Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 10
10 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Blue Lagoon orkute
Einstakt jurtate sem veitir aukna orku,
jafnvægi og vellíðan. Inniheldur hvönn,
vallhumal og mjaðurt úr hreinni íslenskri
náttúru. Koffeinlaust.
Fáanlegt í Blue Lagoon verslunum í Bláa
lóninu, að Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og í netverslun á
www.bluelagoon.is
www.bluelagoon.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
DANSAÐ MEÐ SJAL Þessi sautján ára
indíánastúlka frá Nýju-Mexíkó í Banda-
ríkjunum dansaði á hátíð Totah-ætt-
bálksins um helgina.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Allir stjórnmálaflokkar
Svíþjóðar, fyrir utan Umhverfis-
flokkinn, styðja hugmynd
Vinstriflokksins um að sérstök
rannsóknarnefnd verði sett á
laggirnar sem rannsaki sérstak-
lega morð á konum og leggi fram
tillögur sem dregið gætu úr tíðni
þeirra.
Vinstriflokkurinn leggur jafn-
framt til að hafin verði herferð
gegn ofbeldi karla á konum og
börnum. Talskona femínista,
Gudrun Schyman, segir hins vegar
flokkana reyna að vinna sér
atkvæði með tillögunni, en kosn-
ingar fara fram innan skamms.
- smk
Sænskir stjórnmálamenn:
Morð á konum
verði rannsökuð
REYKINGABANN „Við erum þegar
farnir að velta fyrir okkur hvers
konar aðstöðu verði best að koma
upp fyrir reykingafólk,“ segir
Kormákur Geirharðsson, annar
eigandi Ölstofunnar.
Þegar reykingabann á veitinga-
stöðum tekur gildi um mitt næsta
ár verða reykingar bannaðar á
þeim stöðum sem ekki hafa komið
upp sérstakri aðstöðu fyrir reyk-
ingafólk.
Kormákur segir að taka verði
tillit til veðráttu hér á landi við
uppsetningu reyksvæðanna en
það er heilbrigðisráðherra sem nú
fer yfir nánari útfærslur á reyk-
svæðunum. „Maður spyr sig hvort
tjald flokkist sem þak á reyksvæð-
inu og hvort leyfilegt verði að vera
með gashitara á svæðinu sem
verður að hluta óvarið fyrir veðri
og vindum.“ Kormákur segir að
enn eigi eftir að ákveða hvort
heimilt verður að vera með áfenga
drykki á reyksvæðinu. „Þetta má
ekki verða eins og í Noregi þar
sem bannað er að reykja inni og
bannað að drekka úti.“
Kormákur segir kostnað veit-
ingahúsaeigenda við að koma upp
reyksvæðum verða mismikinn og
staðir eins og Hressó sleppi lík-
lega við allan kostnað.
„Það er hins vegar ljóst að erf-
itt verður að byggja út á Laugaveg
og nálægar hliðargötur og kostn-
aður veitingahúsaeigenda verður
að öllum líkindum meiri á þessu
svæði.“ -hs
Kostnaður við reyksvæði verður mismikill og sumstaðar er varla pláss fyrir þau:
Taka verður tillit til veðráttunnar
KORMÁKUR
GEIRHARÐS-
SON Segir að
heimila verði
áfenga drykki á
reyksvæðunum.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á NESKAUPSTAÐ Forstjóri lækninga segir að gamalt fólk
hafi þurft að flytjast fjarri heimabyggð vegna mönnunarvanda sökum þenslu.
HEILBRIGÐISMÁL Tvo til fimm starfs-
menn vantar til starfa á hvert
sjúkrahús á Austurlandi. Vegna
mönnunarvanda við sjúkrahúsin í
fjórðungnum hefur þurft að senda
sjúklinga á milli byggðarlaga.
Stefán Þórarinsson, lækninga-
forstjóri á Heilbrigðisstofnun Aust-
urlands, segir sérstaklega erfitt að
fá faglært starfsfólk eins og lækna
til starfa. „Þenslan á svæðinu hefur
einnig gert það að verkum að erfið-
lega hefur gengið að manna stöður
ófaglærðs starfsfólks.“
Sjúkrahúsin í fjórðungnum eru
þrjú; á Egilsstöðum, Seyðisfirði og
fjórðungsjúkrahúsið í Neskaupstað
en það er einnig eina sjúkrahúsið í
fjórðungnum sem sinnir fæðingar-
hjálp. Stefán segir skort á ljós-
mæðrum koma í veg fyrir að hægt
sé að sinna þeirri þjónustu við
sjúkrahúsið á Egilsstöðum en fæð-
ingarþjónusta var aflögð þar fyrir
tveimur árum síðan.
„Gamalt fólk getur lent í því að
vistast fjærri heimabyggð vegna
mönnunarvandans en það er mis-
jafnt hvar hann er mestur. Þrátt
fyrir þetta óhagræði hefur fólk
tekið þessu með jafnaðargeði.“
Stefán segir heilbrigðisstofnan-
ir á Austurlandi hafa auglýst eftir
starfsfólki án árangurs. „Í upp-
ganginum sem hér er núna sækir
fólk í betur launuð störf og heil-
brigðistofnanirnar eru ekki sam-
keppnisfærar um vinnuafl.“ - hs
Starfsfólk fæst ekki á sjúkrahúsin vegna þenslu:
Sjúklingar sendir á
milli landshluta