Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 18
5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
26
.0
01
27
.7
30
23
.7
15
1999
2002
2005
Ofbeldisalda og kynþáttahatur hefur riðið yfir
rússnesku borgina Kondopoga um 150 kílómetra
frá finnsku landamærunum. Borgin tilheyrir
rússneska hluta Karjalahéraðanna sem eitt sinn
tilheyrðu Finnlandi. Aðeins búa um 40 þúsund
manns í þessari borg sem heitir Kontupohja á
finnsku en mótmælendurnir skipta hundruðum.
Hvað gerðist eiginlega?
Yfir eitthundrað einstaklingar voru teknir
höndum um helgina þegar nýnasistar og
reiðir íbúar kveiktu í verslunum og bygg-
ingum í eigu manna frá Kákasíu, að sögn
finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet.
Óeirðirnar hófust á þriðjudaginn í síðustu
viku þegar tveir Rússar létu lífið í slagsmálum
á krá. Í framhaldi af því söfnuðust saman
nokkur þúsund reiðir íbúar í miðborginni
á laugardaginn og kröfðust þess að öllum
athafnamönnum frá Kákasíu yrði vísað út úr
héraðinu. Borgarstjórnin hefur tekið í sama
streng.
Mótmælin fóru fljótlega úr böndunum og
nokkur hundruð drukknir mótmælendur fóru
um borgina og eyðilögðu og rændu eigum
Kákasíumanna. Kveikt var í mörgum bílum.
Veitingastaðurinn þar sem Rússarnir létu lífið
var skemmdur. Talið er að þeir sem myrtu
Rússana hafi verið frá Tsétséníu en eigendur
veitingastaðarins eru tsétsénskir.
Er kynþáttahatur algengt í Rússlandi?
Kynþáttahatur hefur margsinnis blossað upp frá
því að Sovétríkin liðuðust í sundur og stjórnvöld
hafa lítið unnið gegn því, að sögn leiðtoga mús-
lima. Sjónvarpsmyndir teknar af áhugamönnum
sýna hvernig lögreglan lætur afskiptalaust þegar
kveikt er í veitingastöðum. Nýnasismi hefur átt
miklu fylgi að fagna á sumum svæðum í Rúss-
landi og ekkert er reynt að sporna við honum.
Nýnasismi á fylgi að fagna í Rússlandi.
FBL-GREINING: ÓEIRÐIR OG KYNÞÁTTAHATUR Í KARJALAHÉRUÐUNUM Í RÚSSLANDI:
Íbúarnir gengu um rænandi og ruplandi
Svona erum við
> Gistinætur Íslendinga í skálum í óbyggðum
Heimild: Hagstofa Íslands
Meðalaldur
félagsmanna
VR í matvöru-
verslunum og
stórmörkuðum
hefur hríðfallið
undanfarin ár.
Dæmi er um
að börn vinni
við afgreiðslu-
störf á nóttinni
en reglugerð
um vinnu
barna og unglinga kveður á um að
vinna eftir klukkan átta á kvöldin sé
óheimil nema í undantekningartilvik-
um. Þrettán og fjórtán ára börn mega
vinna 35 klukkustundir á sumrin og
tólf klukkustundir á viku með skóla.
Hvað veldur því að meðalaldur í
þessum störfum hefur lækkað svo
mikið?
Það er bæði vinnutíminn og sam-
keppni á þessum markaði. Eldra fólk
og fjölskyldufólk vill síður vinna á
þessum tíma, á kvöldin og um helgar.
Sækja fyrirtækin í þetta vinnuafl
til að lækka launakostnað?
Ég veit það ekki en maður veltir því
óneitanlega fyrir sér.
Hvað er hægt að gera til að snúa
þessari þróun við og er það æski-
legt?
Ég held að fólk ætti ekki að vera
mikið yngra en fimmtán, sextán ára
í þessum störfum til dæmis vegna
öryggisþátta og fleira. Það er æskilegt
að breyta þessu og við höfum höfðað
til foreldra í því samhengi og hvetjum
til þess að fólk hugleiði þetta.
SPURT & SVARAÐ
VINNA BARNA OG UNGLINGA
Höfðum til
foreldra
GUNNAR PÁLL PÁLSSON
FORMAÐUR VR
FRÉTTASKÝRING
SIGRÍÐUR D. GUÐMUNDSD.
sdg@frettabladid.is
Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Læknafélags
Íslands, segir einokun og
skort á samkeppni helstu
meinbaugina sem fylgt hafa
sameiningu spítalanna. „Við
höfðum varað við að vanda-
mál einokunar, sem eru oft
skert þjónusta og lakara
vinnuumhverfi, myndu
fylgja þegar hvorki þarf
að keppa um starfsfólk né
sjúklinga lengur.“
Í ályktun nýafstaðins aðalfundar
Læknafélags Íslands er stjórn
félagsins hvött til að standa vörð
um atvinnufrelsi lækna með því
að stuðla að því að læknar geti
beitt þekkingu sinni og veitt þjón-
ustu á fleiri en einum vinnustað
og verði ekki háðir einum vinnu-
veitanda. Ríkisendurskoðun gerði
stjórnsýsluúttekt á Landspítalan-
um í lok seinasta árs og í kafla um
stjórnunarvanda kemur fram að
læknar sem ekki geti sætt sig við
stjórnarhætti og fyrirkomulag
starfseminnar ættu að leita annað.
En þar sem Landspítalinn sé í
raun eini vinnustaðurinn fyrir
flesta lækna sé þó erfitt um vik að
því leyti.
Sigurbjörn segist vita dæmi
þess að menn eigi enga aðra kosti
en að vinna á Landspítalanum og
halda sig á mottunni til að vera
ekki sparkað. „Sem myndi þýða að
viðkomandi þyrfti að taka sig upp
með fjölskyldu og flytja til
útlanda. Fyrir utan það að sjúk-
lingar eiga ekkert val heldur.“
Sigurbjörn segir að til þess að
taka á þeirri einokunarstöðu sem
skapast bæði gagnvart starfs-
mönnum og sjúklingum sé vert að
velta fyrir sér áframhaldandi
rekstri á Borgarspítalanum sem
yrði þá ekki háskólasjúkrahús og
hugsanlega í höndum einkaaðila.
„Það geta komið aðrir fjárfestar
að því heldur en bara heilbrigðis-
stéttir. Þetta fylgir lögmálum ann-
ars atvinnurekstrar og það er
alveg eðlilegt að menn velti þessu
fyrir sér, bæði núverandi eigend-
ur spítalans og þeir sem að kynnu
að hafa áhuga á að standa að slík-
um rekstri. Það kann að vera
heppilegra og þjálla að fá þjón-
ustu á sjúkrahúsi sem hefur ekki
allar skyldur háskólasjúkrahúss
og það er ýmislegt að sem slíkt
sjúkrahús gæti unnið hratt og
vel.“
Í greinargerð sem fylgdi til-
lögu að ályktuninni á aðalfundin-
um er bent á að fámenni landsins
sé engin afsökun fyrir að hafa
ekki fleiri en eitt sjúkrahús í
Reykjavík og bent á að samkeppni
þrífist milli háskóla á svæðinu um
nemendur og starfsmenn sem
dæmi. Enn fremur er það sagt
almannavarnarmál að hafa fleiri
en eitt sjúkrahús í Reykjavík svo
að Reykvíkingar verði ekki sjúkra-
húslausir komi eitthvað fyrir á
þeim eina og þrönga stað þar sem
nú er ætlunin að byggja sjúkra-
hús.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
stjórnsýslufræðingur við rann-
sóknarstofnina LSE Health and
social care, segir að byggja eigi
upp á báðum stöðum þar sem höf-
uðáhersla er lögð á öryggi og
aðgengi fyrir notendur annars
vegar og samkeppni og fjölbreyti-
leika fyrir starfsfólk hins vegar.
„En við megum ekki gleyma því
að hverju sem menntun og vísind-
um líður, og allt gott um þann þátt
að segja, þá er það starfsfólkið
sem er lykillinn að gæðum og
framþróun þjónustunnar eins og
hún er veitt frá degi til dags. Þar
er Landspítalinn í samkeppni við
einkamarkaðinn hér á landi og
einnig í alþjóðlegri samkeppni,
því íslenskir læknar eiga ennþá
góða atvinnumöguleika erlendis.
Nettó niðurstaða samkeppninnar
eins og hún er núna er alls ekki að
skila íslenskri heilbrigðisþjónustu
því sem góð samkeppni getur
gert.”
Sigurbjörg segir nauðsynlegt
að skapa skilyrði fyrir fjölbreyt-
leika og tryggja að heilbrigðis-
starfsmenn eigi þess kost að velja
milli vinnustaða. „Þess vegna
þurfum við samkeppni milli
sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæð-
inu um starfsfólk. Slík samkeppni
er forsenda fyrir umræðu og upp-
byggilegri gagnrýni um heilbrigð-
is- og sjúkrahúsmál, gagnrýni sem
getur gefið tóninn fyrir öfluga
umbóta- og þróunarstarfsemi
innan sjúkrahúsanna. Sérhæfðir
heilbrigðisstarfmenn, sem eru
með púlsinn á straumum og stefn-
um innan alþjóðasamfélagsins í
sínu fagi, verða að hafa val í
Reykjavík.“
Starfsfólk og sjúklinga skortir val
LÆKNIR Á GANGI BORGARSPÍTALANS Ákveðið var að sameina tvö stærstu sérgreinasjúkrahús landsins, Ríkisspítala og Sjúkrahús
Reykjavíkur, í eitt hátækni- og kennslusjúkrahús í febrúar árið 2000 og varð þá til Landspítali - háskólasjúkrahús.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Áttar sig ekki á hugmyndafræði Læknafélags Íslands:
Eitt sjúkrahús er best
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
„Það er ljóst að í landi með 300
þúsund íbúa er eðlilegt að það sé
eitt sérgreinasjúkrahús sem sér
um þjónustuna sem þarf
að sinna. Almennt er
talið að það þurfi upp
undir 750 þúsund manns
sem æskilegan fjölda
íbúa á bak við sérgreina-
sjúkrahús,“ segir Siv
Friðleifsdóttir heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra og bætir
við að fagleg sjónarmið
séu höfð að leiðarljósi
við gæði þjónustunnar.
„Og maður spyr sig hver á að
greiða fyrir annað sjúkrahús, á
þetta að vera einkarekstur alfar-
ið eða á ríkið að eiga aðkomu að
þessu? Ég hef ekki heyrt hvern-
ig menn hafa séð það fyrir sér
og hvort ríkið eigi að greiða
fyrir þessa svokölluðu sam-
keppni eða hvort sjúklingurinn
eigi að greiða fyrir þjónustuna.
Ég átta mig ekki á þess-
ari hugmyndafræði í
ályktun Læknafélags
Íslands.“
Siv segir að fram hafi
komið að sameining spít-
alanna hafi verið rétt
skref faglega og einnig
gagnvart betri nýtingu
fjármuna eins og fram
hafi komið í úttekt Rík-
isendurskoðunar. „Meg-
inskylda þeirra sem
halda utan um heilbrigðisþjón-
ustuna hlýtur að vera að þjón-
ustan við sjúklingana sé eins
hagkvæm og hægt er. Og góð
þjónusta næst best með því að
hafa öflugt sérgreinasjúkra-
hús.“ - sdg
Sérhæfðir heilbrigðis-
starfmenn, sem eru með
púlsinn á straumum og stefnum
innan alþjóðasamfélagsins í sínu
fagi, verða að hafa val í Reykjavík
SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR
STJÓRNSÝSLUFRÆÐINGUR