Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10
10 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR Blue Lagoon orkute Einstakt jurtate sem veitir aukna orku, jafnvægi og vellíðan. Inniheldur hvönn, vallhumal og mjaðurt úr hreinni íslenskri náttúru. Koffeinlaust. Fáanlegt í Blue Lagoon verslunum í Bláa lóninu, að Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í netverslun á www.bluelagoon.is www.bluelagoon.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI DANSAÐ MEÐ SJAL Þessi sautján ára indíánastúlka frá Nýju-Mexíkó í Banda- ríkjunum dansaði á hátíð Totah-ætt- bálksins um helgina.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar, fyrir utan Umhverfis- flokkinn, styðja hugmynd Vinstriflokksins um að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar sem rannsaki sérstak- lega morð á konum og leggi fram tillögur sem dregið gætu úr tíðni þeirra. Vinstriflokkurinn leggur jafn- framt til að hafin verði herferð gegn ofbeldi karla á konum og börnum. Talskona femínista, Gudrun Schyman, segir hins vegar flokkana reyna að vinna sér atkvæði með tillögunni, en kosn- ingar fara fram innan skamms. - smk Sænskir stjórnmálamenn: Morð á konum verði rannsökuð REYKINGABANN „Við erum þegar farnir að velta fyrir okkur hvers konar aðstöðu verði best að koma upp fyrir reykingafólk,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofunnar. Þegar reykingabann á veitinga- stöðum tekur gildi um mitt næsta ár verða reykingar bannaðar á þeim stöðum sem ekki hafa komið upp sérstakri aðstöðu fyrir reyk- ingafólk. Kormákur segir að taka verði tillit til veðráttu hér á landi við uppsetningu reyksvæðanna en það er heilbrigðisráðherra sem nú fer yfir nánari útfærslur á reyk- svæðunum. „Maður spyr sig hvort tjald flokkist sem þak á reyksvæð- inu og hvort leyfilegt verði að vera með gashitara á svæðinu sem verður að hluta óvarið fyrir veðri og vindum.“ Kormákur segir að enn eigi eftir að ákveða hvort heimilt verður að vera með áfenga drykki á reyksvæðinu. „Þetta má ekki verða eins og í Noregi þar sem bannað er að reykja inni og bannað að drekka úti.“ Kormákur segir kostnað veit- ingahúsaeigenda við að koma upp reyksvæðum verða mismikinn og staðir eins og Hressó sleppi lík- lega við allan kostnað. „Það er hins vegar ljóst að erf- itt verður að byggja út á Laugaveg og nálægar hliðargötur og kostn- aður veitingahúsaeigenda verður að öllum líkindum meiri á þessu svæði.“ -hs Kostnaður við reyksvæði verður mismikill og sumstaðar er varla pláss fyrir þau: Taka verður tillit til veðráttunnar KORMÁKUR GEIRHARÐS- SON Segir að heimila verði áfenga drykki á reyksvæðunum. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á NESKAUPSTAÐ Forstjóri lækninga segir að gamalt fólk hafi þurft að flytjast fjarri heimabyggð vegna mönnunarvanda sökum þenslu. HEILBRIGÐISMÁL Tvo til fimm starfs- menn vantar til starfa á hvert sjúkrahús á Austurlandi. Vegna mönnunarvanda við sjúkrahúsin í fjórðungnum hefur þurft að senda sjúklinga á milli byggðarlaga. Stefán Þórarinsson, lækninga- forstjóri á Heilbrigðisstofnun Aust- urlands, segir sérstaklega erfitt að fá faglært starfsfólk eins og lækna til starfa. „Þenslan á svæðinu hefur einnig gert það að verkum að erfið- lega hefur gengið að manna stöður ófaglærðs starfsfólks.“ Sjúkrahúsin í fjórðungnum eru þrjú; á Egilsstöðum, Seyðisfirði og fjórðungsjúkrahúsið í Neskaupstað en það er einnig eina sjúkrahúsið í fjórðungnum sem sinnir fæðingar- hjálp. Stefán segir skort á ljós- mæðrum koma í veg fyrir að hægt sé að sinna þeirri þjónustu við sjúkrahúsið á Egilsstöðum en fæð- ingarþjónusta var aflögð þar fyrir tveimur árum síðan. „Gamalt fólk getur lent í því að vistast fjærri heimabyggð vegna mönnunarvandans en það er mis- jafnt hvar hann er mestur. Þrátt fyrir þetta óhagræði hefur fólk tekið þessu með jafnaðargeði.“ Stefán segir heilbrigðisstofnan- ir á Austurlandi hafa auglýst eftir starfsfólki án árangurs. „Í upp- ganginum sem hér er núna sækir fólk í betur launuð störf og heil- brigðistofnanirnar eru ekki sam- keppnisfærar um vinnuafl.“ - hs Starfsfólk fæst ekki á sjúkrahúsin vegna þenslu: Sjúklingar sendir á milli landshluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.