Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 44

Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 44
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR32 Ástralska sjónvarpsstjarn- an Steve Irwin, eða „Krókó- dílaveiðimaðurinn“, lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið í köfunar- ferð í gær. Irwin, sem var 44 ára gamall, var við vinnu á nýrri heimildarmynd um kóralrif undan ströndum Norð- austur-Queenslands, þegar atvikið átti sér stað. Irwin hafði helgað líf sitt gerð sjónvarpsefnis um krók- ódíla og önnur óargadýr og þótti mörgum hann vera einum of fífl- djarfur í nágrenni villidýranna. Varð það honum að bana í gær þegar hann synti of nálægt einni skötunni. Hafa þær eitraðan gadd á halanum sem þær beita ósjálfrátt ef þær verða hræddar. Aðeins er þó vitað til þess að einn maður hafi lát- ist af völdum skötunnar í Ástralíu, það var fyrir 61 ári. Irwin lést nær samstundis. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Til merkis um fífldirsku Irwins þá vakti hann hörð viðbrögð víða um heim þegar hann hélt á eins mánaðar gömlum syni sínum aðeins einum metra frá krókódíl fyrir nokkrum árum. Töldu margir að hann hefði farið algjörlega yfir strikið með athæfinu. Irwin var þekktur fyrir sjón- varpsþátt sinn The Crocodile Hunt- er sem hefur verið sýndur á sjón- varpsstöðinni Animal Planet. Hann var einnig tíður gestur í kvöldþætti Jay Leno og átti þar auðvelt með að vekja athygli fólks á hinum ýmsu dýrum, enda afar hress náungi að eðlisfari. ■ Krókódíla-Steve látinn HJÓN Steve, sem var 44 ára þegar hann lést, heldur utan um krókódíl. Með honum er eiginkonan Terri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP IRWINS MINNST Aðdáendur Steves Irwin leggja blóm til minningar um hann fyrir utan dýragarð í Beerwah, heimabæ Irwins. Hans verður sárt saknað, sér í lagi í heimalandi hans Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STINGSKATA Stingskata varð Steve Irwin að bana í köfunarferð í gær. Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, hyggst koma að gerð kvikmyndar um Baugsmálið. „Ég sé fyrir mér leikna heimildar- mynd um málið. Þetta er skólabók- ardæmi um hvernig embættis- mannakerfið getur misstigið sig og hvernig stjórnvöld geta leikið með þegna sína ef ekki er rétt að stað- ið.“ Að sögn Jóhannesar fjármagnar Baugur gerð myndarinnar að hluta til en hann vill ekki gefa upp hver skrifar handrit og leikstýrir. „Ég vil ekki greina frá því að svo stöddu, fyrir utan að við erum í sambandi við áhugasama menn, sem eru engir aukvisar í kvikmyndabransanum. Þeir eru vel upplýstir um gang málsins og umfang þess í heild.“ Myndin er enn á frumstigi en Jóhannes hefur gantast með að Örn Árnason væri kjörinn í hlutverk Davíðs Oddssonar. „Það má heldur ekki gleyma Magnúsi Ólafssyni, hann hefur leikið Davíð áður og gert það vel. Ég mun líklega leika sjálfan mig, það er að segja ef ég verð ekki orðinn fjörgamall þegar þessu máli verður loksins lokið,“ segir Jóhannes en áréttar að honum sé full alvara með myndin verði gerð. „Ég gæti trúað að myndin verði tilbúin ári eftir að Baugsmál- inu lýkur, hvenær sem það verður.“ - bs Jóhannes vill Baugsmálið í bíó JÓHANNES JÓNSSON Vill ekki gefa upp hver skrifar handrit og leikstýrir mynd- inni um Baugsmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hljómsveitirnar Bloodhound Gang, Dr. Mister & Mr. Handsome, XXX Rottweiler og Touch halda tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Hin bandaríska Bloodhound Gang, sem hefur haldið tvenna tónleika hér á landi, hefur átt mörg vinsæl lög í gegnum tíðina. Á meðal þeirra er The Bad Touch sem kom út árið 1999 á plötunni Hooray for Boobies. Textar sveit- arinnar hafa jafnan þótt umdeildir, rétt eins og textar bæði XXX Rott- weiler og Dr. Mister & Mr. Hand- some. Dr. Mister & Mr. Handsome hafa vakið mikla athygli undanfar- ið og er búist við þeim sjóðheitum á tónleikunum. . XXX Rottweiler koma sterkir inn eftir að hafa horf- ið hver í sína áttina til að safna kröftum. Koma þeir væntanlega tvíefldir til baka. Miðasala á tónleikana fer fram í skor.is í Kringlunni og Smáralind og á midi.is. ■ Sjóðheitir tónleikar BLOODHOUND GANG Bandaríska hljómsveitin heldur sína þriðju tónleika hér á landi í kvöld. 4.500 gestir hafa sótt alþjóðlegu kvikmyndahátíðina IIFF sem hófst fyrir helgi og eru aðstandendur hátíðarinnar afar ánægðir með mætinguna. Tíu mynda passar hafa jafnframt selst vel og eru þeir nú uppseldir. Hugsanlega verða þó fleiri settir í sölu bráðlega. Tvær íslenskar myndir verða frumsýndir á hátíðinni í þessari viku. Á morgun verður sýnd í Háskólabíói kung-fu myndin Öskrandi api, ballett í leynum og á fimmtudag verður sýnd í Smárabíói heimildarmyndin Þetta er ekkert mál, sem er um ævi Jóns Páls Sigmarssonar. ■ IIFF-hátíðin fer vel af stað EKKERT MÁL Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál verður frumsýnd á fimmtudag. Frétta- og samfélagsrýnisvefur- inn baggalutur.is sneri aftur eftir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag. Vefurinn hefur tekið nokkrum breytingum í tilefni af fimm ára afmæli Baggalúts en fyrsta frétt- in birtist á vefnum í september árið 2001. Voru fréttirnar í gær orðnar 3.530 talsins. „Þetta er orðið uppfærslu- vænna. Þetta verður einfaldara og einfaldara með hverju árinu,“ segir Bragi Baggalútur. „Þarna eru inni liðir sem hafa vakið lukku. Við erum byrjaðir aftur með þrífarana. Það var mikið kvartað þegar þeir hurfu á braut,“ segir Bragi. „Kannski dettur síðan inn eitt og eitt kvæði.“ Að sögn Braga byrjuðu þeir félagar að dunda sér við síðuna fyrir fimm árum til að æfa sig í vefsíðugerð. „Við vorum að senda þetta á milli okkar og svo komst fólk í þetta,“ segir hann. Bragi býst ekki við neinni flugeldasýningu í tilefni afmæl- isins. „Það er spurning með 200 metra köku, eða kannski fimm metra,“ segir hann og hlær. „Ef menntamálaráðuneytið sér ástæðu til að heiðra okkur þá mætum við kannski á svæðið og líka ef forsetinn býður okkur í kaffi.“ Næst á dagskrá hjá Baggalúti er að fara á tónlistarhátíð þann 21. þessa mánaðar í Berlín. „Fyrir algjöra tilviljun ákváðu einhverj- ir Þjóðverjar að velja Baggalút sem fulltrúa Íslands á þessa hátíð. Það er næst á dagskrá en við eigum í mestu vandræðum með að fara þarna út. Við mætum samt með hattana og góða skapið meðferðis,“ segir Bragi. ■ Baggalútur 5 ára BAGGALÚTUR Frétta- og samfélagsrýnivefurinn baggalutur.is er orðinn fimm ára gamall.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.