Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 25

Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 3 137 suður-afrískir þátttakend- ur á alnæmisráðstefnu sækja um hæli sem flóttamenn. Suður-afrísk yfirvöld segjast nú vera að rannsaka fréttir af því að 137 konur úr þarlendri sendinefnd á ráðstefnu um alnæmi, sem fram fór í Toronto í Kanada, hafi sótt um hæli sem flóttamenn. Alls mun 151 þátttakandi af ráð- stefnunni hafa sótt um hæli, til dæmis frá löndum eins og El Sal- vador, Simbabve og Úganda. Kan- adískur lögmaður innflytjenda segir konur sæta gróflegri mis- munun í þessum löndum. Þær misstu hemili sín og vinnu og þeim væri oft á tíðum hótað ofbeldi. Stefna Suður-Afríku í alnæmis- málum sætti harðri gagnrýni á ráðstefnunni. Þar er óheðfbundn- um lækningum haldið hæst á lofti og forsetinn, Thabo Mbeki, styður þá stefnu. Því hefur verið kennt um hversu hægt gengur að koma alnæmislyfjum í umferð þar í landi og var það mikið umtalsefni á ráðstefnunni. Stephen Lewis, talsmaður sam- einuðu þjóðanna um alnæmi, segir stefnu Suður-Afríku frekar hæfa vitstola öfgamönnum en mannúð- legu ríki. Heilbrigðisráðuneyti Suður-Afríku hefur skipað opin- berum starfsmönnum sínum að sniðganga Lewis í væntanlegri heimsókn hans. Hælisleitendurnir gista á gisti- heimili í Toronto þar til beiðnir þeirra hljóta afgreiðslu, sem getur tekið heilt ár. Leita hælis í Kanada 151 þátttakandi á kanadískri ráðstefnu um alnæmi hefur leitað hælis þar í landi. Börn alkóhólista eru líklegri til að ánetjast áfengi. Sérfræðingum ber saman um að börn sem alast upp hjá alkóhólist- um beri tilfinningaleg, hegðunar- leg og andleg ör. Skýrsla, byggð á rannsókn þar sem börn breskra alkóhólista voru skoðuð, sýndi fram á að þau voru fjórum sinnum líklegri til að ánetjast áfengi en önnur börn, auk þess sem hættan á fíkniefna- og spilafíkn jókst líka. Í skýrslunni kemur líka fram að 55 prósent tilfella heimilisofbeldis og 90 prósent barnamisnotkunar fóru fram á heimilum alkóhólista og að æska barna þeirra einkennd- ist oft af óreiðu, áföllum, ruglingi og nokkuð oft kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Með tilliti til fyrirliggjandi gagna og áliti sér- fræðinga komust höfundar skýrsl- unnar að þeirri niðurstöðu að þau vandamál sem börn alkóhólista upplifa í æsku hafi gríðarleg áhrif á þau síðar á lífsleiðinni. Í skýrslunni segir að börn geti brugðist við á þrjá ólíka vegu; þau draga sig inn í skel, fara í afneitun eða nota reynsluna til að styrkja sjálfa sig. Mörg þeirra, jafnvel þau sem leita í skelina, verða þó á full- orðinsárum almennileg, ljúf og nærgætin. Vandamálin komi hins vegar í ljós þegar glíma þurfi við vandamál og eins eiga þau erfið- ara með náin samskipti við annað fólk. Sem betur fer geta börnin þó brotist út úr þessum vítahring og mörg þeirra velja annað líf en for- eldrar sínir. Drykkja foreldra Ofdrykkja getur haft varanleg áhrif á börn þeirra sem hana stunda. Ekki alltaf síþreyta EINKENNI SEM LÍKJAST SÍÞREYTU GETA BENT TIL ANNARRA KVILLA. Margir líkamlegir og andlegir kvillar geta haft þreytu og slen í för með sér. Það er því mikilvægt að skoða málið vel áður en einkenni eru greind sem síþreyta. Meðal þeirra þátta sem geta útilokað síþreytu eru: ■ Kæfisvefn. Hann er algengur meðal offitu- sjúklinga en eins og aðrar svefnraskanir getur hann orsakað þreytu. ■ Óvirkni skjaldkirtils. ■ Viðloðandi hjartavanda- mál, til dæmis þar sem hjartað dælir of litlu. ■ Fylgikvillar lyfja. ■ Misnotkun áfengis eða fíkni- efna, jafnvel mánuðum eftir að neyslu líkur. ■ Sýkingar á borð við lifrabólgu B og C og sum illkynja æxli geta haft þreytu í för með sér. ■ Mikil koffínnotkun, svosem í kaffi, te eða súkkulaði. ■ Járnskortur kvenna sem missa mikið tíðablóð. ■ Loks geta andlegir kvillar á borð við þunglyndi, geðhvarfasýki og ímyndunarveiki orsakað þreytu, ásamt átröskunum á borð við búlimíu og anorexíu. Til að geta með vissu útilokað ein- hvern eða alla þessa þætti er rétt að fara í vandlega læknisskoðun og heimsókn til geðlæknis. Síþreytt? Eða er kannski eitthvað annað að hrjá hana? Lille Collection 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.