Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 UMRÆÐAN Þjóðaröryggisdeild Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra má eiga það að hug- myndir hans vekja athygli. En það þýðir ekki að hugmyndir hans séu endilega góðar. Nú vill hann sann- færa þjóðina um nauðsyn þess að stofna leyniþjónustu. Engin þörf á leyniþjónustu Síðastliðið vor var samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um sérstaka greiningar- deild Ríkislögreglu- stjóra sem rannsaka á landráð og skipulagða glæpastarfsemi, hryðju- verk og óvini ríkisins. Slík deild er algjört nýmæli hér á landi og á hún m.a. að sinna rann- sóknum áður en nokkur glæpur er framinn. Í umræðunni um grein- ingardeildina boðaði ráðherrann að vald- heimildir til þessarar greiningar- deildar yrðu auknar í framtíðinni. Og nú ætlar Björn Bjarnason að ganga enn lengra og er farinn að tala fyrir íslenskri leyniþjón- ustu. Að mínu mati er engin þörf á leyniþjónustu á Íslandi. Það er hins vegar full ástæða til að óttast slíka starfsemi. Vonandi man almenningur eftir aðgerðum ríkis- valdsins gegn Falun Gong en þá komu íslensk stjórnvöld á fót fangabúðum í Njarðvík og stöðv- uðu ferðamenn á grundvelli litar- hafts og studdust við svarta lista um meinta iðkendur Falun Gong. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða hlutverki leyniþjónust- an hefði getað gegnt við þessar aðstæður. Hættan á misnotkun á starf- semi á borð við leyniþjónustu er svo sannarlega fyrir hendi. Og það að tengja brotthvarf hersins við hugsanlega þörf á slíku apparati tekur engu tali. Bandaríski herinn var aldrei með leyniþjónustu fyrir Ísland og því þarf ekki að setja á fót slíka starfsemi vegna brott- hvarfs hans. Að auki má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt af sér þann sóma eða þroska að afhenda eldri gögn sem varða hleranir og stendur nú virtur lögmaður í stappi við yfirvöld um afhendingu þessara gagna. Verkin tala Séu þessar áherslur dómsmála- ráðherrans settar í samhengi við fyrri verk hans aukast áhyggjurn- ar enn frekar. Nýlega lagði dóms- málaráðherra fram lagafrumvarp sem átti að heimila símhleranir án dómsúrskurðar. Hann lagði einnig til frumvarp sem heimilar lög- reglu að halda eftir gögnum frá verjanda ótímabundið. Ráðherr- ann hefur þrefaldað fjölda sérsveitarmanna á skömmum tíma og aukið fjárframlög til Ríkislögreglustjóra um 30%. Þá var samþykkt frumvarp Björns Bjarnasonar sem skerða möguleika fólks á gjaf- sókn vegna réttarhalda, sérstaklega í málum sem geta varðað mál- sóknir gegn ríkisvald- inu. Útlendingalög Björns Bjarna- sonar eru sömuleiðis þekkt, þar sem réttindi fjölda Íslendinga til að sameinast erlendum maka sínum á grundvelli hjúskapar voru skert vegna 24 ára reglunnar svo- kölluðu. Í lögunum er einnig að finna heimild til Útlendingastofn- unar til að fara fram á lífsýnatöku úr útlendingum. Eitt ósanngjarn- asta atriðið í þessari lagasetningu er þó sennilega það að sönnunar- byrði var snúið við þannig að Íslendingar og erlendir makar þeirra þurfa nú að sanna fyrir yfirvöldum að þeir búa ekki í málamyndahjónabandi. Til að bæta ofan á alla þessa upptalningu hafa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins varið skilyrðis- lausan rétt atvinnurekenda til að taka lífsýni úr starfsfólki sínu og lögfest að afhending IP-talna í tölvum skuli vera án dómsúr- skurðar. Mér finnast þessi verk ríma afskaplega illa við hugmyndir um einstaklingsfrelsi eða þá hug- myndafræði að verja einstakling- inn fyrir ágangi ríkisvaldsins. Frelsið fer hægt Frelsisskerðing er oftast nær hægfara þróun en verður ekki í einu vetfangi. Aukið eftirlit og skerðing á persónuréttindum eru ætíð réttlætt með góðum tilgangi. Það er styttra í stóra bróður George Orwell en margur heldur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Leyniþjónusta í staðinn fyrir her? Að mínu mati er engin þörf á leyniþjónustu á Íslandi. Það er hins vegar full ástæða til að óttast slíka starfsemi. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Þingmönnum ekki boðið Athugasemd frá Sjálfstæðisflokknum vegna fréttar á sunnudag Vegna frétta í gær og í dag af reiðtúr um Hengilssvæðið þar sem forráðamenn Eldhesta voru sagðir hafa boðið þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum í skoðunarferð um hugsanlegt virkjanasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er rétt að taka fram að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins var ekki boðið fyrir milligöngu undirritaðrar, eins og algengt er um slík boð. Þeir þingmenn sem undirrituð hefur haft samband við, kannast ekki við að hafa verið boðið og borgarfulltrúar ekki heldur. Samkvæmt upplýsingum frá Hróðmari Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra Eldhesta, var reynt að ná í þrjá eða fjóra þingmenn með eins dags fyrirvara. Ekki náðist í nema einn og sá gat ekki þegið boðið. Af fréttum um ferðina að má draga þá ályktun að öllum þingmönnum og öllum borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins hafi verið boðið en enginn þeirra þegið. Hið rétta er að ekki nema einn vissi um ferðina og sá sér ekki fært að þiggja hana með svo skömmum fyrirvara. Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. BRÉF TIL BLAÐSINS Spurningar til borgarstjóra Samtök um betri byggð vilja Reykjavíkurflugvöll burt Samtök um betri byggð hafa lengi barist fyrir bættu skipulagi höfuðborgarinnar með aðaláherslu á að flugvöllur fari úr Vatnsmýri og að þar rísi miðborgarbyggð. [...] Það vakti því furðu Samtaka um betri byggð, að við athöfn á Þingeyrarflugvelli á dögunum, lýsti samgönguráðherrann því yfir, að valdataka nýs meirihluta í Reykjavík, vekti sér vonir um að takast mundu samningar um áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni! Samtökin hafa beðið eftir svari borgar- stjórans við þessum furðulegu ummælum, en hafa enn ekki orðið vör við það. Því er spurt: Hvaða tilefni hefur samgönguráðherrann, Sturla Böðvarsson, til að gera sér vonir um að hinn nýi meirihluti í borginni svíki þetta kosningaloforð sitt? Hefur eit- hvað gerst eftir kosningar sem gefur honum tilefni til þess? Þögn meirihlutans við þessum orðum ráðherrans er óskiljanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.