Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 54
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR42 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Krossköngulær 2 1. júní 2007 3 Frá Afríku FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 líkamshluti 6 hljóm 8 hryggur 9 sníkjudýr 11 dreifa 12 æxlunarfæri blóms 14 stó 16 rás 17 skýra frá 18 fát 20 til 21 auma. LÓÐRÉTT 1 hirsla 3 í röð 4 ítalskur ofnréttur 5 skjön 7 ríkur 10 haf 13 greind 15 komst 16 þjálfa 19 tveir eins. LAUSN „Hærri laun? Þú verður bara að giska á það sjálfur. Ég ætla ekki að tjá mig um mín prívatmál. En ég held að allir viti að Ríkissjónvarp- ið er nú ekki það fyrirtæki sem borgar best launin. En það er margt annað sem skiptir máli,“ segir Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður. Kristján er nú að söðla um. Hann er að hætta á Kastljósi Ríkissjónvarpsins og tekur við starfi hjá FL Group. Á laugardag greindi Fréttablað- ið frá því að að Helgi Selj- an væri að hefja störf í Kastljósi en frá því var gengið á fimmtudaginn að Kristján væri að hætta í þættinum. Því má ljóst vera að þeir Páll Magnús- son sjónvarpsstjóri og Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, hafa ekki haft neinar vöflur á og verið fljótir að festa öngla sína í Helga sem arftaka Kristjáns. „Já, þeir voru snöggir að því þegar ákvörðun mín lá fyrir. Enda vanir menn,“ segir Kristján. Nákvæm starfslýsing Kristjáns hjá FL Group ligg- ur ekki fyrir. Kristján segir það allt koma betur í ljós þegar hann hefur störf hjá fyrir- tækinu. „Ljóst er að ég er ekki talsmað- ur eða upplýsingafulltrúi í þeim skilningi enda FL Group ekki á neytendamarkaði. En starf mitt lýtur meðal annars að upplýsing- um, ímynd, markaðsmálum og samskiptum við Kauphöll.“ Kristán er síður en svo græn- jaxl í málefnum er snúa að við- skiptalífinu því hann starfaði í mörg ár á Viðskiptablaðinu. Og nú kveður hann Kastljósið eftir sex ár. Með söknuði og tár á hvarmi. „Það segir sig sjálft. Frá- bær hópur og afspyrnugott fólk á öllum póstum. Bæði þeir sem vinna baksviðs og þeir sem á skjánum eru. Reyndar má segja svo um allt mitt samstarfsfólk á Ríkissjónvarpinu og undanskil ég þar engan.“- jbg Kristján kveður Kastljós og heilsar Kauphöll KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Kveður samstarfsfólk sitt með tár á hvarmi. PÁLL MAGNÚSSON Var fljótur að næla önglum sínum í Helga þegar ákvörðun Kristjáns lá fyrir. LÁRÉTT: 2 háls, 6 óm, 8 bak, 9 lús, 11 sá, 12 fræva, 14 arinn, 16 æð, 17 tjá, 18 fum, 20 að, 21 arma. LÓÐRÉTT: 1 hólf, 3 áb, 4 lasanja, 5 ská, 7 múraður, 10 sær, 13 vit, 15 náði, 16 æfa, 19 mm. Norsk-íslenska myndin The Both- ersome Man hefur heldur betur slegið í gegn en hún var að mestu leyti tekin upp hér á Íslandi. Þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisi ehf. eru meðframleiðend- ur myndarinnar en hún segir frá fertugum Norðmanni sem kemur til undarlegrar borgar og upp- götvar að hann er staddur í lífinu eftir dauðann. Myndin hefur þegar unnið til nokkurra verð- launa, þar á meðal gagn- rýnendaverðlaunin ACID í Cannes og leikstjóraverð- launin á Karlov Vary-hátíð- inni í Tékklandi. Þá mun The Both- ersome Man einnig vera þátttakandi á hinni virtu Toronto- kvikmyndahátíð þar sem hún verð- ur sýnd í World Cinema og Discov- ery-flokknum. Ingvar Þórðarson var að vonum mjög ánægður með þær viðtökur sem myndin hefur fengið en reiknað er með að hún verði frumsýnd hér á landi í kringum jólin. „Hún er að rúlla þessu upp,“ sagði Ingvar. „Hún styrkir okkur mjög mikið erlendis og hefur opnað nokkrar dyr að frekari verkefn- um í útlöndum,“ bætti Ingvar við en vildi ekki gefa upp hvað væri í sjónmáli, það myndi skýrist á allra næstu dögum. Kisi fram- leiðir einnig Astrópíu sem Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir en tökum á henni er nýlega lokið. Unnið er að því að klippa myndina og er Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son á fullu við að semja tónlist við hana en hann fær rjómann úr íslensku tónlistarlífi til að flytja lög eftir sig í myndinni. „Hún lítur mjög vel út og er algjörlega ein- stök á íslenskan mælikvarða.“ - fgg Norskt-íslenskt samstarf gefur sig vel INGVAR ÞÓRÐARSON Myndin hefur opnað þó nokkrar dyr fyrir kvikmyndafélagið Kisa á erlendri grundu. THE BOTHERSOME MAN Fjallar um fertugan mann sem kemur til undarlegrar borgar og uppgötvar að hann er staddur í lífinu eftir dauðann. Heimir Sverrisson og Daníel sonur hans dvöldust í Kína í tvo mánuði í sumar. Þeir tóku ævintýri sín upp og verða þættir um ferð þeirra sýndir á Skjá einum í haust. Heimir segir ferðina hafa komið til af því að hann vildi gera eitt- hvað óvenjulegt með Daníel í sumar. „Þetta kom svona í staðinn fyrir að sópa göturnar með ungl- ingavinnunni. Mig langaði að víkka sjóndeildarhringinn aðeins hjá stráknum, gera hann að manni,“ segir Heimir og hlær. „Aðalástæð- an var að ég vildi eiga þennan tíma með honum í allt annarri menn- ingu þar sem við þyrftum að takast svolítið á við hlutina sjálfir,“ útskýrir hann. Heimir segir sig alltaf hafa langað til að fara til Kína. „Ég hef alltaf haft áhuga á kínverskri menningu, landi og náttúru og vildi sjá þetta með eigin augum,“ segir Heimir. Hann segir allt hafa stað- ist væntingar, en margt hafa komið sér á óvart. „Það er erfitt að lýsa því hvað kom mest á óvart. Menn- ingin er mjög skrítin og umferðar- menningin alveg út í hött. Svo er matarmenningin náttúrulega mjög sérstök og skemmtileg,“ segir Heimir. Heimir segir tvo staði á ferða- lagi þeirra standa upp úr í minn- ingunni. „Við fórum kannski ekki á hefðbundnustu staðina,“ útskýrir hann. „Við fórum til dæmis í Shaol- in klaustur þar sem Kung fu var fundið upp fyrir 1.500 árum. Daní- el var að læra Kung fu með munk- unum frá fimm á morgnana og fram á kvöld í tvær vikur,“ segir Heimir. „Við fengum nú nokkur sjokk þar líka, því munkarnir berja nemendur sína sundur og saman ef þeir hlýða ekki. Við urðum vitni að því að þeir börðu litla stráka með spjótum,“ heldur Heimir áfram. „Hinn staðurinn var svo SOS barna- þorp þar sem við dvöldumst í viku og kynntumst alveg frábæru fólki.“ Daníel segir sveitina standa upp úr fyrir sitt leyti. „Það var svo fal- legt í Yangzhou-sveitinni. Áður en við fórum þangað vorum við bara í stórborgum. Sveitin er önnur hlið á landinu og aðeins meira eins og ég hafði ímyndað mér Kína.“ Hann segist samt hafa orðið fyrir dálitlu áfalli þegar út úr borginni var haldið. „Ég sá fullt af heimilislausu fólki og rónum sem sátu allsberir úti á götu og borðuðu úr ruslinu. Þeir áttu ekki neitt,“ segir Daníel. Hann segist þó endilega vilja snúa aftur til Kína. „Þetta er örugglega besta sumar sem ég hef upplifað hingað til,“ segir Daníel. FEÐGARNIR HEIMIR SVERRISSON OG DANÍEL: HÉLDU TIL KÍNA Í ÆVINTÝRAFERÐ Vildi gera strákinn að manni Í SHAOLIN KLAUSTRI Daníel dvaldist í klaustri og lærði Kung fu af munkum í tvær vikur, en í þessu klaustri leit Kung fu íþróttin dagsins ljós. KÍNVERSK STÓRBORG Heimir segist hafa viljað víkka sjóndeildarhringinn hjá syni sínum með ferðinni. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „VIÐ VILJUM HVORKI HUNDA NÉ GYÐINGA HINGAÐ.“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is MEIN KAMPF EFTIR GEORGE TABORI ...Styr Júlíusson fyrir að láta tungumálakunnáttu ekki hamla sér og skara fram úr í leiklistar- skóla í New York. Illugi Jökulsson vinnur nú að ævisögu stórleikarans skýrmælta Gunnars Eyjólfssonar. Stefna þeir hjá JPV forlaginu ótrauðir á að koma bókinni út fyrir næstu jól og hafa með það fyrir augum komið Illuga fyrir í sérstökum vinnubúðum sem stað- settar eru neðanjarðar við Bræðraborgarstíg í Vesturbænum þar sem útgáfan er til húsa. Viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við seðlabankastjórann Davíð Odds- son hefur vakið mikla athylgi enda lýsti fyrrum forsætisráðherrann þar yfir að stjórnmálamenn þyrftu að halda smá fjarlægð við kjósendur. Það er því greinilegt að Davíð er hættur í pólitík því hann prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Veggfóð- urs sem Marta María Jónasdóttir ritstýrir en þar hleypir hann blaðinu inn á skrifstofuna sína í Seðlabank- anum og lætur þess getið að hann sé ekki mikill tölvukarl heldur notist frekar við símann. „Kjarval sagði að síminn ætti að vera þannig að það væri bara hægt að hringja úr honum,” er meðal þess sem Davíð segir í viðtalinu en blað- ið kemur út á miðvikudag. Addi Fannar í Skítamóral og fitnessdrottningin Yesmin Olsson eignuðust dóttur sl. laugardags- morgun. Sú stutta hefur eitthvað verið að flýta sér í heiminn því hún fæddist þremur vikum fyrir áætlaðan tíma. Addi Fannar mætti því nýbakaður faðir á Ljósanætur- hátíðina í Keflavík þar sem hann steig á stokk með Skítamór- al um miðjan daginn og aftur um kvöldið á skemmtistaðnum Trix. Í millitíðinni brunaði hann í bæinn til að heilsa upp á mæðgurnar. jbg / fgg / sh 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.