Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 74

Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 74
34 18. september 2006 MÁNUDAGUR LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR 3-4-3 Allan Dyring Hjörtur Logi Valgarðsson Mario Cizmek Srdjan Gasic (2) Tryggvi Guðmundsson (4) Bjarki Gunnlaugsson (2) Tommy Nielsen (3) Hafþór Ægir Vilhjálmsson (3) Atli Guðnason Fjalar Þorgeirsson (2) Baldur Aðalsteinsson FÓTBOLTI FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu á laugardag þegar þeir niðurlægðu Víkinga, 4-0. Maður- inn á bak við sigur FH í leiknum var Tryggvi Guðmundsson en hann var færður inn á miðjuna í leiknum enda verið mikið um meiðsli í herbúðum FH-inga í sumar. Það virðist eiga vel við Tryggva að leika inni á miðjunni því hann lék eins og kóngur, dreifði boltanum til hægri og vinstri og var arkitektinn á bak við flestar sóknir FH í leiknum. „Þetta var frábært og yndislegt að spila þessa stöðu. Maður er miklu meira með í leiknum og ég er þannig leikmaður að ég vil vera mikið í boltanum og því hentar þetta mér ansi vel,“ sagði Tryggvi brosmildur eftir leikinn gegn Vík- ingi. „Maður á það til að hverfa á kantinum ef hlutirnir ganga ekki sem skyldi og þess vegna var miklu skemmtilegra að vera inni á miðjunni núna og fá að vera stans- laust í boltanum. Það er klárt að ég er að taka þetta hlutverk sökum meiðsla en ég get vel hugsað mér að spila þessa stöðu í framtíð- inni.“ Tímabilið hefur verið mjög furðulegt hjá FH. Fimleikafélagið gekk frá mótinu í raun og veru eftir um ellefu umferðir og í kjölfarið slakaði liðið aðeins á klónni. Þrátt fyrir það, og fá stig í síð- ustu leikjum, var forysta liðsins mjög örugg allan tímann og alltaf tímaspursmál hvenær FH kláraði mótið. „Það var allaf verið að tala um að við værum búnir að eyðileggja mótið og þess vegna ákváðum við að slaka á,“ sagði Tryggvi og hló. „Við höfum ekki verið að væla mikið í sumar en staðreyndin er samt sú að við erum búnir að missa 7-8 lykilmenn í meiðsli og við höfum til að mynda prófað sex mismunandi framherja í átján leikja móti. Við erum búnir að prófa 9-10 leikmenn í vörninni og þessi stað- reynd gerir sigurinn á mótinu enn sætari en ella. Svo erum við með unga stráka sem koma inn og standa sig vel þannig að framtíðin er björt. Vissulega er þetta öðru- vísi en þegar við unnum mótið í fyrra en samt jafn sætt,“ sagði Tryggvi sem verður áfram í her- búðum FH næsta sumar en hann á ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið. henry@frettabladid.is Yndislegt að spila á miðjunni Tryggvi Guðmundsson er besti leikmaður 17. umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Tryggvi fór á kostum á miðjunni hjá FH gegn Víkingi, skoraði eitt mark og var sem kóngur í ríki sínu. MARKI FAGNAÐ Tryggvi Guðmundsson fór á kostum í leik FH og Víkings á laugardag og hann fagnar hér marki sínu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Manchester United tók á móti Arsenal á Old Trafford í gær og það voru gestirnir í Arsenal sem fóru með sigur af hólmi. Emmanuel Adebayor skoraði eina markið undir lok leiksins eftir að Ronaldo missti boltann heldur klaufalega á miðjum vallarhelm- ingi Manchester United. Í fyrri hálfleik varði Tomasz Kuszczak vítaspyrnu frá Gilberto Silva en vítaspyrnan var dæmd eftir að Kuszczak braut á Adebayor. 1-0 sigur og fyrsti sigur Arsenal í deildinni á þessu tímabili stað- reynd. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að skora mitt fyrsta mark á tímabilinu. Við vorum ákveðnir í að vinna okkar fyrsta sigur í deild- inni og við sýndum að við erum með gott lið. Við erum ánægðir og sjálfstraustið er komið aftur í liðið,“ sagði Adebayor eftir leik- inn í gær. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, var að vonum ánægður með sína menn. „Það sást vel í þessum leik að við erum með sterkt lið. Við viljum vinna úrvals- deildina. Ég sagði það fyrir leik- inn og ég segi það aftur að þetta lið er sigurstranglegt og ég hef mikla trú á mínu liði,“ sagði Ars- ene Wenger. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að sigur Arsenal væri verðskuld- aður. „Við virkuðum þreyttir í síð- ari hálfleiknum og ég geti ekki neitað því að Arsenal átti sigurinn skilið. Við fengum tækifæri til að skora mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik, en ekki nógu góð til að vinna leikinn,“ sagði Ferguson en hann vildi ekki kenna Ronaldo um markið. - dsd Tvö sigursælustu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United og Arsenal, mættust á Old Trafford í gær: Arsenal vann sinn fyrsta leik í deildinni EMMANUEL ADEBAYOR Fagnar hér markinu sem hann skoraði í gær við litla hrifningu áhorfenda Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Roy Keane, fram- kvæmdastjóri Sunderland, segir að José Mourinho, stjóri Chelsea, hafi yfirhöndina yfir aðra stjóra í úrvalsdeildinni. „Mourinho er klókur og það sem hann segir og gerir hefur áhrif á hans lið og andstæðing- ana,“ sagði Keane og hann tók dæmi sem átti sér stað á síðustu leiktíð. „Í síðasta leiknum á síðasta tímabili var Chelsea að vinna Manchester United 3-0 og þegar tvær mínútur voru eftir af uppbótartíma fór Mourinho til Sir Alex Ferguson og tók í höndina á honum. Þarna var Mourinho að segja „Leikurinn er búinn, deildin er búin, 3-0 fyrir okkur“ og Ferguson var örugglega ekki ánægður með þetta,“ sagði Roy Keane. - dsd Roy Keane: Lítur upp til José Mourinho ROY KEANE Lýsti nýverið yfir dálæti sínu á Jose Mourinho. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, segist alls ekki vera á þeim buxunum að hætta sem stjóri liðsins. „Að hætta? Þú hlýtur að vera að grínast, sérstaklega þegar þú skoðar hinn möguleikann en hann er að vera heima hjá konunni,“ sagði Ferguson. „Ég verð a.m.k. hjá Manchest- er United þetta tímabil og það næsta. Ég verð 65 ára í lok ársins og ég vil meina að ég eigi ennþá tvö ár eftir í boltanum,“ sagði Sir Alex Ferguson. - dsd Sir Alex Ferguson: Er alls ekkert á því að hætta SIR ALEX FERGUSON Hefur unnið allt sem hægt er að vinna með lið Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Chelsea og Liverpool hafa oft eldað grátt silfur á síð- ustu árum og það er lítill kærleik- ur á milli liðanna. Leikurinn í gær var æsispennandi og eins og svo oft áður þá var eitt mark sem skildi liðin að. Didier Drogba skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn. Drogba sneri bakinu í markið þegar hann fékk háa sendingu, tók boltann á brjóstið, var eldsnöggur að snúa sér og skoraði með góðu skoti. Í upphafi síðari hálfleiks fékk þýski miðjumaðurinn hjá Chelsea Michael Ballack að líta rauða spjaldið þegar hann traðkaði á Mohamed Sissoko, leikmanni Liverpool, en áður hafði Sissoko sloppið með skrekkinn þegar hann átti að fá sitt annað gula spjald. Liverpool lék því einum manni fleiri í u.þ.b. 40 mínútur en náði ekki að nýta sér liðsmuninn. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með sig- urinn og hann gat ekki annað en viðurkennt að rauða spjaldið hafi verið verðskuldað. „Þetta var augljóslega rautt spjald. Þetta er í fyrsta skiptið á ferli Ballacks sem hann fær beint rautt spjald. Hann kom of seint inn í tækling- una, boltinn var farinn, hann steig á Sissoko og þetta var rautt spjald. Eftir það vorum við manni færri í langan tíma og þá var bara spurning að ná þremur stigum en ekki að spila fallegan fótbolta. Við áttum sigurinn skilið,“ sagði Mourinho. Framkvæmdastjóri Liverpool, Rafa Benitez, tók undir það að Sissoko hefði átt að fá rautt en bætti við að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu. „Lampard ýtti greinilega Steven Gerrard inni í teignum. Við áttum meira skilið í þessum leik og sköpuðum nokkur mjög góð færi gegn góðu liði,“ sagði Benitez. Liverpool er nú aðeins með fjögur stig eftir fjóra leiki. Auk þess hefur Liverpool aðeins feng- ið eitt stig og skorað eitt mark í þremur útileikjum á tímabilinu. „Ef við skoðum tölfræðina þá höfum við átt fleiri marktilraunir en andstæðingarnir í þessum þremur leikjum. Í dag fengum við mark á okkur af því að Drog- ba er góður leikmaður en ekki af því að við gerðum mistök. Það er augljóst að við erum að bæta okkar leik og við þurfum að fá stig en tímabilið er bara rétt byrj- að,“ sagði Benitez um stöðu mála. Þetta var annað tap Liverpool í röð en um síðustu helgi tapaði Liverpool illa fyrir Everton. - dsd Erkifjendurnir Chelsea og Liverpool mættust í gær og það var glæsimark frá Didier Drogba sem réð úrslitum: Liverpool tapaði sínum öðrum leik í röð GLÆSILEGU MARKI FAGNAÐ Didier Drogba skoraði glæsilegt mark í gær og fagnaði því að hætti hússins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Evrópumeistarar Ciudad Real mörðu sigur, 26-27, gegn liði Sigfúsar Sigurðssonar, Ademar Leon, í spænsku úrvals- deildinni í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Ademar en Ólafur Stefánsson lék ekki með Ciudad Real að þessu sinni. - hbg Spænski handboltinn: Ciudad Real marði sigur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.