Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 42

Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 42
■■■■ { nýir bílar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Á GÖTUNNI >> Á GÖTUNNI >> 2 Fjöldi áhugaverðra nýjunga í bíla- iðnaðinum eru í gangi um þessar mundir og meðal nýjunga á sviði umhverfisverndar eru svo skall- aðir „hybrid“-bílar sem eru hvort tveggja í senn bensínbílar og raf- magnsbílar. Toyota Prius bíllinn er til að mynda búinn hybrid-kerfinu, bensínvélin nýtist bílnum í venju- legum akstri en þegar ekki er þörf á mikilli orku tekur rafmagnsvélin við, en auk þess er einnig hægt að keyra bifreiðina á rafmagnsvélinni einni sér. Með þessari tækni er bíll- inn mun sparneytnari en venjulegir bílar af svipaðri stærð. Toyota Prius eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri samkvæmt upp- lýsingum frá Toyota. Nýlega komst Skoda Octavia bíll frá Heklu hringinn í kringum Ísland á einum tanki af dísilolíu. Tækn- inni hefur fleygt fram á því sviði og samkvæmt tölum frá Heklu eyðir bíllinn aðeins 4,9 lítrum á hundraði í utanbæjarakstri og munar þar um nýja hreyfiltækni þar sem samrás- arinnsprautun leiðir til mikils orku- sparnaðar. Wolkswagen-fyrirtækið hefur sett á markað tvo metangasbíla, annars vegar Wolkswagen Caddy og hins vegar Wolkswagen Tour- an. Metangas er unnið úr úrgangi og er meðal annars hægt að kaupa það hjá Sorpu hér á Ísland. Útblást- urinn frá metangasbifreiðunum er alveg hreinn og kostar rúmmetri af eldsneytinu sem svarar til 1-2 lítra af 95 oktana bensíni aðeins 88 krónur. Iðntæknistofnun og fyrirtæk- ið Kjötmjöl stóðu að rannsókn- arverkefni á kostum lífdísilolíu. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir var ein þeirra sem vann að verkefninu. „Lífdísilolía er lífrænt eldsneyti sem er búið til úr jurtaolíum og sólblómaolíum sem er síðan bland- að við alkóhól og hvarfað. Það er bæði hægt að nota þetta beint eða blanda í dísilolíu.“ Kostirnir við lífdísilolíu eru að sögn Þórhildar þeir að losun á gróðurhúsaloftteg- undum er mun minni auk þess sem minna sót myndast við bruna þess. „Þetta er ennþá tilraunaverkefni, það hefur enginn framkvæmda- aðili tekið þetta að sér ennþá, en þetta er mjög gott eldsneyti.“ Ef lífdísilolía er blönduð 5 prósent á móti venjulegri dísilolíu þá hefur það mjög góð áhrif á bruna olíunar og minnkar mengun frá bílum mun meira en sem samsvarar þessum hlutföllum. Í sátt við umhverfið Samhliða því að fjöldi einkabíla hefur aukist stöðugt síðastliðin ár, hefur bílaiðnað- urinn tekið framförum í átt til þess að framleiða umhverfisvænni ökutæki og betra eldsneyti. Ýmsir nýir bílar brenna mun minna eldsneyti og eru því bæði hagkvæmir hvað fjárhaginn varðar og umhverfið. Toyota Prius er svokallaður twin-bíll, hann er knúinn áfram af rafmagni og hefð- bundnu eldsneyti. Hekla selur tvær tegundir metangasbíla hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SX4 er nýr sportjepplingur frá Suz- uki, bíll með kröftugt útlit, mikla veghæð, 19 cm, og fjöðrun fyrir fjölbreyttar aðstæður. „Crossover“-hönnun SX4 gefur ökumanni og farþegum meira rými, hærra aðgengi og betri yfir- sýn. Intelligent AWD drifbúnaður SX4 gefur möguleika á framdrifi, sjálfvirku sítengdu fjórhjóladrifi og læstu fjórhjóladrifi. Í SX4 samein- ast eiginleikar fólksbíls og fjór- hjóladrifinna jeppa. SX4 fæst með tveimur vélar- stærðum 1,6 l 107 hestafla og 2,0 l 146 hestafla. Með minni vélinni er eingöngu boðið upp á 5 gíra bein- skiptingu, en með þeirri stærri er val um 5 gíra beinskiptingu eða 4 þrepa sjálfskiptingu. Margvíslegur búnaður er í boði í SX4, en mismunandi eftir gerðum. Meðal annars er boðið upp á tölvu- stýrða loftkælingu, skriðstilli, vönd- uð hljómtæki með 6 diska geymslu og fjarstýringu í stýri. Allir bíl- arnir koma á 16“ álfelgum. Öryggisbúnaður er eins og best gerist, sex öryggisloft- púðar, 3 punkta belti við öll sæti, ABS hemlar með EBD átaksdreifingu og ISO-FIX barnastólafestingar. Kröftugur sportjepplingur Suzuki SX4 sameinar eiginleika fólksbíls og fjórhjóladrif- inna jeppa. Ef einhvern langar í dugmikinn sportjeppa á fólksbílaverði, þá er Hyundai Tucson vænlegur kostur. Útgangspunkturinn í hönnun bílsins er að sameina það besta úr fólksbílaflokki annars vegar og jeppaflokki hins vegar. Veghæð, aðfallshorn og vaðdýpt hæfir öfl- ugum jeppaeiginleikum bílsins vel og þar sem hann er einnig búinn rafstýrðri driflæsingu, nýtur Tucson sín ekki síður á vegleysum eða við slök akstursskilyrði. Þá er fjórhjóla- drifið aðeins virkt þegar þess er þörf og nýtur Tucson sín því ekki síður sem afar rúmgóður og lipur borgarbíll. Tucson kom á markað fyrir tveimur árum og hefur á þeim stutta tíma unnið til fjölda viðurkenn- inga. Má þar nefna gullverðlaunin í sínum flokki í IQS-gæðakönnun JD Powers og 1. sætið í flokki jeppa og jepplinga í vali íslenskra bílablaða- manna á bíl ársins 2004. Þetta er jafnframt einn af söluhæstu bíl- unum í 4x4 flokknum, enda þykir hann sameina mikla fjölhæfni, hátt búnaðarstig og afar gott verð. Hátt búnaðarstig og gott verð Hyundai Tucson er verðlaunaður sportjeppi á fólksbíla- verði. Vélar (B): 1,4 l/75 hö, 1,6 l/110 hö Vélar (D): 1,4 l/70 hö Skiptingar: 5g (bsk), 4g (ssk) 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 282 l Árekstrarpúðar: 4 ABS Umboð: Brimborg Verð frá: 1.629.000 Citroën C3 SX Vélar (D): 3,0 l/218 hö Skiptingar: 5g (ssk) 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 978-1.909 l Árekstrarpúðar: 6 ESP stöðugleikabúnaður Umboð: Sparibíll Verð frá: 5.490.000 Jeep Grand Cherokee Ltd 3,0 CRD Vélar (B): 2,5 l/170 hö Vélar (D): 2,5 l/170 hö Skiptingar: 5g (bsk), 5g (ssk) 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 840 l Árekstrarpúðar: 2 ESP Umboð: Árfell Kia Ísland Verð frá: 3.675.000 Kia Sorento Vélar (B): 4,4 l/306 hö, 4,2 l/400 hö Vélar (D): 3,6 l/272 hö Skiptingar: bsk/ssk 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 535-2.091 l Árekstrarpúðar: 6 Terrain Response, fjölþætt DSC og HDC Umboð: B&L Verð frá: 9.800.000 Range Rover Vélar (B): 1,6 l/115 hö, 2,0 l/135 hö Vélar (D): 1,5 l/86 hö, 1,9 l/130 hö Skiptingar: bsk/ssk 4-5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 520/780/1.600 l Árekstrarpúðar: 6 Umboð: B&L Verð frá: 2.190.000 Renault Megane Sport Tourer/Saloon Vélar (B): 2,0 l/129-150 hö, 2,5 l/218 hö, 3,0 l/258-306 hö Vélar (D): 2,0 l/122-163 hö, 3,0 l/197- 286 hö Skiptingar: bsk/ssk 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 460-1.385 l Árekstrarpúðar: 6 Fjölþætt DSC kerfi Umboð: B&L Verð frá: 3.670.000 BMW 330i Touring chevrolet aveo Vélar (B): 1,4 l / 94 hö Skiptingar: 5g (bsk), 4g (ssk) 4 dyra / 5 sæta Farangursrými: 350-1100 l Árekstrarpúðar: 4 ABS og EBD Umboð: Bílabúð Benna Verð: 1.499.000 (bsk), 1.689.000 (ssk) Chevrolet Aveo Vélar (B): 1,4 l/80 hö, 1,6 l/100 hö Skiptingar: 5g (bsk) 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 268 l Árekstrarpúðar: 6 Umboð: Brimborg Verð frá: 1.590.000 Mazda 2 Vélar (B): 3,5 l/270 hö Skiptingar: 7g (ssk) 5 dyra / 6 sæta Árekstrarpúðar: 8 ESP stöðugleikakerfi Umboð: Sparibíll Verð frá: 7.335.000 Mercedes Benz R350 AWD Vélar (B): 4,0 l/210 hö, 4,6 l/292 hö Skiptingar: ssk 5 dyra / 5 sæta Farangursrými: 1.275 l Árekstrarpúðar: 6 Umboð: Brimborg Verð frá: 4.340.000 Ford Explorer XLT 4x4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.