Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 5 Sojabaunir eru uppfullar af prótíni og sumir álíta að þær innihaldi efni sem hafi fyrirbyggjandi áhrif á krabba- mein, þar á meðal brjóstakrabba- mein, og beinþynningu. Að auki er talið að þær geti dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Sojabaunir voru fyrst ræktaðar í Asíu fyrir þúsundum ára og eru mikið notaðar í japanskri matargerð en dæmigerður Japani borðar sojabaunir í einhverri mynd (tofu, olíu og sojasósu) í morgun-, hádegis- og kvöldmat. Sojabaunir eru tilvaldar í hummus og alls kyns hrærsteikta rétti svo dæmi séu tekin. Sojabaunir, bragð- góð hollusta Tölurnar sýna hver þróunin er í mataræði Íslendinga og eru reikn- aðar í kg/íbúa/ár samkvæmt jöfn- unni: fæðuframboð = framleiðsla + innflutningur - útflutningur - önnur not (t.d. dýrafóður). Niðurstöðurnar sýna að inntaka ávaxta hefur aukist til muna á síð- ustu tveimur árum eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Neysla grænmetis hefur einnig aukist að einhverju marki. Inntaka ávaxta og græn- metis er þó minni hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar eiga met í neyslu nýmjólkur og innbyrðing á osti hefur aukist bæði árin. Þá er syk- urneysla enn talsverð hérlendis samanborið við önnur lönd eða tæpt kg á íbúa á viku, en þar spila gosdrykkir stórt hlutverk og var framboðið 156 lítrar/íbúa árið 2004. Sælgætisneysla hefur aukist reglulega og var 18,5 kg á hvern íbúa 2004. Athygli vekur að fiskneysla hefur minnkað á milli ára, þótt tekið sé fram að það byggi ekki á nógu nákvæmum upplýsingum. Áhyggjur eru vegna þessarar þró- unar og mælt með því að lands- menn neyti fisks minnst tvisvar sinnum í viku. Á móti er varað við neyslu of harðrar fitu og fremur bent á að borða olíu eða mjúka fitu. Þetta kemur fram á heimasíðunni www.lydheilsustod.is. - rve Meiri fisk Lýðheilsustöð birti nýverið töl- ur um fæðuframboð á Íslandi árin 2004-2005. Íslendingar mega vera duglegri að borða fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrsti útikörfuboltavöllur landsins var tekinn í notkun í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Nýr körfuboltaútivöllur var tekinn í notkun um síðustu helgi við Holta- skóla í Reykjanesbæ, og er talið að það muni verða mikil lyftistöng fyrir útikörfubolta. Völlurinn er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi og voru það körfuboltaáhugamennirn- ir Sigurður Ingimundarson og Tómas Tómasson sem áttu frum- kvæði að því að panta völlinn frá Bandaríkjunum, en fyrirtækið Sport Court hefur selt slíka velli til yfir 80 landa. Háþróað efni er notað við gerð hans.Það þolir breytilega veðráttu og er betra en malbik. Sérstakt frá- rennsli er frá vellinum þannig að bleyta á ekki að safnast þar fyrir. Körfurnar eru einnig vandaðri en á öðrum útivöllum. Að sögn Sigurðar Ingimundar- sonar var Reykjanesbær fljótur að bregðast við umleitan þeirra að flytja inn völlinn enda bæjarfélagið fljótt að tileinka sér nýjungar í íþróttum. Hann nefnir þar sem dæmi að Reykjanesbær hafi verið fyrstur til að taka í notkun NBA gólf í íþróttahúsum sínum, og þegar hafa verið lagðir upphitaðir og upp- lýstir gervigrasvellir við alla grunn- skólana. Sigurður segist vona að fleiri vellir af þessari tegund verði settir upp við grunnskólana í bænum enda bjóði þeir upp á miklu betri aðstæð- ur og skemmtilegri körfubolta. Fljótlega er fyrirhugað að halda körfuboltamót á vellinum og gert ráð fyrir að hann verði vel nýttur. Betri aðstaða fyrir útikörfubolta Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, var fyrstur til að taka skot á körfuna á nýja vellinum. Volare býður viðskiptavinum sínum upp á einstakar húð, hár og heilsuvörur fyrir alla fjölskylduna, þar sem fl estar af okkar vörum innihalda Aloe Vera. UniQue förðunarlína Volare er ein af hreinustu línum á markaðnum í dag. Verðum í Egilshöll 7-11 september Þekkir þú undur Dauðahafsins? Þekkir þú Volare? Þekkir þú uniQue? Volare býður viðskiptavinum sínum upp á einstakar vörur unnar úr fjársjóðum Dauðahafsins. Kíktu á www.volare.is �������������������� ��� �������� ������������������������ ���������������������� ����������������������� ������������������ ����� ������������ ����������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.