Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 40
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! Kl. 12.00Inga Þöll Þórgnýsdóttir hdl. heldur fyrirlestur á vegum Lögfræðitorgs Háskólans á Akureyri um máls- meðferðarreglur stjórnsýslunnar. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 25 í Þingvallastræti 23. > Ekki missa af... sýningunni Guðs útvalda þjóð í galleríi Kling & bang við Lauga- veg. Líðlega þrjátíu listamenn, bæði myndlistar- og tónlistarfólk taka þátt í þessu eldfima sam- starfsverkefni en sýningarstjóri er Snorri Ásmundsson. fyrstu tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í vetur. Ef veður leyfir munu hljóðfæra- leikararnir mæta á Austurvöll næstkomandi fimmtudag og leiða gesti inn í vetrardagskrána með ljúfum útitónleikum. Jazzhátíð í Reykjavík sem hefst í lok mánaðarins. Góðir gestir og liðtækir heimamenn leiða saman hesta sína en í ár mæta meðal annars Kurt Elling og Bill Holman. Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson heldur sérstaka tónleika ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur í Dalvíkurkirkju í kvöld en þar verður lögð áhersla á drauga- og hestalög. Á efnis- skránni eru til að mynda klassísk hestalög eins og „Sprettur“ og „Á Sprengisandi“ í krassandi flutningi en að sögn Jóns Svavars verður skrautfjöðurin líklega „Draugadans“ Jóns Leifs. „Það er all sérstakt lag sem ekki allir þekkja en draugalegt er það,“ úskýrir hann. Auk þess flytja Jón Svavar og Helga Bryndís nokkrar aríur og átthagalög. Jón Svavar stundar nám í óperudeild Tónlistarháskólans í Vín í Austurríki en á sumrin járnar hann hesta og kveðst hafa af því gaman. „Það er góð tilbreyting,“ útskýrir hann. „og það er líka yndislegt að syngja í hesthúsum, þar er góður hljómur og hestarnir eru prýðisáheyrendur – hvort sem þeim líkar það betur eða verr.“ Hestamennskan er sameiginlegt áhugamál Jóns og Helgu en hún starfar sem organisti og kórstjóri í Möðruvallasókn og í Svarfaðardal. Helga Bryndís lauk kennara- og einleiksprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 og stundaði síðar framhaldsnám í Vínarborg og Helsinki. Helga hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið til dæmis með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Caput-hópnum. Næstkomandi fimmutdagskvöld halda Jón Svavar og Helga tónleika steinsnar frá höfuðborginni en þá koma þau fram á Draugasetrinu á Stokkseyri. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er frítt inn á þá báða fyrir drauga og ófermda. Draugalög og hestasöngvar HESTAMENNSKA OG SÖNGUR HEFUR LÖNGUM FARIÐ SAMAN Jón Svavar og félagi hans Sæli- mon frá Stokkseyrarseli. Vaka-Helgafell endurútgefur bókina Undan illgres- inu eftir Guðrúnu Helgadóttur en þar segir frá Mörtu Maríu sem flytur í dularfullt hús þar sem skrítnir nágrannar valda henni heilabrotum og furðulegir hlutir eiga sér stað. Guðrún Helgadóttir er einn ást- sælasti barnabókahöfundur landsins en þessi bók hennar hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992. Um myndskreytingar sér Gunnar Karlsson. Ævintýri sjóræningjanna sem farið hafa hamförum á hvíta tjaldinu undanfarið rata nú á bók en Vaka-Helgafell gefur út bókina Sjóræningjar Karíbahafsins: Dauðs manns kista í þýðingu Árna Óskarssonar. Í sögunni kynnast lesendur baráttu skúrksins og skipstjórans Jack Sparrow við hinn ógurlega Davy Jones sem stýrir draugaskipinu Hollendingnum fljúgandi en hið ólukkulega par, Elísabet Swann og Will Turner, dragast á ný inn í vandræði hans. Sagan um Dimmalimm eftir myndlistarmanninn Guðmund Thorsteinsson, Mugg, er nú endur- útgefin í tíunda sinn. Bók þessi hefur um árabil verið ein vinsælasta barnabók Íslendinga, ekki síst vegna hrífandi myndskreytinga listamanns- ins en ævintýrið samdi Muggur árið 1921 handa lítilli frænku sinni. Sagan um Dimmalimm hefur verið þýtt á fjölda- mörg tungumál og gengið í endurnýjun lífdaga bæði í formi leikrita og tónverka en tímalaus boðskapur sögunnar virðist alltaf eiga við og snerta hjörtu fólks á öllum aldri. EIN VINSÆLASTA BARNABÓK ALLRA TÍMA Sagan um Dimmalimm kemur út í tíunda sinn. BREYSKAR HETJUR HVÍTA TJALDSINS Á BÓK Ævintýri sjóræningjanna hafa slegið í gegn. LEYNDARDÓMAR Í GÖMLU HÚSI Marta María þolir ekki leyndarmál. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 2 3 4 5 6 7 8 Þriðjudagur ■ ■ ÚTIVIST  18.45 Gönguhópur SÁÁ tekur stefnuna á Helgafell, suðaustur af Hafnarfirði. Fararstjóri verður Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér gesti. Mæting við bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. ■ ■ SÝNINGAR  12.00 Hildur Margrétardóttir sýnir í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er opin milli kl. 12-19 virka daga en 13-17 um helgar. Hildur hefur haldið utan um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvik- myndir og gjörninga. Sýningin stend- ur til 27. september. Í safninu stend- ur einnig yfir sýning á ljósmyndum Andrésar Kolbeinssonar. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  10.00 Sýningunni Sú þrá að þekkja og nema í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri lýkur um helgina. Sýningin fjallar um ævi og störf Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli hans. Á sýning- unni gefur á að líta ýmsa muni úr eigu Jónasar meðal annars messu- hökla, skjöl, bækur og önnur rit. ■ ■ BÆKUR  12.05 Hjaltlandseyjaskáld sækja Ísland heim og lesa úr verkum sínum á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Lögbergi, stofu 102. Fram koma Lise Sinclair, Donald S. Murray, Matthew Wright og Jen Hadfield, hvar@frettabladid.is ÆVINTÝRALESNING Nú stendur yfir opin vika í Kram- húsinu í Bergstaðastræti en í ár er þar í fyrsta sinn boðið upp á skipu- lagða prufutíma. Tímarnir eru ætlaðir þeim sem vilja kynna sér úrvalið og stíga sín fyrstu spor, til dæmis í karabískum dansi, fla- mengó, afró eða magadansi. Auk dansins er líka boðið upp á leikfimi og jóga í Kramhúsinu auk leiklistar- dans- og hugleiðslunám- skeiða fyrir börn og unglinga. Dagskrá Kramhússins hefst svo samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 11. sept. en einstaka tímar hefjast fyrr. Fyrsti gestakennari vetrarins er Guyom, frá Frakk- landi, einnig er von á magadans- dívunni Sofiu Vester frá Dan- mörku. Nánari upplýsingar um dag- skrá vetrarins má finna á www. kramhusid.is. - khh Opið hús í orkustöð Vegna fjölda áskorana verður sýn- ingum á myndbandstónverkinu „Eins og sagt er“ eftir Ólöfu Arnalds haldið áfram í Þjóðmenningarhús- inu en verið var sýnt þar á Menning- arnótt. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumál- um í níu myndrömmum samtímis svo úr verður alþjóðleg tónkviða. Ólöf gerði heimildarmynd um söfn- un textanna í New York borg sumarið 2005. Þar tók hún viðtöl við fólk af ólíku þjóðerni og kynnti sér viðhorf þess til uppruna síns, tónlistar og móðurmálsins. Heimildarmynd- in og verkið eru sýnd viðstöðulaust milli kl. 11-17 en sýningunni lýkur þann 22. september. - khh Linnulaust FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Forvitnir geta stigið sín fyrstu tangóspor í vikunni. ÓLÖF ARNALDS ����������������� ������������������ ������� �� ������������������������������������������������ � � � ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� ��������������������������������������� ���������������������� ���� �� ��������������� �������� Síðastliðinn laugardag var opnuð í Hafnarborg sýning- in Mega vott. Aðstandendur sýningarinnar eru fjórir íslenskir listamenn, þær Ragnhildur Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Rúrí, auk Jessicu Stock- holder frá Bandaríkjunum. Jessica Stockholder hefur haldið sýningar um allan heim síðustu tvo áratugi. Verk hennar hafa vakið mikla athygli og eru það ekki síst efnistök hennar sem þykja merkileg. Jessica finnur efnivið sinn oft í hversdagslegum hlutum, og eins verða innviðir innsetninga hennar hluti af verk- inu. Grindur, stoðir og snúrur hvers konar þjóna þannig fagur- fræðilegum tilgangi. Verk Ragnhildar á sýningunni snúast um „sjálf“ manneskjunnar sem nær út fyrir hinn líffræði- lega líkama. „Sjálfið geymir allt sem við höfum upplifað, allar minningar og alla reynslu ævi okkar,“ segir Ragnhildur. „Hinn líffræðilegi líkami er alltaf að breytast og frumurnar endurnýjast. Samt sem áður geyma þær þessar minningar. Ég vinn með þetta ósýnilega minni líkamans,“ útskýrir Ragnhildur, sem segir þessar hugmyndir tengjast hugmyndum um áru fólks. „Við gefum alltaf frá okkur einhverjar bylgjur og finnum fyrir þeim hvort hjá öðru. Við höfum áhrif hvort á annað. Það sem ég geri þér geri ég sjálfri mér líka. Þessa óljósu stöðu til- finninganna – ósýnileg tengslin milli fólks – reyni ég að vinna með í verkum mínum.“ Þórdís og Anna nota eins og Jessica oft hversdagslega hluti úr umhverfinu í sín verk og á sýn- ingunni eru þær með stórar inn- setningar. Rúrí sýnir einnig inn- setningu sem er samansett af myndbandsverki og ljósmyndum. Hluti af sýningunni er gjörn- ingurinn Tileinkun eftir Rúrí sem íslensku listamennirnir ásamt fleirum munu flytja við Almanna- gjá á Þingvöllum við brúna yfir Öxará (Drekkingarhyl) kl. 18 í dag. Listamennirnir koma allir að viðfangsefnum sínum úr ólíkri átt, en þó má finna ákveðinn sam- eiginlegan þráð í verkum þeirra sem er athuganir á margbreyti- leika samtímans. Sýningin er heildstæð upplifun, mjög kraft- mikil staðfesting á þeirri grósku sem er að finna í skúlptúr bæði hér á landi og í heiminum. Það er óhætt að mæla með því að les- endur blaðsins skelli sér til Hafn- arfjarðar á næstunni. Mega vott stendur yfir til 2. október. sunna@frettabladid.is RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Vinnur með hið ósýnilega minni líkamans. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Mega vott í Hafnarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.