Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 46
Í kvöld má reikna með að
þorri íslensku þjóðarinnar
sitji límdur fyrir framan
sjónvarpsskjána þegar
Rock Star: Supernova held-
ur áfram.
Magni „okkar“ Ásgeirsson verður
annar í röðinni og mun fyrst flytja
bítlalagið Back in the U.S.S.R. en
svo reynir hann fyrir sér með
frumsamda lagið When the Time
Comes.
Stjórnandi þáttarins, Dave
Navarro, sá sig nauðbeygðan eftir
síðasta þátt til að eyða nokkrum
línum á bloggi sínu þar sem hann
sagðist ekki „hata Magna“. „Ég vil
gera hreint fyrir mínum dyrum.
Ég hata engan. Sá orðrómur hefur
verið á kreiki að ég hati Magna en
það er fáránlegt, ég hata engan og
síst af öllum Magna enda þekki ég
manninn ekki neitt,“ skrifar
Navarro á bloggi sínu. „Mér finnst
hann frábær söngvari líkt og allir
aðrir sem eftir eru í keppninni,“
bætir gítarleikarinn við. „Ég hef
aldrei sagt neitt neikvætt um
frammistöðu hans en auðvitað á
ég mitt uppáhald meðal hinna
fimm.“
Fimm keppendur eru nú eftir
og væntanlega komast fjórir
áfram í úrslitaþáttinn sem verður
eftir viku. Á blogginu má sjá
ýmsar hugleiðingar um hverjir
standi eftir en einhverjum finnst
sem bæði Dilönu og Lúkasi sé
farið að fatast flugið. Eru flestir
sem hallast að því að Storm eða
Toby verði send heim eftir
frammistöðu þeirra um helgina
og ef tekið er mið af kosninga-
brjálæðinu sem gekk yfir Ísland í
síðustu viku ætti Magni að eiga
greiða leið inn í úrslitaþáttinn.
- fgg
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
LITTLE MAN kl. 4, 6, 8 og 10
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6
GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4, 6, og 8
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5.50, 8 og 10.10
MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA
THE SENTINEL kl. 10.20 B.I. 14 ÁRA
ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
LEONARD COHEN: Í M YOUR MAN kl. 6
THE BOOK OF REVELATIONS kl. 6
FACTOTUM kl. 6
ENRON: THE SMARTEST
GUY IN THE WORLD kl. 8
VOLVER kl. 8
WINTER PASSING kl. 8
THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY kl. 10
STRANDVASKEREN kl. 10
DAVE CHAPELLE´S BLOCK PARTY kl. 10.10
LITTLE MAN kl. 8 og 10
YOU, ME & DUPREE kl. 8 og 10.10
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6
GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 6
TAKK FYRIR AÐ REYKJA
THANK YOU FOR SMOKING
Spennan magnast í Rock Star
NAVARRO Sá sig tilneyddan til að lýsa
því yfir að hann hataði ekki Magna.
FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
FLYTJENDUR OG LÖG
Í ROCK STAR
Magni: Back in the U.S.S.R. (Bítlarnir)
og When the Time Comes
(Frumsamið)
Dilana: Behind Blue Eyes (The Who)
og Supersoul (Frumsamið)
Storm: Suffragette City (David
Bowie) og Ladylike
(Frumsamið)
Lukas: Livin‘ On a Prayer (Bon Jovi)
og Headspin (Frumsamið)
Toby: Mr. Brightside (The Killers)
og Throw it Away
(Frumsamið)
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Hugmyndin að Blue Lagoon
Soundtrack mixdisknum er komin
frá DJ Margeiri sjálfum. Sam-
kvæmt texta á bakhlið plötuum-
slagsins er lagavalið á honum til-
raun til þess að „fanga hina
náttúrulegu dulúð Bláa lónsins
sem hægt er að lýsa sem einstöku
samspili orku, vísinda og nátt-
úru...“ Fjölmargir mixdiskar eru
gefnir út í heiminum á ári hverju.
Tilgangurinn með flestum þeirra
er að kynna ný lög og setja þau
saman í heild sem virkar. Hér er
markmiðið annað og persónu-
legra.
Margeir fer víða í lagavalinu.
Elsta lagið er frá 1974 og þau
yngstu eru glæný. Raftónlist, popp,
dub, djassi og reggí eru áberandi í
blöndunni, en á meðal flytjenda
má nefna Ryuichi Sakamoto,
Bugge Wesseltoft, Filur ásamt
Stinu Nordenstam, Zero 7 ásamt
José Gonzales, Tangerine Dream,
Rhythm & Sound, Coldcut, Ninu
Simone og eina íslenska lagahöf-
undinn, Daníel Ágúst. Annar
Íslendingur kemur reyndar við
sögu líka, Magnús Jónsson, öðru
nafni Blake, sem syngur eigin
texta við lag Danans Kasper Björ-
ke. Þessi fjölbreytni eykur gildi
plötunnar.
Uppbyggingin er flott. Ósungin
lög og sungin skiptast á og Marg-
eir, sem hefur verið einn okkar
fremsti plötusnúður síðustu tvo
áratugi, kann á þetta. Það fer sælu-
hrollur um mann þegar fyrstu tón-
arnir í Calling You með Jevettu
Steele (lagið úr Bagdad Café)
heyrast og það sama gerist þegar
maður heyrir lagið hans Daníels
Ágústs, The Moss, sem nýtur sín
sérstaklega vel hér.
Á heildina litið er þetta ágætis
diskur. Hann virkar vel í dag, en
tíminn mun skera úr um það hvern-
ig hann eldist. Tilvísunin í Bláa
lónið verður væntanlega til þess
að ferðamenn kaupi hann í stórum
stíl, en hann hentar innfæddum
ekkert síður! Trausti Júlíusson
Ekki bara fyrir túrista
DJ MARGEIR
BLUE LAGOON SOUNDTRACK
Niðurstaða: DJ Margeir hefur með Blue
Lagoon Soundtrack sett saman persónuleg-
an og metnaðarfullan mixdisk sem blandar
saman gömlu og nýju, raftónlist, poppi, dubbi,
djassi og reggí.
MAGNI Syngur bítlalagið Back in the U.S.S.R. og
svo frumsamda lagið When the Time Comes.
Tom Cruise hefur beðið leikkon-
una Brooke Shields formlega
afsökunar á því að hafa gagnrýnt
hana fyrir að nota þunglyndislyf.
Shields lýsti þessu yfir í spjall-
þætti Jay Leno. „Hann kom til
mín og bað mig að fyrirgefa sér,“
sagði Shields við Leno. „Mér
fannst þessi afsökunarbeiðni
koma beint frá hjartanu og ég
fyrirgaf honum þetta,“ bætti
leikkonan við.
Cruise lét hafa eftir sér að
honum þætti það næstum ógeð-
fellt að Shields hefði notað þung-
lyndislyf vegna fæðingarþung-
lyndis sem hún þjáðist af skömmu
eftir fæðingu dóttur sinnar. Sam-
kvæmt Vísindakirkjunni, sem
Cruise aðhyllist, er það talið
óheilbrigt að nota lyf og raunar
er það stranglega bannað sam-
kvæmt kenningum hennar.
Cruise biðst afsökunar
TOM CRUISE
Bað Brooke Shields afsökunar á
ummælum sínum.