Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 68

Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 68
 18. september 2006 MÁNUDAGUR28 Það er alltaf leiðinlegt að vera í alveg eins fötum og einhver annar. Sérstaklega á rauða dreglinum og efast maður um að stjörnur á borð við Paris Hitlon séu ánægðar þegar önnur fræg kona er mynduð í sama kjól. Hönnuðir lifa hins vegar fyrir að selja frægum stjörnum kjólana sína og hér eru nokkur til- vik þar sem slíkt hefur gerst. Stjörnur í alveg eins kjólum. Stjörnurnar í alveg eins kjólum HVOR TEKUR SIG BETUR ÚT? Paris Hilton mætti í þessum hvíta kjól með blúndu í partí hjá Karl Lagerfeld í París. Á sama tíma í New York var leikkonan unga Thora Birch stödd á góðgerðakvöld- verði í sama kjólnum og ungfrú Hilton hefur eflaust ekki verið glöð með það. SVIPAÐAR TÝPUR Sjónvarpstjarnan banda- ríska Gayle King lenti í heldur óskemmtilegu atviki á verðlauna- afhendingu Tony í New York í sumar þegar hún mætti í fallegum bleikum og appelsínugulum kjól og mætti stallsystur sinni, leikkonunni Alfre Woodard, á rauða dreglinum í nákvæmlega eins kjól. Dömurnar harðneit- uðu að láta mynda sig saman í kjólunum fínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Scarlett Johansson fannst kjána- legt að leika í ástarsenum á móti hjartaknúsaranum Josh Hartnett, segir að þær hafi hreint ekki verið rómantískar. Scarlett og Josh léku nýlega saman í kvikmyndinni Black Dahlia og segir leikkonan að erfitt hafi verið að mynda róm- antíska stemningu þegar fullt af fólki stóð í kring- um þau, borðandi sam- lokur og fleira. „Það var auðvitað mjög áhuga- vert að leika í ástar- senum á móti Josh en ég get ekki sagt að þetta hafi verið mjög rómantískt,“ segir Scarlett. Erfitt að kyssa Josh SCARLETT JOHANSSON Hasarmyndaleikarinn Dwayne Johnson vill ekki lengur vera kall- aður The Rock, en það nafn fékk hann þegar hann keppti í fjöl- bragðaglímu. Í fyrstu myndum sínum var Dwayne greyið einfald- lega kallaður The Rock en nú finnst honum það nafn ekki sæma ímynd sinni sem alvarlegs leikara. „Vinsamlegast kallið mig Dwayne Johnson hér eftir. Ég vil vera leik- arinn Dwayne Johnson, ekki The Rock. Það er eðlileg þróun að hætta að nota það nafn nú,“ segir The Rock. Ekki lengur The Rock THE ROCK Eða Dwayne Johnson eins og hann vill nú vera kallaður. Sannkölluð „Nick Cave“- helgi var í Reykjavík og létu aðdáendur tónlistar- mannsins sig ekki vanta á viðburði tengda honum. Á föstudagskvöldið var kvik- myndin The Proposition frum- sýnd en hún er gerð eftir handriti Nicks Cave.Tónlistarmaðurinn var sjálfur viðstaddur frumsýn- inguna í Háskólabíói ásamt sam- starfsfélaga sínum Wade Ellis og leikaranum Ray Winstone. Mynd- in mæltist mjög vel fyrir og héldu frumsýningargestir í teiti á Rex eftir sýninguna þar sem kvik- myndahátíðin IFF var gerð upp í góðu tómi þótt enn sé tæp vika eftir af henni. Cave var síðan aftur á ferli í Laugardalshöll þar sem húsfyllir var á tónleika hans en það var Hr. Örlygur sem stóð fyrir tónleikun- um. Cave virðist því hafa tekið ástfóstri við land og þjóð og sér ekki fyrir endann á heimsóknum hans upp á eyjuna norður í Atl- antshafi. - fgg Nick Cave áberandi í Reykjavík KAMPAKÁTUR FRAMKVÆMDASTJÓRI Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmda- stjóri IFF, var kampakátur með kvöldið og heimsókn stórleikarans Ray Win- stone en hann var nýkominn heim frá kvikmyndahátíðinni í Toronto. FYRIRMENNIN Í HÁSKÓLABÍÓ Þeir Nick Cave og Ray Winstone voru ánægðir með dvölina á Íslandi. SAMAN Á FRUMSÝNINGU Þær Ásrún Magnúsdóttir, Halla Þórlaug, Íris Sara og Gró Einarsdóttir voru að sjálfsögðu á svæðinu.ÁHUGAFÓLK UM VESTRA Páll Grímsson og Sigríður Vala Vignisdóttir voru ekki feimin við að sýna miðana. AUGLÝSINGASTJARNA OG STÓRSÖNGV- ARI Hilmar Guðjónsson, Tinna og stórsöngvarinn Garðar Thór Cortes létu sig ekki vanta á tónleika Cave í Laugar- dalshöll. SÁU CAVE Í HÖLLINNI Þau Arnar og Ingunn voru sæt saman í Laugardals- höllinni. ÁNÆGÐIR TÓNLEIKAHALDARAR HERRA ÖRLYGUR, ELDAR ÁSTÞÓRSSON OG UNG DAMA Þeir Þorsteinn Stephensen og Eldar Ástþórsson hjá Hr. Örlygi voru ánægðir með hvernig til tókst á tónleikum Nicks Cave.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.