Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 3 137 suður-afrískir þátttakend- ur á alnæmisráðstefnu sækja um hæli sem flóttamenn. Suður-afrísk yfirvöld segjast nú vera að rannsaka fréttir af því að 137 konur úr þarlendri sendinefnd á ráðstefnu um alnæmi, sem fram fór í Toronto í Kanada, hafi sótt um hæli sem flóttamenn. Alls mun 151 þátttakandi af ráð- stefnunni hafa sótt um hæli, til dæmis frá löndum eins og El Sal- vador, Simbabve og Úganda. Kan- adískur lögmaður innflytjenda segir konur sæta gróflegri mis- munun í þessum löndum. Þær misstu hemili sín og vinnu og þeim væri oft á tíðum hótað ofbeldi. Stefna Suður-Afríku í alnæmis- málum sætti harðri gagnrýni á ráðstefnunni. Þar er óheðfbundn- um lækningum haldið hæst á lofti og forsetinn, Thabo Mbeki, styður þá stefnu. Því hefur verið kennt um hversu hægt gengur að koma alnæmislyfjum í umferð þar í landi og var það mikið umtalsefni á ráðstefnunni. Stephen Lewis, talsmaður sam- einuðu þjóðanna um alnæmi, segir stefnu Suður-Afríku frekar hæfa vitstola öfgamönnum en mannúð- legu ríki. Heilbrigðisráðuneyti Suður-Afríku hefur skipað opin- berum starfsmönnum sínum að sniðganga Lewis í væntanlegri heimsókn hans. Hælisleitendurnir gista á gisti- heimili í Toronto þar til beiðnir þeirra hljóta afgreiðslu, sem getur tekið heilt ár. Leita hælis í Kanada 151 þátttakandi á kanadískri ráðstefnu um alnæmi hefur leitað hælis þar í landi. Börn alkóhólista eru líklegri til að ánetjast áfengi. Sérfræðingum ber saman um að börn sem alast upp hjá alkóhólist- um beri tilfinningaleg, hegðunar- leg og andleg ör. Skýrsla, byggð á rannsókn þar sem börn breskra alkóhólista voru skoðuð, sýndi fram á að þau voru fjórum sinnum líklegri til að ánetjast áfengi en önnur börn, auk þess sem hættan á fíkniefna- og spilafíkn jókst líka. Í skýrslunni kemur líka fram að 55 prósent tilfella heimilisofbeldis og 90 prósent barnamisnotkunar fóru fram á heimilum alkóhólista og að æska barna þeirra einkennd- ist oft af óreiðu, áföllum, ruglingi og nokkuð oft kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Með tilliti til fyrirliggjandi gagna og áliti sér- fræðinga komust höfundar skýrsl- unnar að þeirri niðurstöðu að þau vandamál sem börn alkóhólista upplifa í æsku hafi gríðarleg áhrif á þau síðar á lífsleiðinni. Í skýrslunni segir að börn geti brugðist við á þrjá ólíka vegu; þau draga sig inn í skel, fara í afneitun eða nota reynsluna til að styrkja sjálfa sig. Mörg þeirra, jafnvel þau sem leita í skelina, verða þó á full- orðinsárum almennileg, ljúf og nærgætin. Vandamálin komi hins vegar í ljós þegar glíma þurfi við vandamál og eins eiga þau erfið- ara með náin samskipti við annað fólk. Sem betur fer geta börnin þó brotist út úr þessum vítahring og mörg þeirra velja annað líf en for- eldrar sínir. Drykkja foreldra Ofdrykkja getur haft varanleg áhrif á börn þeirra sem hana stunda. Ekki alltaf síþreyta EINKENNI SEM LÍKJAST SÍÞREYTU GETA BENT TIL ANNARRA KVILLA. Margir líkamlegir og andlegir kvillar geta haft þreytu og slen í för með sér. Það er því mikilvægt að skoða málið vel áður en einkenni eru greind sem síþreyta. Meðal þeirra þátta sem geta útilokað síþreytu eru: ■ Kæfisvefn. Hann er algengur meðal offitu- sjúklinga en eins og aðrar svefnraskanir getur hann orsakað þreytu. ■ Óvirkni skjaldkirtils. ■ Viðloðandi hjartavanda- mál, til dæmis þar sem hjartað dælir of litlu. ■ Fylgikvillar lyfja. ■ Misnotkun áfengis eða fíkni- efna, jafnvel mánuðum eftir að neyslu líkur. ■ Sýkingar á borð við lifrabólgu B og C og sum illkynja æxli geta haft þreytu í för með sér. ■ Mikil koffínnotkun, svosem í kaffi, te eða súkkulaði. ■ Járnskortur kvenna sem missa mikið tíðablóð. ■ Loks geta andlegir kvillar á borð við þunglyndi, geðhvarfasýki og ímyndunarveiki orsakað þreytu, ásamt átröskunum á borð við búlimíu og anorexíu. Til að geta með vissu útilokað ein- hvern eða alla þessa þætti er rétt að fara í vandlega læknisskoðun og heimsókn til geðlæknis. Síþreytt? Eða er kannski eitthvað annað að hrjá hana? Lille Collection 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.