Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 60

Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 60
 18. september 2006 MÁNUDAGUR40 Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi skilað lóðum sem það hefur fengið úthlutað í Hafnar- firði. Umræða um brotlendingu á fast- eignamarkaði, svartsýnar verð- bólguspár og aukið framboð á nýju húsnæði hefur gert mörgum selj- endum erfitt fyrir að losna við eignir sínar. Í kjölfar alls þessa hefur nokkuð borið á því að úthlut- uðum lóðum í nýjum hverfum Hafnarfjarðar hafi verið skilað. Haft er eftir fulltrúa skipulags- og byggingasviðs Hafnarfjarðar af heimasíðu Víkurfrétta að jafn- vel sé von á að fleiri skili inn lóðum á næstunni. Nú þegar hefur fimm lóðum í þriðja hluta Áslands- hverfis verið skilað, eða vilyrðis- hafar hætt við. Upphaflega voru 85 lóðir í boði en 68 einbýlishúsa- lóðum var úthlutað síðastliðið vor. Af þeirri 41 lóð er úthlutað var í lok júní í Áslandshverfi hafa átta aðilar skilað inn lóðum eða hætt við. Einnig var 50 lóðum útlutað á vissum svæðum á Völlum og Áslandi í júnímánuði og hefur átta þeirra verið skilað inn aftur. Margar lóðir liggja enn lausar og þrátt fyrir að sumir skili inn sínum lóðum er eftirspurnin enn til staðar. - jóa Byggingar- lóðum skilað Rúmlega 20 úthlutuðum lóðum í Áslands- og Vallahverfi í Hafnarfirði hefur verið skilað aftur til skipulags- og byggingasviðs. Magnús Ver Magnússon býr eins og er í Hafnarfirði þar sem nándin við hraunið er mikil. Draumurinn væri þó að búa á Arnarnesi en hann vildi taka part af Hafnarfirði með sér. „Ég er voða hrifinn af hrauni, mosa, sandi og svoleiðis,“ segir Magnús. „Þannig vildi ég hafa garðinn minn í bland við hellur og góðan sólpall.“ Húsið sjálft ætti ekki að vera neinn risi, rétt 500 fermetrar svo það gæti rúmað helsta áhugamálið. „Að sjálfsögðu yrði tækjasalur í húsinu og spa, gufa, heitur pottur og allt svoleiðis,“ segir Magnús, en engan þarf að undra að þessi kraftajötunn vilji hafa lóð og stangir í einu horni hússins. Hann vill líka hafa húsið á einni hæð og finnst algjör óþarfi að stafla hæðunum upp. Hverskonar bíll ætti að vera í innkeyrslunni kallar á meiri heilabrot hjá Magnúsi. „Nýi Land Cruserinn er ægilega flottur, en svo er ég líka mjög hrifinn af Porsche Cayenne,“ segir Magnús sem greinilega metur aflið mikils, hvort sem það er í eigin líkama eða undir húddi bíla. DRAUMAHÚSIÐ MITT MAGNÚS VER MAGNÚSSON AFLRAUNAMAÐUR Hraun, sandur og mosi í garðinum Steinsteypuhúsið var reist árið 1915 en Einar Ingibergur Erlendsson á heiðurinn af hönnun þess. Mikill bruni varð í miðbæ Reykjavíkur sama ár og hefur verið sagt að svokölluð steinsteypu- öld hefjist í húsbyggingum bæjarins eftir það. Mörg steinsteypuhúsanna báru í fyrstu einkenni timb- urhúsa, en Einar mun fyrstur manna hafa aðlagað steinsteypt íbúðarhús að „bárujárnsveitser“ og er Suðurgata 39 elst steinsteypuhúsa frá hans hendi undir þeim áhrifum. Húsið er með steinsteypta útveggi, en þakstíll og innra timburverk undir áhrifum frá fyrirkomulagi timburhúsa, því það er tvískipt með miðjugangi og stiga. Húsið er nú töluvert breytt að innan, og sérstak- lega gluggarnir. Timbursvalir ásamt tröppum hafa verið fjarlægðar og múrað yfir steinmynstur í sökkli. Trévirki hefur verið endurbætt. Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur nú aðsetur í húsinu. (Heimild: Íslensk byggingararfleifð I og II, Arkitektatal, Þjóðsaga, 1997 og Jón Pálsson hjá Húsfriðunarnefnd). VALHÖLL VIÐ SUÐURGÖTU 39 SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 28/7- 3/8 107 4/8- 10/8 67 11/8- 17/8 90 18/8- 24/8 83 25/8- 31/8 111 1/9- 7/9 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.