Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 24
 18. september 2006 MÁNUDAGUR4 Elín María Björnsdóttir er landsmönnum að góðu kunn úr Brúðkapsþættinum Já. Hún hefur nú söðlað um sig og tekið við rekstri á nýrri og stórglæsi- legri 3.000 fermetra heimilis- vöruverslun á Smáratorgi. „Verslunin heitir Egg en í henni verður hægt að kaupa allt fyrir heimilið, frá servíettum upp í gólf- efni,“ segir Elín um nýju búðina þar sem vöruúrvalið er hreint ótrúlegt og virðist eiga sér fáa líka. Spurð út í hvernig sérkennilegt heiti búðarinnar sé til komið, seg- ist Elín eiga hugmyndina á bak við það. „Hugmyndin að heitinu er ein- faldlega sú að maður fái allt sem til þarf innan úr einu eggi,“ útskýr- ir hún. „Fyrir utan það er eggið fallegt og hefur skírskotanir í hönnun. Svo er þetta eftirminni- legt heiti sem hefur yfir sér heim- ilislegan blæ.“ Egg er í eigu Húsasmiðjunnar en er þrátt fyrir það ólík öðrum verslunum hennar að sögn Elínar. „Ég get fullyrt að hún verður með allt öðru sniði,“ segir hún. „Úrval- ið í gjafavöru verður frábrugðið og búsáhaldadeildin töluvert stærri en í hinum búðunum. Húsa- smiðjan er náttúrlega bygginga- vöruverslun á meðan einblínt er á úrval gólfefna, heimilistækja, raf- tækja, ljósa og svo framvegis í Egg. Engu að síður fæst þar sama gólfefni svo dæmi sé tekið, en í meira úrvali.“ Auk góðs vöruúrvals geta versl- unargestir fengið ráðgjöf á staðn- um og vöru sérpantaða sé hún ekki til. „Við erum að auka valmögu- leika fyrir viðskiptavini Húsa- smiðjunnar og bæta þá,“ segir Elín. „Húsasmiðjan hefur stund- um haft það orð á sér að vera stíluð inn á karla, en með Eggi má kannski segja að við séum að mæta þörfum kvenna. Það er ekki þar með sagt að karlar finni ekki ýmis- legt við sitt hæfi, en sem dæmi um það verður vel útbúinn málnigar- bar í búðinni og glæsilegar inn- réttinga- og verkfæradeildir. Svo ekki sé talað um góða þjónustu.“ Með rekstri Eggs hefst nýr kafli í lífi Elínar sem hefur stýrt Brúðkaupsþættinum Já, en hann hefur verið sýndur um nokkurt skeið á Skjá einum við töluverðar vinsældir. Sú spurning vaknar hvort vistaskiptin boði brotthvarf hennar af skjánum? „Ég hef byggt þáttinn upp frá grunni þannig að hann er orðinn svolítill hluti af mér, svo hver veit nema ég birtist aftur,“ segir Elín. „Annars hef ég enga ákvörðun tekið og læt mér í bili nægja að halda utan um taum- ana í versluninni.“ Aðspurð hvort viðskiptavinir megi búast við að finna sérstaka deild helgaða brúðkaupum í versl- uninni, hlær Elín og segir að það verði vissulega tekið á móti brúð- hjónum með opnum örmum. „Við munum að sjálfsögðu sinna þörf- um brúðhjóna sem til okkar leita líkt og öðrum verslunargestum og það er aldrei að vita nema opnuð verði sérstök brúðkaupsdeild í framtíðinni,“ bætir hún við. roald@frettabladid.is. Verslunin Egg býður upp á endalausa möguleika Falleg mynstur einkenna margar af vörunum í versluninni. Úrvalið er hreint ótrúlegt og möguleikarnir endalausir. Í Egg fæst nánast allt til að innrétta heimilið og fegra út frá eigin smekk. Elín hefur um árabil stýrt Brúðkaupsþættinum Já. Hún hefur nú tekið að sér verslunarrekstur á Egg, nýrri stórverslun í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Öryggiskerfi gefa húseigendum vísbendingar um þjófa, gas og reyk. Slík kerfi gefa góða raun í sumarbústöðum. Með haustinu fækkar þeim stund- um sem fólk ver í sumarbústöðum sínum. Til að minnka líkur á að eldur eða óboðnir gestir fari þar um verður æ algengara að fólk setji upp viðvörunarkerfi í bústöð- unum. Meðal þeirra sem selja þau er fyrirtækið Ólafur Gíslason. Birgir Harðarson er starfsmaður þar og fræddi Fréttablaðið um virkni slíkra kerfa. „Fólk getur fengið kerfi með úthringibúnað í símana sína, bæði heimasíma og GSM. Ef einhver kemur inn í húsið fer kerfið í gang og hringir í þau númer sem sett hafa verið inn. Hægt er að setja inn fjögur símanúmer sem fólk raðar í fyrirfram ákveðna röð og ef það fyrsta svarar ekki flytjast boðin yfir í næsta og þannig koll af kolli. Kerfið gerir greinarmun á því hvort reykskynjari fer í gang, hvort rafmagnið fer af, hvort um innbrot er að ræða eða hvort gas fer að leka. Það bæði talar og send- ir SMS boð. Þau skilaboð hafa eig- endurnir eða aðrir á þeirra vegum talað inn á band. Það eru þau boð sem þeir vilja fá við viðkomandi tilfelli. En það verður að vera raf- magn í húsinu til að halda kerfinu gangandi.“ Nú viljum við vita hvað svona útbúnaður kostar og því svarar Birgir samviskusamlega. „Það er misjafnt hvaða skynjara fólk vill hafa. Það verður alltaf að hafa stjórnborðið með úthringibúnað- inum og með kerfi fyrir GSM síma kostar það 42.092 krónur. Við það þarf þráðlaust lyklaborð sem kost- ar 5.255. Þetta er upphaflegi bún- aðurinn. Síðan er misjafnt hvaða skynjara fólk tekur. Þeir kosta á bilinu 5 til 7 þúsund. Gasskynjar- inn er dýrastur, 6.792. Ef allir skynjararnir eru keyptir kostar kerfið 65.343 krónur en þar með er ýmsum áhyggjum bægt frá og þá getur fólk sofið rólegra en ella.“ gun@frettabladid.is Til varnar eldi og óþjóðalýð Margir hafa sett upp viðvörunarkerfi í sumarbústaði sína sem gefur til kynna ef einhver vá er á ferð. Birgir Harðarson með Jablotron viðvörunarkerfið sem gefið hefur góða raun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.