Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 10
10 18. september 2006 MÁNUDAGUR REYKJAVÍK, 15.–22. SEPTEMBER www.reykjavik.is EVRÓPSK SAMGÖNGU- VIKA LOFTSLAGSBREYTINGAR Reykjavíkurborg tekur nú, fjórða árið í röð, þátt í Evrópsku Samgönguvikunni. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og mun dagskrá vikunnar taka mið af því. Leiðarljós Samgönguviku er hreint loft og verður lögð áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. DAGSKRÁ Mánudagur 18. september 12.00 Umhverfi og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Geta hjólreiðar og ganga verið raunverulegir valkostir fyrir íbúa Reykjavíkur? Munu vistvænni bílar ryðja sér til rúms í borginni? Er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið? Frummælendur: Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Samúel Torfi Pétursson skipulagsverkfræðingur. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson. Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla. Þriðjudagur 19. september 12.00 Heilsa og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Munu fleiri Reykvíkingar velja sér samgöngumáta með heilsufarslegan ávinning í huga? Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er að hjólreiða- og göngufólk verði sýnilegra í umferðinni. Frummælendur: Dagur B. Eggertsson læknir, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson. Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla. Meira um dagskrá Samgönguviku á www.reykjavik.is TALSMENN HREINS LOFTS Reykjavíkurborg LÍFSSTÍLL Rannsókn á lífsstíl sjö til níu ára grunnskólabarna hefst í haust og stendur fram til 2008. Tilgangurinn er að kanna hvort fræðsla, aukin hreyfing og bætt mataræði hafi áhrif á líkams- ástand og vellíðan barnanna. Sex grunnskólar í Reykjavík taka þátt í rannsókninni. Í þrem- ur þessara skóla verður kennur- um, skólastjórnendum, öðrum starfsmönnum og foreldrum ráð- lagt um næringu, hollustu og hreyfingu barnanna. „Við ætlum að stuðla að breytt- um kennsluháttum og koma á hreyfingu og fræðslu inn í dag- lega kennslu,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor við Íþrótta- fræðasetrið á Laugarvatni. Foreldrar barnanna fá fræðslu, til dæmis á vefsíðu rann- sóknarinnar, og þannig getur rannsóknin haft áhrif á þá líka. Börnin í hinum þremur skól- unum verða samanburðarhópur. Í öllum skólunum verða börnin vegin og mæld í upphafi og við lok rannsóknarinnar og sést þá hvort lífsstílsbreytingin hefur haft áhrif á börnin í þeim skóla þar sem mataræði hefur breyst og hreyfing aukist. - ghs HREYFING OG FRÆÐSLA „Við ætlum að stuðla að breyttum kennsluháttum og koma hreyf- ingu og fræðslu inn í daglega kennslu,“ segir Erlingur Jóhanns- son prófessor. Rannsókn á lífsstíl sjö til níu ára grunnskólabarna hefst í haust: Mataræði og hreyfingu breytt FJÁRFESTING Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í litháíska flutningafyrirtæk- inu Kursiu Linija. Þessi hluti kemur til viðbótar 70 prósent hlut sem Eimskip eignaðist fyrr á árinu og hefur félagið því eignast Kursiu Linija að fullu. Heildarkaupverð hluta Kursiu Linija nemur átta milljónum evra og fjármagnar Eimskip kaupin með eigin fé. Kursiu Linija rekur fimm skip með flutningsgetu frá 300- 650 teus. Heildarflutningsgeta gámaflota fyrirtækisins er 5.000 teus. - hs Eimskip kaupir Kursiu Linija: Fjárfestir fyrir 8 milljónir evra NEYTENDUR Sala á fersku spínati frá Bandaríkjunum hefur verið stöðv- uð í verslunum Hagkaupa vegna hugsanlegrar bakteríusýkingar. Þetta er spínat frá merkjunum „Hollt og Gott“ og „Earthbound Farms“. „Við fengum fregnir af þessu á laugardagsmorgun og vorum búin að fjarlægja vöruna úr verslunum okkar upp úr hádegi,“ segir Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru í Hagkaup- um. Neytendur eru hvattir til að skila þessu spínati aftur til verslana og fá það endurgreitt. Spínatið var afturkölluð í Bandaríkjunum, Kan- ada og Mexíkó og enn er verið að rannsaka hvort um sýkingu sé að ræða. Spínatið er talið vera valdur að alvarlegri sýkingu í Bandaríkjun- um sem nefnist e.coli. Bakterían getur haft alvarleg veikindi í för með sér en hefur ekki borið mikið á henni hérlendis. Einkenni sýk- ingarinnar er mismunandi en meðal þeirra eru niðurgangur og slæmir kviðverkir. „Það er enn verið að greina rót vandans í Bandaríkjunum og bíðum við átekta eftir svörum frá aðilum þar,“ segir Sigurður en nú þegar hafa versluninni borist þó nokkrar fyrirspurnir varðandi sýk- inguna frá viðskiptavinum. - aþ Hugsanleg bakteríusýking í spínati sem selt er í Hagkaup: Bandarískt spínat innkallað HUGSANLEGUR SÝKINGARVALDUR Ferskt spínat frá Bandaríkjunum var afturkallað í verslunum landsins vegna hugsanlegrar bakteríusýkingar sem ber nafnið Enterohemoragísk E.coli (EHEC). SKEGGJAÐUR BJÓRGÆÐINGUR Þátt- takandi í Oktoberfest í München brosir breitt fyrir ljósmyndarann á hinni hefðbundnu búningasýningu sem fylgir hátíðinni. Bjórdrykkjuhá- tíðinni lýkur ekki fyrr en þriðja októ- ber næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KIRKJUMÁL Guðmundur Sigurðs- son, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. „Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þess- ar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi,“ sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær hefur stjórn Skál- holts ákveðið að koma til fram- kvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungu- kirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagn- arfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup og formaður stjórnar Skál- holts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sókn- arnefndir í héraðinu. „Það hefur verið í gildi samningur sem geng- ið hefur út á það að standa í sam- einingu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skál- holtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sókn- irnar og sveitarfélagið um 20 pró- sent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreyt- ingin er fólgin í því að hafa tónlist- armann í fullu starfi hér á svæð- inu, til þess að efla starfsemi,“ sagði Sigurður. Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefnd- ir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. „Við vorum boðuð á fund 14. sept- ember og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi.“ Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að „ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skál- holtskirkju en almennt gerist.“ Þá segir einnig í greinargerð- inni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að „æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sum- artónleikanna og samstarfi Tón- skóla þjóðkirkjunnar, Skálholts- skóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til fram- kvæmda á árinu 2007.“ Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. „Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breyt- ingum í framkvæmd, með neinum hætti.“ magnush@frettabladid.is Eins og blaut tuska framan í organista Formaður Organistafélagsins segir fréttir um uppsögn organistans í Skálholti vera áfall fyrir stéttina. Vígslubiskupinn í Skálholti segir skipulagsbreytingar boðaðar í samráði við sóknarnefndir. Því neitar formaður Skálholtssóknar. ÚR SKÁLHOLTI Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.