Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 15 TEHERAN, AP Kofi Annan, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, þótti óvirtur af forseta Írans í heimsókn sinni þangað á dögunum. Annan hafði mælst til þess að ríkjandi söguskoðun um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, væri ekki dregin opinberlega í efa af írönskum ráðamönnum, því það myndi vekja reiði Ísraelsmanna. Lokadag heimsóknar Annans tilkynntu Íranar hins vegar um væntanlega ráðstefnu í Íran, en á henni er ætlað að rannsaka svokallaðar ýkjur um helförina. Kofi Annan brást við með yfirlýsingu um að hann teldi helförina „óyggjandi sögulega staðreynd“. - kóþ Deilur um söguskoðun: Annan lítils- virtur í Íran KOFI ANNAN SVÍÞJÓÐ Sænski presturinn Helge Fossmo hefur viðurkennt að hafa skipulagt morð á eiginkonu sinni í bænum Knutby í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Fossmo viðurkenndi morðið í sjónvarpsviðtali í síðustu viku, að sögn vefútgáfu Expressen. Í ársbyrjun 2004 var lögreglu tilkynnt um skotárás á tvo menn í Knutby, þar á meðal eiginkonu Fossmos sem fannst látin í rúmi sínu. Barnfóstra fjölskyldunnar, Sara Svens- son, játaði strax á sig morðið. Nokkrum vikum síðar var Helge Fossmo tekinn höndum. Um leið hófst rannsókn á andláti fyrri eiginkonu hans sem lést þegar hún datt í baði árið 1999. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að Foss- mo hafði ægivald yfir barnfóstrunni, hafði skipulagt morðið á eiginkonu sinni og notað Svensson sem handbendi sitt. Þetta var þó aðeins hluti af heildarmyndinni því Fossmo var alvaldur í söfnuðinum í Knutby. Söfn- uðurinn hafði einangrað sig frá umheimin- um. Sumarið 2004 var Svensson dæmd til vist- ar á réttargeðdeild en Fossmo dæmdur í ævi- langt fangelsi. Hann var dæmdur á grund- velli skipana í sms-skilaboðum til Svensson en hann hefur alltaf neitað hlutdeild í morð- inu þar til nú. - ghs LÖGREGLA KÖLLUÐ TIL Barnfóstra fjölskyldunnar ját- aði á sig morðið fljótlega eftir að rannsókn lögreglu hófst en presturinn játaði ekki fyrr en í sjónvarpsvið- tali í vikunni. Sænskur prestur, sem lagði á ráðin um morð á eiginkonu sinni, hefur játað: Fossmo var alvaldur í söfnuðinum MENNTAMÁL Nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun laga um grunnskóla auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi um hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðunina og hver framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans. Nefndin, sem var skipuð af menntamálaráðherra, hefur haldið fundi með fjölmörgum hagsmunaaðilum og. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum í ársbyrjun 2007. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu menntamálaráðu- neytisins. - sdg Lög um grunnskóla í skoðun: Nefndin vill fá álit almennings Tveir ölvaðir undir stýri Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði um liðna helgi tvo ökumenn sem reynd- ust ölvaðir undir stýri. Báðir voru þeir stöðvaðir við reglubundið eftirlit. LÖGREGLURÉTTIR LÍKNARMÁL Styrktarfélag Krabba- meinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell á Íslandi, skrifuðu í liðinni viku undir samstarfssamning, en öll börn á aldrinum tíu til átján ára sem greinast með krabbamein munu fá Dell fartölvu að gjöf frá EJS. Samningurinn, sem er til tveggja ára, skiptir sköpum fyrir þjónustu Styrktarfélagsins, en krabbameinssjúk börn eru oft fjarri skóla vegna lyfjameðferðar og munu fartölvurnar nýtast börnunum í fjarnáminu. Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna varð fimmtán ára á laugardag. - rsg EJS styrkir krabbameinssjúka: Fá tölvur sem nýtast í fjarnámi UNDIRRITUN Jón Viggó Gunnarsson, forstjóri EJS, og Óskar Örn Guðbrands- son, framkvæmdastjóri SKB, undirrituðu samninginn að viðstöddum Jóhanni Bjarna Þorsteinssyni, Snædísi Björtu Ágústsdóttur og Þóri Valdimarssyni sem fengu fartölvu að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.