Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ����������������������������� Þegar ég var lítil fannst mér helst vanta í innkaupastefnu heimilisins nauðsynjar eins og cocopuffs. Móðir mín studdi á þessum árum einbeitt næringar- fræði húsmæðraskólans og bauð bara upp á hafragraut og lýsi í morgunverð. Ég öfundaði sumar vinkonur mínar sárlega af að búa ekki við svo þröngan kost og sór þess dýran eið að kaupa daglega cocopuffs þegar ég yrði stór. Árum síðar fylgi ég hinsvegar heilsustefnunni hennar mömmu og elda hafragraut alla morgna. Svona tókst heilaþvotturinn vel í æsku. ÞVÍ MIÐUR er lífið orðið flókn- ara en svo að það dugi að sneiða hjá augljósu ruslfæði til að lifa vel. Nú skal velja lífrænt rækt- að, ekkert hvítt hveiti og drekka einungis vatn og grænt te. Kaffi er auðvitað hroðalegt eitur og sykur annað orð yfir viðbjóð. Hljómar kannski ekki kynþokka- fullt að pressa hveitigras í frí- stundum en er ábyggilega rosa- lega hollt. MANN gæti hryllt við hinum svakalegu máltíðum fortíðarinn- ar. Ferðunum í sveitina til góðu frænku sem bar á borð jólakök- ur, kleinur og kaffi. Baneitrað allt saman, yfirfullt af hvítu hveiti, koffeini og hinum við- bjóðslega sykri. Mesta furða að svo mörgum takist að ná fullorð- insárum hafandi verið aldir upp á þessum úrgangi. ÞÓ MAÐUR sé orðinn svona uppfræddur um gott og illt hefur boðskapurinn um vítamín ekki þokast inn í höfuðið. Mér hefur hreinlega aldrei fundist sam- hengi í þeirri hugmynd að fjöl- breyttur matur dugi ekki til að fylla mann hreysti og fjöri. Að pillur framleiddar á rannsóknar- stofu eftir efnafræðiformúlum séu nauðsynleg viðbót til að njóta fullrar heilsu. Ef sú væri raunin hlytum við að vera illa hönnuð í upphafi. OG NÝLEGA barst einmitt frétt sem studdi þetta hugboð einfeldningsins um að áróðurinn fyrir vítamínum ætti frekar rætur í bissness en umhyggju fyrir heilsufari. Einmitt um að þau væru í besta falli gagnslaus en í versta falli skaðleg. Allar þær milljónir sem tyggja fjör- efnin sín daglega í góðri trú geta semsagt verið fegin að vera enn við sæmilega heilsu þrátt fyrir allt. En viðskipti eru viðskipti og kannski deyja margir úr vítam- ínum áður en yfir lýkur. Við hin deyjum bara úr einhverju öðru. Vítamín AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.