albesta sem ég hef séð til landsliðsins. Mér fannst leikurinn alveg frábær og frammistaðan yfirhöfuð stórkostleg. Ég reiknaði samt ekki með þessu því jafntefli hefðu verið mjög góð úrslit,“ segir hann og vonast til að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálf- ari nái að fylgja árangrin- um eftir. „Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að Eyjólfur geti þetta. Það var reyndar heldur ekkert sem átti á koma í veg fyrir að Ásgeir [Sigurvinsson, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari] gæti þetta. Ég held bara að fjöldinn átti sig ekki á því hvað þetta er mikið stemningsmál.“ Ríkharður segir að Eiður Smári sé toppspilari. „Þó mér finnist hann góður þá hef ég alltaf á tilfinning- unni að hann geti mikið meira en hann hefur sýnt. Það kom fram í þessum leik og hann var virkilega að njóta sín. Það fer ekki á milli mála að hann er topp- spilari enda væri hann ekki þarna sem hann er. Hann er einn af okkar bestu mönn- um og verður það áfram og vonandi helst þetta áfram hjá honum.“ Íslendingar taka á móti Dönum á morgun. Ríkharð- ur segir það vont fyrir íslenska liðið að mæta því danska eftir leikinn gegn Norður-Írum. „Ég hefði vilj- að að þetta væri lið sem hefði spilaði álíka fótbolta og við, eins og Finnar, Svíar, Englendingar eða Norð- menn. En Danirnir spila allt annan fótbolta með stuttu spili,“ segir Ríkharður, sem vonast engu að síður eftir góðum úrslitum. „Við höfum aldrei unnið Dani þannig að jafntefli væri mjög góður árangur í framhaldi af þess- um leik,“ segir hann og er greinilega með báða fætur á jörðinni. freyr@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sóley Kristinsdóttir Dalbraut 27, sem andaðist mánudaginn 28. ágúst, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 7. septemb- er kl.15. María Anna Þorsteinsdóttir Rúnar E. Indriðason Kristinn E. Pétursson Björk Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur, Ástu Unnar Jónsdóttur Gullengi 39, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Eyjólfur Guðsteinsson Inga Birna Guðsteinsdóttir Róbert Már Ingvason Inga Hilmarsdóttir Jón Ingvarsson og bræður. Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Árni Stefán Árnason matreiðslumeistari, Þrastarási 12, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 30. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 7. september klukkan 13.00. Kristín Þóra Kristjánsdóttir Arna Þórdís Árnadóttir Sigurþór Hjalti Gústafsson Svava Dagný Árnadóttir Óðinn Birgir Árnason Svava Sverrisdóttir Árni Stefánsson Þórdís A. Sigurjónsdóttir Kristján B. Einarsson Hjördís Árnadóttir Sigurbjörg Árnadóttir Gísli Sverrir Árnason Guðrún Baldursdóttir Guðlaug Árnadóttir Hólmgrímur Elís Bragason Gauti Árnason Ragnheiður Rafnsdóttir Hrefna Kristjánsdóttir Magnús Hafsteinsson Einar B. Kristjánsson Árný Eiríksdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, stjúpföð- ur, tengdaföður, afa og langafa, Bjarka Magnússonar læknis, Laugarnesvegi 87, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Birna Friðgeirsdóttir Magnús K. Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir Hólmfríður Bjarkadóttir Páll E. Ólason Anna Elín Bjarkadóttir Nanna Snorradóttir Herleifur Halldórsson Rósbjörg Jónsdóttir Valgerður G. Bjarkadóttir Orri Jóhannsson afabörn og langafabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Gísladóttir Klapparstíg 5, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 30. ágúst. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju miðvikudaginn 6. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta kvenfélagið Baldursbrá eða F.S.A. njóta þess. Andrés Bergsson Arnar Andrésson Hrefna Kristín Hannesdóttir Gísli Andrésson Ingibjörg Jónsdóttir Jón Andrésson Margrét Pálsdóttir Guðrún Andrésdóttir Jakob Tryggvason ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hjördísar Jónsdóttur Einilundi 10e, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Halldór Kristjánsson Kristján Halldórsson Olga Guðnadóttir Sólveig Halldórsdóttir Garðar Jóhannsson Harpa Halldórsdóttir Kristján Guðnason Halla Bergþóra Halldórsdóttir Brynjar Bragason Hjördís Halldórsdóttir Magnús Rúnar Magnússon Sólveig Hjaltadóttir ömmu- og langömmubörn. SKAGAMAÐURINN RÍKHARÐUR JÓNSSON: FAGNAR METJÖFNUN EIÐS SMÁRA GUÐJOHNSEN Skoraði 17 mörk í 33 leikjum Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Árni Kristinn Hansson áður Digranesvegi 62, Kópavogi, sem lést 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni Kefas, Fagraþingi 2A,Vatnsenda, Kópavogi miðvikudaginn 6. september kl 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð sem hefur verið stofnaður og ber hans nafn. Sjóðnum er ætlað að vera til styrktar þeim sem minna mega sín í þjóðfélagi okkar. Upplýsingar í síma 862 8180. Björg R. Árnadóttir Ármann J. Lárusson Ingibjörg Árnadóttir Ragnheiður D. Árnadóttir Bragi Sigurjónsson afabörn og fjölskyldur. RÍKHARÐUR JÓNSSON Ríkharður var mikill markaskorari á árum áður og skoraði meðal annars fjögur mörk gegn Svíum á Melavellinum. Nóbelsverðlaunahafinn Móðir Teresa dó á þessum degi, 87 ára gömul. Fékk hún hjartaáfall á aðalskrif- stofum trúboðsstöðvar- innar Charity í Kalkútta á Indlandi. Þessi heimsfræga nunna hafði barist við erfið veikindi í þó nokk- ur ár áður en hún féll frá. Þegar fréttir bárust af andláti hennar sagði páfinn að þarna færi kona sem hefði sett mark sitt á sögu aldarinnar. Móðir Teresa var skírð Agnes Bojaxhiu þegar hún fæddist í litlu þorpi rétt fyrir utan Skopje í Make- dóníu. Hún tók nafnið Systir Teresa í klaustri á Írlandi en var þjálfuð af Loreto-systrunum þar ytra. 1948 setti hún svo á stofn sína eigin reglu og hóf hjálparstörf í fátækrahverfum Kalk- úttaborgar á Indlandi. Hindúar gagnrýndu hana á stundum, töldu hana reyna um of að kristna hina fátæku. Frjálslynt fólk á Indlandi gagnrýndi hana líka en þá fyrir íhaldssöm viðhorf hennar hvað varðaði fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Restin af heimin- um lítur á nafn hennar sem tákn fyrir góðmennsku og samhug. ÞETTA GERÐIST: 5. SEPTEMBER 1997 Móðir Teresa fellur fráFREDDIE MERCURY HEFÐI ORÐIÐ SEXTUGUR Í DAG „Ég vissi alltaf að ég væri stjarna og núna virðist öll heimsbyggðin vera orðin sammála mér.“ Freddie Mercury, fyrrum söngvari Queen, hefði orðið sextugur í dag. Hann lést úr alnæmi árið 1991, aðeins 45 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.