Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 38
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR Tiltekt hefur aldrei verið mín sterkasta hlið í heimilisverk- unum. Ég get vaskað upp án þess að ein- hver þurfi að koma á eftir og gera allt upp á nýtt og ryk- sugað undir styrkri stjórn húsfreyjunnar. Vankunn- átta mín hvernig á að beita tusku með sápuvatni er slík að heimilis- fólkið á bænum hefur margoft velt því fyrir sér hvort ekki væri nær að senda mig á námskeið hjá Mörthu Stewart, sjónvarpskon- unni geðþekku. Ef ég hefði verið uppi á vík- ingaöldinni hefðu örlög mín örugg- lega verið mjög sorgleg. Ég hefði verið bundinn við staur úti á miðju túni eins og Ingjaldsfíflið eða verið látinn vaka yfir ánum uppi á fjalli. „Drengurinn getur hvort eð er ekki gert neitt annað,“ hefði húsbóndinn sagt og lamið mig með priki enda áttu börn erfitt upp- dráttar á Íslandi í gamla daga. Ég hefði hins vegar notið mín vel á ensku hefðarheimili um miðja 19. öldina þegar sérstakt þjónustufólk gekk um og þreif eftir mann skítinn. Kannski var ég breskur hefðarkarl í fyrra lífi sem skýrir vankunnáttu mína á skrúbbi og þrifum en slíkar afsakanir duga ekki fyrir konu með gula hanska í árásarhug gegn skít og drullu. „Láttu ekki svona,“ sagði hús- freyjan einu sinni þegar ég þóttist falla í trans og fór að tala tungum. „Ég þarf te og kex núna áður en ég fer út að ríða,“ sagði ég en upp- skar ryksugu og hvíta tusku. Ég hef reynt allar afsakanir þegar kemur að hvers kyns tiltekt. Tímabundin blinda, eymsl í baki og ofþornun eru allt útskýringar sem ég hef reynt með misjöfnum árangri. Ég hef jafnvel reynt að koma mér undan heimilisverkum með því að þykjast reka tána í og láta sem ég sé illa tábrotinn. Besta afsökunin er hins vegar án nokk- urs vafa að reyna fresta heimilis- verkunum til morguns. „Ég er svo þreyttur en verð í geðveiku stuði á morgun,“ en yfirleitt tala ég fyrir daufum eyrum og er bent á að illu er best af lokið. STUÐ MILLI STRÍÐA Haugurinn í Vesturbænum FREYR GÍGJA GUNNARSSON LÍTUR Í EIGIN BARM ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Út með það! Ég sá að Olga sendi þér miða í algebru- prófinu og og þú svaraðir! Tekinn! Þú ert skotinn í henni! Hvað gerðist? Segðu frá! Þetta var skuggalegt sam- band, ef þú vilt vita það. Hún vildi vita svarið við spurningu sjö! Þú hefur gefið henni það sem hún vildi! Nei, halló! Ég vil ekki að viti mínu sé tekið sem sjálfsögðum hlut, og ég skrifaði það á miðann! Hún skellti höfðinu taktfast í borðið í algeru þakklæti! Loksins! Upp- lestrar- frí! Er þetta ekki fjármálaráð- gjafinn okkar? ÓSKA- BRUNNUR Vorfjör... Vá, sjáiði! Kengurló! Haha! Nei, Solla, þetta er könguló, ekki kengurló. Könguló. Könguló Könguló Könguló Könguló Könguló Já! Það er rétt! Algerlega rétt! ...en ekki vitund sætt. Vel gert, herra fullkominn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.