Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6
6 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabank- ans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opin- berum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkom- lega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekk- ert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúka- virkjun og umræðuna um grein- argerð Gríms Björnssonar jarð- eðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi banka- ráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trú- verðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahags- mál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverka- fölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnu- breytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfé- lagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðla- bankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfs- svið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokks- pólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álita- mál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórn- málamönnum og ólíkum ríkis- stjórnum. Gunnar Helgi segir enn frem- ur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ bjorn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Nítján ára karlmað- ur var ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir ýmis lögbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni smáræði af hassi sem lögreglu- menn fundu við húsleit í maímán- uði í fyrra, en þá var maðurinn átján ára að aldri. Maðurinn var handtekinn í júnímánuði sama ár í verslunar- miðstöðinni Kringlunni með tæp tvö grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni í vörslu sinni og bitvopn. Loks var maðurinn ákærður fyrir að aka ökuréttindalaus þrívegis á þessu ári. - æþe Nítján ára afbrotamaður: Með hass og hníf á búðarápi Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík Formaður bankaráðs Seðlabankans segir ekkert mæla gegn því að Davíð Odds- son tjái sig um pólitísk álitamál. Prófessor í stjórnmálafræði segir vandann fremur liggja í pólitískum ráðningum en að Davíð hafi pólitískar skoðanir. ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ���������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� F í t o n / S Í A Nú fylgir USS! kortið með öllum live! símum USS! Símatilboð Fullt verð 16.900 kr. USS! kortið fylgir með Samsung X660v STJÓRNMÁL Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sala Reykjavíkur- borgar á hlut borgarinnar í Lands- virkjun, til íslenska ríkisins, gengur í gegn. Reykjavíkurborg á 45 pró- sent í Landsvirkjun, íslenska ríkið 50 prósent og Akureyrarbær fimm prósent. Ráðandi meirihluti í borg- arstjórn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja hlutinn, að því gefnu að sanngjarnt verð fáist fyrir hlutinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri segir vinnu vegna sölunnar standa yfir. „Það liggur fyrir endur- skoðað verðmat sem fulltrúar borg- arinnar og ríkisins þurfa að fara yfir. Það er unnið hörðum höndum að framgangi málsins og við von- umst eftir niðurstöðu sem fyrst. Það gengur ekki upp að Reykjavík- urborg sé 45 prósenta eigandi að Landsvirkjun og 95 prósenta eig- andi að Orkuveitu Reykjavíkur. Það sjá allir,“ sagði Vilhjálmur. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það óæskilega stöðu að Reykjavíkurborg eigi stór- an hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, miðað þá stöðu sem nú er á markaði. „Þetta er óþolandi staða fyrir alla. Það er fráleitt að Reykjavíkurborg eigi ráðandi hlut í báðum þessum félög- um, sérstaklega þegar samkeppnin er orðin lífleg á raforkumarkaði,“ sagði Guðlaugur Þór. - mh Sala Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun hefur ekki enn verið ákveðin: Unnið að framgangi málsins VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Vonast eftir skjótir niðurstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ætti stjórnarandstaðan að mynda kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar? JÁ 52,4% NEI 47,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vinna Íslendingar landsleikinn gegn Dönum? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN GUNNAR HELGI KRISTINSSON DAVÍÐ ODDSSON HELGI S. GUÐ- MUNDSSON SEÐLABANKINNN Formaður bankaráðs Seðlabankans telur fullkomlega eðlilegt að seðlabankastjóri tjái sig um stjórnmál en fá dæmi eru um slíkt í 45 ára sögu bankans. JERÚSALEM, AP Ehud Olmert, forsæt- isráðherra Ísraels, boðaði í gær stefnubreytingu í málefnum Pal- estínumanna og herteknu svæð- anna. Forsætisráðherrann skýrði frá nýrri áætlun um landnema- byggð á herteknum svæðum Pal- estínumanna, en þar eru Ísraelar í trássi við alþjóðalög. Stendur nú til að reisa þar ríflega 700 nýjar íbúð- ir. Frambjóðendur Kadima-flokks Olmerts hétu því áður en þeir kom- ust til valda að rífa landnema- byggðir á herteknu svæðunum, en Olmert sagði að forsendur þess lof- orðs hefðu breyst eftir Líbanons- stríðið. Einnig var haft eftir Olmert að hann væri reiðubúinn til viðræðna við forseta palestínsku heima- stjórnarinnar, Mahmoud Abbas. „Ekkert vandamál er brýnna en Palestínumenn,“ mun Olmert hafa sagt utanríkis- og varnarmála- nefnd ísraelska þingsins í gær. Talsmaður Abbas sagði að forseti Palestínumanna væri tilbúinn til viðræðna svo lengi sem Olmert setti engin skilyrði fyrir fundin- um. Olmert aftók þó í gær að til stæði að hafa fangaskipti við Palestínumenn. Það yrði ekki gert fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit yrði sleppt úr haldi, þar sem honum hefði verið rænt. „Undir þrýstingi mannráns verður ekki samið,“ sagði Olmert. - kóþ Kúvending ísraelsku stjórnarinnar í málefnum Palestínumanna: Byggja á herteknu svæðunum EHUD OLMERT FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSRAELS Ísraelska ríkisstjórnin er orðin afhuga „vegvísi“ Bandaríkjamanna og stefnir nú á að fjölga íbúðum á herteknu svæðunum um ríflega sjö hundruð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.