Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 24
[ ] Kajakmaðurinn Mummi segir jaðaríþróttir snúast um út- reiknaða áhættu og að hræðsla hefti fólk í öllu sem það gerir. Guðmundur Vigfússon er mjög duglegur að hreyfa sig og rækta líkamann. Líkurnar á því að þú hittir hann á líkamsræktarstöð eru samt engar, enda stundar hann allar sínar íþróttir utandyra. „Ég stunda straumkajakinn mest og er líka mikið á wakebo- ard. Það eru bretti sem maður er dreginn á yfir öldur, til dæmis í kjölfari báta. Ég er með 4 metra háan ísklifurvegg í garðinum hjá mér á veturna en get stundað venjulegt klifur í honum á sumrin. Svo er ég á snjóbretti og kytebo- ard eða flugdrekabretti. Þá er maður á vatni eða sjó og lætur flugdreka draga sig,“ segir Guð- mundur, eða Mummi eins og hann er oftast kallaður. „Ég er svona ofur-fíkill. Það eru nokkur prósent okkar sem þurfa svolítið meira og þetta snýst um að vera með lausn fyrir hvern dag fyrir sig. Ef ég kem seint heim úr vinnu og orðið of dimmt til að fara á kajak, þá get ég farið út í garð að klifra. Þegar ég var krakki var ég eins og flestir að leita að einhverri íþrótt sem ætti við mig. Ég prófaði boltaíþróttir, frjálsar, karate og meira að segja fimleika og fékk bara aldrei neitt út úr því. Svo fyrir fimmtán árum rakst ég á snjóbretti í verslun sem ég fór í og keypti það. Það var svona byrjun- in á jaðarsportinu fyrir mér, fyrir utan að ég er alinn upp við það í Eyjum að príla í fjöllum og spranga,“ segir Mummi um þessa óhefðbundnu nálgun sína á íþrótt- ir og hreyfingu. Hann segist mest stunda straumkajakinn í dag og þegar blaðið fór í prentun var hann hæstur í Íslandsmeistara- keppni í þeirri íþrótt en síðasta mótið fer einmitt fram í dag. Mummi segist ekki vera spennufíkill og að jaðaríþróttir þurfi ekki að vera hættulegar. „Ég vil meina að þetta sé útreiknuð áhætta. Áhættan sem þú tekur er bara það sem þú treystir þér til að gera og einblínir á að gera. Þannig kemstu í gegnum það. Maður verð- ur að gleyma því að eitthvað geti farið úrskeðis og einbeita sér að réttu leiðinni. Ef maður er að fara á straumkajak niður stóra á sem væri alveg hægt að deyja í má maður ekki hugsa um þá stað- reynd. Ef maður fer að horfa eftir því hvar hættulegu staðirnir eru aukast líkurnar á að maður lendi á þeim. Maður má ekki hugsa um það.“ Mummi segir að hræðslan leiki fólk líka oft grátt. „Þar sem hug- urinn fer, þar fer líkaminn. Ef það er hræðslugen í þér verður það að víkja, annars mun það hefta þig í öllu sem þú gerir. Fólk á snjóbretti stendur stundum ekki í lappirnar bara af því að það er hrætt við að detta. Fimm ára dóttir mín stóð upp- rétt alla brekkuna í fyrsta sinn sem hún fór á bretti, bara af því að hún var ekki hrædd. Svo er auðvit- að til fólk eins og ég, sem vill ganga aðeins lengra, prófa eitt- hvað tvísýnt.“ Mummi hefur mikið starfað með unglingum í gegnum árin og oftar en ekki tekur hann unglinga úr Hveragerði, þar sem hann býr, með sér og leyfir þeim að prófa. „Ég á mikið af búnaði og vill endi- lega gefa þeim tækifæri til að vera unglingar og nota orkuna í sport, kenna þeim að njóta íþróttanna. Ég vil hvetja þau til að gera eitthvað annað en spila tölvuleiki og leiðbeini þeim af stað. Ég hef get þetta síðan ég var í skátastarfi og maður fær eitthvað út úr því að gefa af sér.“ Mumma er stundum líkt við Íþróttaálfinn sem líka kennir börnum og unglingum að njóta íþrótta. „Ég mundi segja að ég væri jaðarútgáfan af honum,“ segir hann hlæjandi að lokum. einareli@frettabladid.is Mummi sýnir listir sínar á flugdrekabretti. Stöngin sem hann heldur á eru stjórntækin fyrir flugdrekann. Ísklifur í blautum fossi er ekki fyrir inni- skræfur. Mummi í Hengladalsá. Wakeboard mætti þýða sem öldubretti. Íþróttin gengur út á að stökkva á öldum og fram- kvæma brögð í loftinu. Mummi að sigla straumkajak afturábak niður fossinn Faxa, fyrst óvart og svo viljandi strax á eftir. Mummi er forfallinn jaðaríþróttamaður sem hefur verið að kenna unglingum að stunda jaðaríþróttir og einnig hefur hann starfað með þeim í skátahreyfingunni. Á heimasíðunni www.activeiceland.com má fá upplýsingar um ýmsar íþróttagreinar. LJÓSMYNDIR ÚR EINKASAFNI Jaðarútgáfa Íþróttaálfsins D-vítamín Framleiðsla líkamans fer minnkandi þegar daginn fer að stytta og minna um sólarljós. Því er mikilvægt að muna eftir lýsinu sem færir líkamanum góðan skammt af D-vítamíni. Húð, hár og heilsuvörur Förðunar lína Kíktu á www.volare.is Verðum í Egilshöll 7-11 sept. 09. sept. kl. 11:00 - 13:30 Hvað er lifandi fæði? - Guðmundur Ragnar Guðmundsson 12. sept. kl. 17:30 - 19:00 Helgi Valdimarsson “Þarmafl óran og heilbrigði” 13. sept. kl. 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið 19. sept. kl. 17:30 - 19:00 Sigurlín Guðjónsdóttir “Ayurveda” Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is ������������ ������������������������������ ����������������������������������� ����������������������� ������������������� ������������������� ���� Ljósheimaskólinn Vegur til andlegs þroska og þekkingar Skólinn er fyrir alla þá sem vilja kynnast fleiru en hinu efnislega og öðlast víðari sýn á heiminn. Námið er byggt upp á fyrirlestrum, fræðslu, hugleiðslu og öðrum æfingum. Það spannar 3 ár, alls 30 vikur árlega frá september til maí. Námið hefst í annari viku september. Nánari kynning á á www.ljosheimar.is eða í síma 862-4545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.