Fréttablaðið - 18.09.2006, Blaðsíða 16
18. september 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Árleg sýning eigenda- og rækt-
endafélags landnámshænsna var
haldin á Hrafnagili í ágúst. Alls
voru sýndir um sjötíu fuglar. Um
sjö hundruð manns tóku þátt í vali
á fallegustu fuglunum og voru
úrslit þau að Grána þótti falleg-
asta hænan en Jónsi í svörtum
fötum fallegasti haninn. Verð-
launahænan er í eigu Atla Vigfús-
sonar á Laxamýri en Jónsi í svört-
um fötum er í eigu Einars
Gíslasonar á Brúnum í Eyjafirði.
Dætur Einars nefndu hanann eftir
söngvaranum góðkunna, sem er í
miklu uppáhaldi.
„Þetta er afskaplega mikill
heiður fyrir hanann,“ segir Einar
og bætir við: „Jónsi deilir kon-
ungsdæmi sínu og 30 hænum með
öðrum hana, Edda, sem er nefndur
eftir nágrannakonu minni. Jónsi
er miklu meira númer en Eddi og
það hefur auðvitað ekkert minnk-
að í honum fílingurinn eftir kosn-
inguna.“
Einar, sem kennir við Hrafna-
gilsskóla, segir hænsnaræktunina
aðallega vera skemmtilegt hobbí.
„Það er þó staðreynd að það eru
miklu betri eggin úr landnáms-
hænunum og svo eru þær miklu
viljugri að liggja á en ræktuðu
hænsnin. Það er búið að rækta alla
móðurtilfinningu úr þeim.“
Á landnámshænsnasýningunni
voru hanar einnig raddmældir.
Myndaðist gífurlegur hávaði á
sýningarsvæðinu þegar fimmtán
hanar göluðu hver í kapp við
annan. Af mörgum kröftugum
hönum reyndist Bubbi raddsterk-
asti hani landsins. Gal hans mæld-
ist 96 desibil, sem er svipaður
hávaði og inni á meðal diskóteki.
Eigandi Bubba er Ingi V. Gunn-
laugsson í Ólafsfirði. - glh
Jónsi fallegastur
en Bubbi galar hæst
EINAR GÍSLASON MEÐ JÓNSA Í SVÖRTUM
FÖTUM Fallegasti hani landsins í gífurlegum
fíling. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANNA HARÐARDÓTTIR
„Það er nú svo sem ekkert að frétta,“
segir Steingrímur Randver Eyjólfs-
son, smiður og stjarna þáttanna
Íslenski piparsveinninn sem Skjár
einn sýndi síðastliðinn vetur.
„Maður er nú bara hér á Egilsstöð-
um og það er nóg að gera.“ Stein-
grímur flutti aftur til æskuslóðanna
fyrir austan eftir að hafa búið á
Akureyri um hríð og er nú sjálfstætt
starfandi smiður. „Ég hafði nú engan
tíma fyrir sumarfrí. Maður er búinn
að vera mikið í að byggja
sólpalla og allskonar
fínerí.“
Eins og allir
landsmenn, eða
að minnsta kosti allir Austfirðingar, fylgdist
Steingrímur stíft með ævintýrum Magna
í Ameríku. „Hann stóð sig eins og hetja
og ég er bara nokkuð sáttur við nið-
urstöðuna. Ég held hann fái svakaleg
tækifæri út á þetta og hann er búinn
að meika það, allavega á Íslandi.“
Þekkir svo piparsveinninn Magna?
„Já já, við erum jafnaldrar og vorum
saman í bekk á Eiðum. Fínn strákur.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEINGRÍMUR RANDVER EYJÓLFSSON SMIÐUR
Var í bekk með Magna
Sjaldan eða aldrei hefur
annað eins framboð verið á
störfum á Íslandi. Atvinnu-
leysistölur eru í sögulega
lágmarki, öll blöð eru full
af atvinnuauglýsingum og í
gluggum fjölmargra versl-
ana og veitingastaða má
finna skilti þar sem auglýst
er eftir starfsfólki. Aldrei
áður í Íslandssögunni hefur
annað eins ástand ríkt.
„Hver einasti kjaftur sem nennir
að vinna getur valið úr störfum,“
fullyrðir Valgeir Ólafsson versl-
unarstjóri í Intersport í Smára-
lind. Hann segist vera heppinn og
er með fullmannaða búð eins og
er. „Við vorum með skilti úti í
glugga en það skilaði engu. Ef
maður fær engin viðbrögð við
auglýsingum þá verður maður
bara að leita í önnur fyrirtæki og
hreinlega yfirbjóða í starfsfólk.
Ég hef ekki þurft þess sjálfur en
þetta gera margir.“
Í Kringlunni, Smáralind og
Smáratorgi mátti í gær sjá auglýs-
ingar fyrir eftirfarandi störf: Hag-
kaup, Bónus og Rúmfatalagerinn
vantar fólk á kassa, áfyllingu og
vörumóttöku, Dótabúðina og
barnaskemmtistaðinn Veröldina
okkar vantar barngott fólk, fata-
búðirnar Monsoon, Adams og Ice
in a Bucket vantar fólk, og ef þú
vilt vinna í veitingageiranum
getur þú fengið vinnu hjá bakaríi
Jóa Fel, hjá Rikka Chan, Subway,
Energia og T.G.I. Fridays. Í öllum
tilfellum koma bæði hlutastarf og
fullt starf til greina. Og þetta er
bara toppurinn á ísjakanum því
þegar stjórar í búðum án skilta
voru spurðir var svarið yfirleitt
það að „jú, við erum alltaf að
leita að góðu fólki“.
„Við í fatabransanum
erum betur settir en þeir
sem eru í matvöru- eða
veitingahúsabransanum,“ segir
Valgeir í Intersporti. „Það er
greinilega ekki eins lásí að vinna
hjá okkur og á hamborg-
arastað, hvað þá að sitja
á kassa í stórmarkaði.
Svo skipta launin líka
öllu. Þeir sem vantar
alltaf fólk eru bara ekki
að borga eins vel og hinir,
þetta er nú ekki
flóknara en það.“
Gríðarleg
ásókn er í skóla-
krakka til starfa
og í mörgum
framhaldsskól-
um hafa menn
ekki undan að rífa
niður atvinnuaug-
lýsingar sem hengd-
ar eru upp í leyfisleysi. Í bakara-
bransanum heyrast svo raddir um
að ríkið eigi að hætta að skerða
bætur til öryrkja og ellilífeyris-
þega svo þeir komi frekar út á
vinnumarkaðinn.
Hverjar eru svo afleiðingar
þessa atvinnuástands? Starfsfólk
skiptir gríðarlega oft um vinnu,
það verður alltaf yngra og yngra
og þjónustan versnar. Fjölmörg
dæmi eru um versnandi þjónustu,
til dæmis eitt af pari sem fór á
ónefndan veitingastað og spurði
hvort það væri til púrtvín. Bráð-
ung gengilbeinan fór á barinn,
skoðaði á flöskurnar til að gá hvort
eitthvað af þeim innihéldi púrtvín
og kom svo til baka með tvö glös
af púrtvíni – með klökum í kók.
gunnarh@frettabladid.is
Atvinnuleysi – hvað er nú það?
VALGEIR ÓLAFSSON Í
INTERSPORTI Segir fyrirtæki
yfirbjóða starfsfólk hver
annars í leit að vinnuafli.
VILTU VINNA HJÁ OKKUR? Nú er allt morandi í atvinnuauglýsingum í búðargluggunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH
„Lágkúran sem
fólk getur farið
niður á ríður
vart við ein-
teyming,“ segir
Magnús H.
Skarphéðins-
son, formaður
Sálarannsókn-
arfélagsins
og dýravinur,
vegna frétta af
dýravændis-
húsinu í Danmörku. „Þetta hlýtur
að varða við lög í öllum siðmennt-
uðum löndum, eða ætti a.m.k. að
gera það. Allt venjulegt heiðarlegt
fólk hlýtur að fyllast miklum dapur-
leika við svona fréttum.“
Magnús bætir við: „Þetta er hins
vegar hinn endinn á hinu mikla
kynlífsfangelsi sem Vesturlanda-
búar eru í og birtist í allskyns
afbrigðilegheitum í kynhugmynd-
um og kynlífi. Flestir fá sjaldan
eða aldrei næga kynferðislega
útrás í lífi sínu og enn fleiri eru
með fordóma, ranghugmyndir og
sektarkennd yfir eðlilegri kynlöng-
un sinni, kynórum og kynhneigð.
Þessvegna leitar náttúran út í
þessi öngstræti eins og meðal
annars þarna birtist.“
SJÓNARHÓLL
DÝRAVÆNDISHÚS Í DANMÖRKU
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON
DÝRAVINUR
■ Ketill Larsen sýnir nú blóma- og
landslagmyndir sínar á Mokka.
Hann er með afkastamestu málur-
um og hefur málað 1.500 myndir á
þessu ári. Vincent Van Gogh skildi
aðeins eftir sig 900 málverk og 1100
teikningar.
Ketill er þegar búinn að selja
nokkrar myndir, en hann er með
tvö föst verð; 20 og 35 þúsund.
Vincent seldi hins vegar
bara eina mynd á
meðan hann var lif-
andi. Sú seldist á 400
franka árið 1890, eða
sirka 70 þús-
und krónur á
núgildi.
SAMANBURÐUR:
KETILL OG VAN GOGH
Hinn endinn á
kynlífsfangelsi
Vesturlandabúa
Sjálfbærar byggingar á Íslandi
Staðan í dag og framtíðarhorfur
Málþing haldið á vegum Sesseljuhúss og
Orkuseturs,
miðvikudaginn 20. september 2006, kl. 12.30-17.00
Dagskrá:
12:30-13:30 Varis Bokalders, arkitekt. Ekokultur Konsulter
AB, Stokkhólmi.
What is sustainable building and what does it look like?
13:30-13:55 Árni Friðriksson, arkitekt. ASK arkitektar.
Sjálfbær hús – nokkur íslensk dæmi
13:55-14:20 Sigurður Harðarson, Batteríið arkitektar.
Húsahönnun og veðurfar - þáttur sólar og vinds
14:20-14:50 Kaffi . Sýningin Að byggja og búa í sátt við umhverfi ð
er opin gestum.
14:50-15:15 Björn Marteinsson, sérfræðingur. Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins og dósent við verkfræðideild HÍ.
Sjálfbærar byggingar - hvaða kröfur gerir slíkt á
íslenskum markaði?
15:15-15:40 Daði Ágústsson, Ljóstæknifélag Íslands
Framtíðarljósgjafi nn LED - Ljóstvisturinn
15:40-16:00 Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri
Orkuseturs.
Orkunotkun húsa – nýjar lausnir.
16:00-17:00 Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstaður: Sesseljuhús umhverfi ssetur, Sólheimum
Fundarstjóri: Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir,
forstöðumaður Sesseljuhúss.
Aðgangur er ókeypis.
Skráning: Sesseljuhús, s. 480 4470, bergthora@solheimar.is
Orkusetur, s. 569 6085, sif@os.is
Samfylking skiptir um
skoðun
„Þegar húsfyllir varð á
tónleikum heimsfrægra tón-
listarmanna í Laugardalshöll
í janúar síðastliðnum skipti
Samfylkingin skyndilega um
skoðun.“
SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN
LÖGFRÆÐINGUR SKRIFAÐI UM-
RÆÐUGREIN Í GÆR ÞAR SEM HÚN
GAGNRÝNIR SAMFYLKINGUNA
FYRIR AÐ SKIPTA UM SKOÐUN Í
UMHVERFISMÁLUM EFTIR SVEIFL-
UM ALMENNINGSÁLITSINS.
Ætlaði að leggja fyrir
sig körfubolta
„Það var planað að ég færi
í körfuna. Ég ætlaði til
Ameríku í háskóla og spila
körfubolta með.“
EYJÓLFUR SVERRISSON, LANDS-
LIÐSÞJÁLFARI Í KNATTSPYRNU,
SEGIR Í VIÐTALI VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
Í GÆR AÐ HANN HAFI NÆSTUM
LAGT KÖRFUBOLTANN FYRIR SIG
Í STAÐ KNATTSPYRNU. Í STAÐINN
SKORAÐI HANN 4 MÖRK Í
UNGLINGALANDSLEIK OG FÓR Í
ATVINNUMENNSKU Í ÞÝSKALANDI.