Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 67
MÁNUDAGUR 18. september 2006 27
vaxtaauki!
10%
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
Barnaafmæli
Bekkjarferðir
Keramik fyrir alla,
Frábær sk mmtun
fyrir allan hópinn.
Tilboðspa kar
Keramik og pizza frá
kr. 990 á mann.
Kera i i za frá
kr 1190 á mann
Skoski myndlistarmaðurinn Iain
Sharpe heldur fyrstu myndlistar-
sýningu sína í gallerí Animu við
Ingólfsstræti. Iain Sharpe býr og
starfar í Lundúnum.
Í verkum sínum kannar Sharpe
formgerðir og kerfi sem tengjast
útbreiðslu úthverfa því hann er
ósáttur við það sem hann sér á
yfirborðinu. Í fréttatilkynningu
segir að í verkum sínum klóni
hann útvalin húsaform sem síðan
séu endurtekin og endurspegli
þannig þá „færibandasiðfræði
sem fasteignaverktakar hafa til-
einkað sér“.
Sýningin hófst síðasta föstudag
en hún stendur til 7. október. Anima
gallerí er opið þriðjudaga til laug-
ardaga milli 13-17. - khh
Endurtúlkun færi-
bandasiðferðisins Skáldsaga Guðrúnar Evu Mín-ervudóttur, Yosoy, kom nýlega út í
kilju og af því tilefni verður efnt
til málþings í Iðusölum í Lækjar-
götu í kvöld kl. 20. Þátttakendur
verða höfundurinn sjálfur sem les
úr verkinu, Jóhann Axelsson, próf-
essor í lífeðlisfræði, sem mun
fjalla um Yosoy og sársaukann og
bókmenntafræðingurinn Úlfhild-
ur Dagsdóttir sem mun ræða
almennt um verk Guðrúnar.
Yosoy, sem ber undirtitilinn
„Af líkamslistum og hugarvíli í
hryllingsleikhúsinu við Álafoss“,
kom fyrst út fyrir jólin 2005. Bókin
hlaut einróma lof gagnrýnenda og
Menningarverðlaun DV 2005 í
flokki fagurbókmennta.
- khh
Málþing um Yosoy
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR RIT-
HÖFUNDUR Í kvöld verður rætt um
bókmenntir og sársauka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MYNDLIST IAINS SHARPE BLEKKIR
AUGAÐ Ný sýn á úthverfabrag nútímans.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
15 16 17 18 19 20 21
Mánudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Gunnar Guðbjörnsson
tenór og Jónas Ingimundarson
píanóleikari halda tónleika í
Vinaminni á Akranesi.
■ ■ SÝNINGAR
08.30 Verk Guðmundar Karls
Ásbjörnssonar eru til sýnis í
sal Orkuveitu Reykjavíkur að
Bæjarhálsi. Guðmundur málar
einkum landslagsmyndir. Sýningin er
opin milli 8.30-16.
10.00 Sýningin Pakkhús post-
ulanna stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar
sýna ellefu listamenn verk úr gjör-
ólíkum áttum. Sýningarstjórar eru
Huginn Þór Arason og Daníel Karl
Björnsson.
10.00 Sýning á fornu handverki
undir yfirskriftinni Með silfurbjartri
nál - spor miðalda í íslenskum
myndsaumi, stendur yfir í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Sýningin
byggir á rannsóknum Elsu E.
Guðjónsdóttur textíl- og búninga-
fræðings
11.00 Myndlistarmennirnir
Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur
Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís
Alda Sigurðarsdóttir og Jessica
Stockholder sýna verk sín í
Hafnarborg. Samsýning þeirra Mega
vott stendur til 2. okóber.
11.00 Hafnfirðingurinn Sigurbjörn
Kristinsson opnaði nýlega sýningu
í Boganum í Gerðubergi. Sýningin
ber heitið Kompósísjónir.
13.00 Myndlistarkonan Anna
Hrefnudóttir sýnir í Gallerí Úlfi við
Baldursgötu. Sýningin ber yfirskrift-
ina Sársaukinn er blár en á henni
eru málverk og ljóð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.