Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sjónvarpsmyndin Hvert örstutt spor, sem byggir á reynslu Auðar Guðjónsdótt- ur og dóttur hennar, Hrafn- hildar Thoroddsen, verður sýnd víða um heim. Nýlega hljóp listamaðurinn Teddi í fang Auðar í Perlunni og færði henni listaverk til að styrkja hana í átakinu sem miðast að því að opna augu almennings og yfirvalda gagnvart mænuskaða. „Ég var á leiðinni úr Perlunni þar sem ég var í erfidrykkju ásamt dóttur minni þegar Teddi kemur að okkur og segist vera svo hrifinn af því sem við séum að gera að hann vilji endilega gefa okkur listaverk eftir sig,“ segir Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur. Hún hefur til fjölda ára barist fyrir því að beina athygli stjórn- valda og almennings að málefnum mænuskaddaðra og undanfarin ár hefur sú barátta heldur betur borið ávöxt. Fyrir tilstilli hennar var árið 2001 haldið alþjóðlegt þing hér á landi með brautryðjendum í lækningum á mænuskaða undir merkjum íslenskra heilbrigðisyf- irvalda og Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO. Árið 2005 var framleidd sjónvarps- myndin Hvert örstutt spor en hún byggir á reynslu þeirra mæðgna, Hrafnhildar Thoroddsen og Auðar, en Hrafnhildur lamaðist fyrir neðan mitti eftir að hún lenti í bíl- slysi fyrir 16 árum. Nú hafa tekist samningar um að myndin verði tekin til sýningar á haustmánuðum á Englandi, Írlandi, Skotlandi, Mön, Ermarsundseyjum, Möltu, Ísrael og Danmörku. Sjónvarps- stöð þýskra stjórnvalda, Deutche Welle, hefur einnig samþykkt að sjónvarpa myndinni í þýsku-, ensku- og spænskumælandi lönd- um í nóvembermánuði næstkom- andi. Þar að auki hefur myndin verið talsett á spænsku fyrir sjón- varpsstöðvar í Suður-Ameríku. Ekki er afrekalistinn tæmdur því fyrr á þessu ári var opnaður, fyrir tilstilli Auðar, alþjóðlegur gagnabanki um mænuskaða undir merkjum íslenskra stjórnvalda og WHO. „Þetta hefur verið mikil þrauta- ganga en það sem mér er mest um vert er stuðningur almennings sem ég hef fengið að njóta allt frá upphafi,“ segir Auður. Hún er því ekki óvön því að menn komi að henni og lofi verk hennar. Myndin sem Teddi gaf henni heitir Ham- skipti og hefur fjölmiðlafyrirtæk- ið 365 keypt verkið og segir Ari Edwald, forstjóri þess, að kaupin feli í sér stuðning við mænuskaða- verkefnið. Teddi segir að honum hafi ekki komið annað í hug en að gefa Auði verkið þegar hann sá hana og seg- ist hann gruna að aðrir listamenn eigi það örugglega til hjá sér að bregðast við með þessum hætti. jse@frettabladid.is Hvert örstutt spor um heiminn AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG MAGNÚS THEODÓR MAGNÚSSON EÐA TEDDI Listamað- urinn rauk í fang Auðar þegar hann sá hana í Perlunni og gaf henni listaverk sitt sem ber heitið Hamskipti. Mynd byggð á reynslu Auðar verður sýnd víða um heim á haustmánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glæpir „Hvers vegna voru menn að leggja svona mikið á sig við að smygla inn efni sem er auðveldlega hægt að fá á landinu?“ Jóhann R. Benedidiktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, um skipulagða glæpahópa frá Litháen. Morgunblaðið 4. september. Köngulær „Ég skil ekki hvers vegna fólk heldur að þetta sé eitthvað nýtt, því hún hefur verið hér öldum saman.“ Erlingur Ólafsson dýrafræðingur um fjölda fyrirspurna um krossköngulær sem geta bitið í gegnum mannsskinn. Fréttablaðið 4. september. Um helgina var Ljósanótt í Reykjanesbæ haldin í fjórða sinn og líkt og áður var efnt til lagakeppni. Lag og texti Védísar, Ástfangin, stóð uppi sem sigurvegari eftir kosningu á netinu sem um 1.500 manns tóku þátt í. „Ég er fyrst og fremst alveg himinlifandi með þennan mikla stuðning og meðbyrinn sem ég finn fyrir,“ segir Védís og bætir við að samkeppnin hafi verið mjög hörð. „Mér fannst nú líklega að meiri reynsluboltar en ég myndu sigra.“ Plata með laginu og níu öðrum úr keppninni er komin út. „Þetta eru mestu verðlaun sem hægt er að fá fyrir lagasmíðar á Íslandi, verðlaunaféð er 400.000 kr. sem kemur sér vel,“ segir Védís. Hún tók virkan þátt í hátíðarhöldunum um liðna helgi og naut þeirra í faðmi fjölskyldu sinnar og átti að sögn dásamlega helgi. Védís fékk Regínu Ósk til að syngja sigurlagið fyrir sig. Með því vildi hún halda fjarlægð við sólóferilinn sem hún hefur verið að leggja grunninn að úti í London síðustu árin. „Það eru komin heil sex ár frá fyrstu sólóplötunni minni, en plata sem ég hef verið að vinna að lengi kemur út eftir áramót. Tónlistin er ljúf og þægileg og text- arnir fjalla um það hvað lífið er fallegt.“ Védís starfar ytra undir verndarvæng tveggja Breta sem stjórna upptökum á plötunni auk þess að gefa hana út. „Þetta eru miklir mógúlar og hafa unnið með bæði Michael Jackson og Elton John,“ segir Védís um samstarfsmennina. Védís býr hér heima eins og er en segist alltaf vera með annan fótinn úti í London. „Ég er mjög hei- makær þannig að það er erfitt fyrir mig að sleppa takinu af klakanum,” segir Védís Hervör Árnadóttir að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR Himinlifandi með stuðninginn Ég tel mjög varhugavert að taka einn hlekk í lífkeðjunni út og vernda. Það þarf að horfa á þetta í heild sinni og stuðla að hag- kvæmni í nýtingu allrar keðjunnar, og hvalveiðar eru inni í því. Við vitum það náttúrulega að hvalurinn étur mikið af fiski og þetta er okkar auðlind. Að þessu leyti styð ég hvalveiðar. En auðvitað þarf alltaf að vera skynsemi í þessu eins og öðru. Ég held að vel sé hægt að stunda hvalveiðar meðfram hvalaskoðun. Skynsemi þarf að vera í nýtingu og að veiðar geti fallið að öðrum atvinnuvegum. Ég held það sé frekar spurning um skipulagslegt atriði, að þessu sé stýrt almenni- lega. Það er óþarfi að vera með veiðar við hliðina á skoðunarbát, við þurfum að vinna þetta saman sem ein þjóð í einu landi. SJÓNARHÓLL HVALVEIÐAR Ein þjóð í einu landi STEFANÍA KATRÍN KARLSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI ÁRBORGAR „Þetta er lífsleikni í verki,“ sagði Áslaug Traustadótt- ir, umsjónarkennari 9-D bekkjar í Rimaskóla, stolt þegar Sigurður Sturla Bjarnason afhenti Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, formanni ABC bjarnahjálpar, 75 þúsund króna ávísun fyrir hönd bekkjarins í síðustu viku. Þessi peningur sem bekkurinn ákvað að gefa var þó ekki hristur fram úr erminni. „Bekkurinn lenti í þriðja sæti í samkeppni sem reyklausir bekkir alls staðar af landinu geta tekið þátt í og fyrir vikið hlaut hann 75 þúsund krónur,“ segir Áslaug. „Svo var það ákveðið í leynilegri kosningu að gefa ABC verðlauna- féð í staðinn fyrir að fara í mikla óvissuferð.“ Þegar forsvarsmenn Netbankans heyrðu af þessu vildu þeir ekki láta sitt eftir liggja svo Soffía Sigur- geirsdóttir, markaðsstjóri Netbankans, kom færandi hendi með sömu upphæð. Verkefnið sem bekkurinn var verðlaunaður fyrir kölluðu nemendurnir Ruslaskrímslið. „Þau útbjuggu reykingarskrímsli úr vírum,“ útskýrir Áslaug, „svo gengu þau í hús og leyfðu fólki að tæma öskubakkana í skrímslið en þeir sem áttu eitthvað í öskubakka til losunar fengu í staðinn skrifleg ráð um það hvernig það gæti hætt að reykja.“ - jse Lunknir nemar í lífsleikni AFHENDIR FORMANNI ABC 75 ÞÚSUND AÐ GJÖF Sigurður Sturla Bjarnason afhendir Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, for- manni ABC barnahjálpar, ávísun upp á 75 þúsund krónur sem bekkurinn ákvað að gefa frekar en að nota í óvissuferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ������������� ������������ ��������������������� ����������������������������������� ��������������� ���������������� ���������������������� ����������������������������������� ��������������������������������������������������� ��������������������� ����������������������� ����� ��� ��� ����� ������ �������� ������� ���� ������������� ��� ������������ ���������� ������ ���������������������������������������� ������������ ��� ������� ��������� �� ������ ����������������� ����������������� �������� �������������������������� �������������������������� ��������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.