Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 50
38 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Hin 17 ára gamla Guðný Björk Óðinsdóttir, sem leikur með Íslandsmeistaraliði Vals, hefur svo sannarlega slegið í gegn í kvennaboltanum undanfarið ár. Hún lenti í því að meiðast illa og gat því ekkert leikið með Val í fyrrasumar en með mikilli hörku og dugnaði kom hún sér aftur í form og er óhætt að segja að hún hafi uppskorið ríkulega. Hún hefur átt fast sæti í meist- araliði Vals í sumar þar sem hún hefur farið á kostum. Frammistaða hennar hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með kvennaboltanum því allir landsliðsþjálfarar Íslands hafa valið hana í sitt lið og hún náði þeim einstaka árangri í sumar að leika með öllum landsliðum Íslands á rétt rúmu ári. Fyrsta landsleik sinn lék hún með U-17 liðinu í Noregi 4. júlí 2005 og þann 16. júní á þessu ári lék hún fyrsta A-landsleikinn með Íslandi gegn Portúgal og hún lok- aði því hringnum á innan við ári því inni á milli lék hún með U-19 og U-21 árs liðinu. „Ég sleit krossbönd fyrir tveim- ur árum og var því ekkert að spila framan af. Ég kom mér síðan hægt og rólega inn í byrjunarliðið og eftir það hafa hlutirnir gengið ótrúlega vel. Það er ekki hægt að neita því,“ sagði Guðný Björk sem lagði mikið á sig til að komast aftur í form en átti kannski ekki von á svona svakalega góðri upp- skeru. „Ég bjóst aldrei við þessu fyrir þremur árum því þetta er með ólíkindum. Ég æfði mikið sjálf eftir meiðslin, lyfti mikið og var stundum að lyfta tvisvar á dag og fór líka á æfingar. Það er verulega ljúft að uppskera svona og ég get ekki neitað því að innst inni er ég stolt af sjálfri mér,“ sagði Guðný Björk og hún á vel inni fyrir því enda afrek hennar einstakt. Þrátt fyrir hraðan uppgang segist Guðný eiga mikið inni og hún stefnir hærra. „Ég vil prófa að spila úti. Ég horfi þá helst til Skandinavíu og þá aðallega Svíþjóðar enda deildin þar sterk og spennandi. Ég á ekki von á því að fara til Bandaríkj- anna eins og svo margar stelpur hafa gert en maður á samt aldrei að segja aldrei,“ sagði hinn nýbak- aði Íslandsmeistari sem verður 18 ára í næsta mánuði. Hvað ætli standi upp úr af öllum hennar afrekum síðasta árið en á þessum tíma hefur hún orðið Íslandsmeist- ari, spilað með A-landsliðinu og svo var hún í U-21 árs liðinu sem náði góðum árangri á árinu. „Innkoman í A-landsliðið. Það var ótrúleg tilfinning. Beta [Elísa- bet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals og aðstoðarþjálfari landsliðsins, innsk. blm] hringdi í mig og sagði mér að ég hefði verið valinn í landsliðið og ég hélt í fyrstu að hún væri að grínast því hún hafði sagt mér áður að það væri erfitt að komast inn í A-landsliðið,“ sagði Guðný Björk en hún kom af bekkn- um einni mínútu fyrir leikslok og játaði að hafa verið mjög stressuð en lítt reyndi á hana í leiknum. - hbg Knattspyrnukonan Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Vals, náði einstökum áfanga í sumar: Lék með öllum landsliðum Íslands á ellefu mánaða tímabili AFREKSKONA Guðný Björk Óðinsdóttir hefur slegið í gegn í kvennaboltanum og verður spennandi að fylgjast með uppgangi þessarar efnilegu stelpu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ����� � ������ �� ���� ������������� ������� ������������� �������������������������� ���������������������������� ����������������������� ����� ������������������������������� ��������������������������������� ������������������������������ ������������������������������� ������������������������������� ����������������������������� �������������������������� ���������������������������� ���� ��������������������������� �������������������� ��������������� ������������ ������������������������������� �������������������������������� ������������������������������ ������������������������������ �������������������������������� �� ������������������������������������� ��������������������������������� ��� �� ������� ��� ������������������������� �������������������������� ��������� �������������������������������� ���������������������� ������������������� �������� ���������������������������������� ���������������������������������� ���������������������������������� �������������������������������� ��� ��������������������������� ������������������������������� ���������� ��������������������� ������������� ��������������������� ������������ ��� �� ����� FÓTBOLTI Lawrie Sanchez, lands- liðsþjálfari Norður Írlands, er enn að komast yfir skellinn sem hans menn fengu gegn Íslandi um helg- ina og hann er búinn að finna ástæðuna fyrir tapinu. Hann hefur ákveðið að fara hina klassísku leið að skella skuldinni á fjölmiðla og segir að fjölmiðlar í landinu hafi gert of mikið úr hans liði og byggt upp of miklar væntingar án þess að nokkur innistæða væri fyrir slíkri bjartsýni. „Fyrir leikinn hélt landsliðs- þjálfari Íslands upp blaði sem sagði að þetta væri leikur sem Norður-Írland ætti að vinna. Ég sagði það aldrei. Það voru fjöl- miðlar sem voru að byggja upp þessar væntingar en ekki ég,“ sagði Sanchez en hans menn þurfa klárlega á góðum úrslitum að halda gegn Spáni á miðvikudag til að halda í vonina um að gera eitt- hvað í riðllinum. „Allir sem voru á mínum blaða- mannafundum geta staðfest að ég sagði aldrei neitt slíkt. Bæði leik- mennirnir og ég héldum því fram allan tímann að íslenska liðið væri jafnsterkt og okkar. Eiður Smári er heimsklassaleikmaður og nokk- uð fyrir ofan það sem við höfum og Ísland var alltaf líklegt til að sigra.“ Sanchez tekur málið mjög alvarlega og hann segir að fjöl- miðlar hafi farið langt fram úr sér í umfjöllun sinni fyrir leikinn. „Fjölmiðlarnir svífast einskis. Við töpum leiknum og þá erum við allt í einu lélegt lið. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Bæði lið áttu möguleika á laugardag og Ísland nýtti sín færi. Nú þurfum við að endurheimta virðingu okkar og sýna stuðningsmönnunum betri leik en við gerðum á laugardag,“ sagði Sanchez. - hbg Lawrie Sanchez útskýrir tapið gegn Íslandi: Skellir skuldinni á fjöl- miðla og segir þá ljúga LAWRIE SANCHEZ Er ekki að taka tapinu gegn Íslandi sérstaklega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það gekk mikið á hjá Chel- sea og franska varnarmanninum William Gallas og þótt Gallas sé farinn til Arsenal er orrahríðinni hvergi lokið. Chelsea skaut föstum skotum að Gallas á heimasíðu sinni í gær þar sem því var haldið fram að leikmaðurinn hefði hótað að skora sjálfsmark, láta reka sig út af eða gera viljandi mistök ef félagið myndi láta hann spila gegn Man. City í upphafsleik leiktíðar- innar. Chelsea segir að stuðnings- menn félagsins eigi skilið að heyra sannleikann um Gallas. „Hann neitaði fyrst að spila fyrir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins gegn Liverpool til að þvinga fram betra samningstil- boð frá Chelsea,“ segir meðal ann- ars í yfirlýsingu Chelsea. „Fyrir fyrsta leikinn á tímabilinu, þegar aðeins fjórir varnarmenn voru heilir heilsu, þá neitaði hann að spila. Í kjölfarið hótaði hann því að eyðileggja leikinn ef hann yrði þvingaður til að spila.“ - hbg William Gallas: Hótaði að skora sjálfsmark WILLIAM GALLAS Borinn þungum sökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.