Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 13
MÁNUDAGUR 18. september 2006 13 vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 06 -0 47 2 TÓKÝÓ, AP Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunar- beiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðar- lestum Tókýóborgar árið 1995. Áfrýjunarmöguleikar Asahar- as eru þar með að mestu tæmdir og verður dauðadóminum þá fullnægt innan hálfs árs. Þó geta lögmenn Asaharas enn freistað þess að krefjast nýrra réttarhalda eða lagt fram neyðarbeiðni um áfrýjun. Taugagasið sarín var notað í árásunum, sem urðu 27 manns að bana. - gb Leiðtogi hryðjuverkasafnaðar: Dauðadómur var staðfestur SHOKO ASAHARA Verður líklega tekinn af lífi innan hálfs árs.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðrétt- ingaraðgerð á kyni. Svo óvenjulega vill til að frambjóðandinn, sem heitir Annika Stacke, er prestur í Lammhult í Svíþjóð. Annika er ein af fáum frambjóðendum í heiminum sem hafa farið í leiðréttingu á kyni jafnframt því að starfa sem prestur. Annika býr í biblíubeltinu miðju, en svo kallast svæðið þar sem kristin trú er einna sterkust í Svíþjóð. Á þessu svæði er mikil andstaða gegn kvenkyns prestum. Stacke segist samt sem áður finna fyrir mikilli velvild. - ghs Kosningarnar í Svíþjóð: Kynskiptingur í framboði PAKISTAN Mannréttindasamtök í Pakistan hafa krafist þess að stjórnvöld ógildi íslömsk nauðgun- arlög sem eru við lýði í landinu. Samkvæmt núverandi lögum þarf kona að framvísa fjórum vitnum til þess að sanna að sér hafi verið nauðgað. Brot af þessu tagi eiga sér sjaldnast stað á almennings- vettvangi og því er nánast ómögulegt fyrir konur að fá tilskilinn fjölda vitna til að koma fram. Lögin voru sett árið 1979 af fyrrum herforingjastjórn landsins sem tilraun til að auka vægi íslamstrúar í pakistönsku samfé- lagi. Samtökin telja að lögin sverti ímynd Pakistans út á við. - þsj Pakistanskir aðgerðarsinnar: Vilja afnema nauðgunarlög PAUL WOLF-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.