Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 6
6 18. september 2006 MÁNUDAGUR KJÖRKASSINN Skjá dagar í september! Ótrúlegt v erð! frá19.900- tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS VATÍKANIÐ, AP Benedikt XVI páfi sagðist í gær vera „innilega leið- ur“ yfir þeim viðbrögðum sem nýleg ummæli hans um íslam hafa valdið. Hann sagði orð sín, að boðskapur Múhameðs hefði verið illur og ómannúðlegur, vera tilvitnun í miðaldatexta sem lýsti ekki hans eigin skoðunum. „Ég vona að þetta friði hjörtu og skýri hina sönnu merkingu ávarps míns, sem var boð um opinskáa umræðu, með gagn- kvæmri virðingu,“ sagði páfinn. Mikil reiði hefur brotist út meðal múslima í kjölfar ræðunn- ar. „Annað hvort biðstu afsökun- ar almennilega eða ekki,“ sagði Mehmet Aydin, innanríkisráð- herra Tyrklands. „Ertu leiður yfir að hafa sagt svona lagað, eða ertu leiður yfir afleiðingunum?“ Byssumenn í Sómalíu drápu í gær ítalska nunnu og lífvörð hennar við spítalann, þar sem hún vann við hjálparstörf. Íslamskir bókstafstrúarmenn ráða nú ríkj- um í landinu og segir Yusuf Mohamed Siaf, yfirmaður örygg- ismála þarlendis, að einn hafi verið handtekinn fyrir morðið og annars sé leitað. „Þetta gætu hafa verið menn sem voru ósáttir við ræðu páfa, sem reitti alla mús- lima heimsins til reiði,“ sagði Siad. Yfirmenn Vatíkansins vonast enn til að páfi láti verða af ferð sinni til Tyrklands, þrátt fyrir mótmælaölduna. Það yrði fyrsta ferð Benedikts til lands sem er að mestu múhameðstrúar. - sgj Benedikt XVI páfi biðst afsökunar á að ræða sín hafi móðgað múslima: Mikil reiði í garð kaþólikka SYSTIR LEONELLA BENEDIKT XVI PÁFI Störf innan stjórnmálaflokka: • Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998 • Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999 • Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi: • Varaþingmaður Suðurlandskjör- dæmis 1983-1985 með hléum • Alþingismaður Suðurlandskjör- dæmis 1987-2003 (Alþýðu- bandalagið og Samfylkingin) • Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin) • Formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins 1988-1992 • Formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar frá 2004 Önnur störf: • Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982- 1990 • Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990 • Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítal- anna 1993-1995 ÞINGMAÐUR Í TUTTUGU ÁR STJÓRNMÁL Margrét Frímannsdótt- ir, þingkona og þingflokksformað- ur Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. „Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsam- legast að breyta um starfsvett- vang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kom- inn tími til þess að skipta um umhverfi.“ Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. „Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en von- andi getur ein- hver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mik- inn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórn- málum að þekkja til mála af reynslu.“ Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmála- mann. „Það er mikil eftirsjá í Mar- gréti því hún hefur verið einn öfl- ugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um ára- bil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæm- lega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmála- maður. Hún er stelpan af Stokks- eyri sem komst inn á svið stjórn- málanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. „Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram.“ magnush@frettabladid.is ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ÁVARPAR KJÖRDÆMISRÁÐIÐ Margrét Frímannsdóttir tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Þorlákshöfn. Hún segist kveðja svið stjórnmálanna sátt. Margrét stígur af sviði stjórnmálanna Margrét Frímannsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar, segir Össur Skarphéð- insson. Leiðtogahæfileikar Margrétar nýtast áfram, segir varaformaðurinn. STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir það mikil tímamót fyrir Samfylkinguna að Margrét Frí- mannsdóttir hafi ákveðið að stíga af sviði stjórnmálanna. Margrét var í forystuhlutverki þegar Samfylking- in varð til árið 1999 en hún var þá formaður Alþýðubandalagsins og hafði gegnt því embætti frá því árið 1995. „Það eru alltaf mikil kaflaskil þegar reyndir stjórnmálamenn eins og Margrét, sem er ljósmóðir Sam- fylkingarinnar, stíga af sviðinu. En fólk gerir það upp við sig, hverju sinni, hvenær það telur tímabært að gefa öðru fólki tækifæri. Það er alltaf betra að taka svona ákvarðan- ir þegar það er eftirsjá í manni, frekar en þegar kemur að þeim tímapunkti að stjórnmálamenn hafa lifað sjálfan sig í pólitík. Eins og er því miður alltof algengt og nýleg dæmi sanna.“ Margrét hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi í þau tvö kjörtímabil sem flokkurinn hefur boðið fram í þing- kosningum. Aðrir þingmenn Suður- kjördæmis eru Björgvin G. Sigurðs- son, Jóhann Ársælsson og Lúðvík Bergvinsson. - mh Ingibjörg Sólrún segir Margréti Frímannsdóttur vera ljósmóður Samfylkingarinnar: Mikil kaflaskil fyrir flokkinn INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Segir mikla eftirsjá í Margréti fyrir Samfylkinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÁTÍÐ Nýr bæjarstjóri Fjarða- byggðar, Helga Jónsdóttir, var boðinn velkominn til starfa á hátíð í Fjarðabyggð á laugardag. Mikið var um dýrðir á hátíðinni sem haldin var vegna sameiningar Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðar- hrepps og Mjóafjarðahrepps, við Fjarðabyggð. Helga Jónsdóttir tekur við af Guðmundi Bjarnasyni, fyrsta bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Fluttu núverandi og fráfarandi bæjarstjóri ræðu af því tilefni. Skipulögð dagskrá hafði verið sett saman í tilefni dagsins, en þar tróðu upp landsþekktir skemmti- kraftar á borð við Bríeti Sunnu og Snorra úr Idol. Dagskránni lauk með flugeldasýningu um kvöldið. - rve Fjarðabyggð: Bæjarstjóra vel fagnað REYÐARFJÖRÐUR Nýtt pósthús mun rísa á Reyðarfirði næsta sumar ef áætlanir um byggingu þess ganga eftir. Skóflustunga að húsinu var tekin á dögunum. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, kynnti við tækifærið tillögur um byggingu nýrra pósthúsa á tíu stöðum á landinu. Sú uppbygging er liður í þeirri ákvörðun stjórnar Íslandspósts að byggja upp starfsemi og þjónustu á lands- byggðinni. Stefnt er að því að framkvæmdum við þessi verkefni verði lokið á næstu þremur árum. - þsj Fyrsta skóflustungan: Pósthús rís á Reyðarfirði Yfir tuttugu látnir Að minnsta kosti 24 fórust og yfir áttatíu særðust í sex sprengingum í Kirkuk, á áhrifasvæði kúrda í norður- hluta Íraks. ÍRAK Ætlar þú að taka á móti Magna Ásgeirssyni í Smáralind? Já 7% Nei 93% SPURNING DAGSINS Í DAG: Bloggar þú? Segðu skoðun þína á visir.is MEÐ BLÓM Í HÖND Núverandi og fráfar- andi bæjarstjórar í Fjarðabyggð. Hægri öfgamenn auka við sig Flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, tapar fylgi í héraðskosningum í Mecklenburg-Vorpommern og Berlín, en flokkur hægri öfgamanna náði rúmum 7 prósentum atkvæða. ÞÝSKALAND

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.