Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 2
2 22. september 2006 FÖSTUDAGUR
VIÐSKIPTI Danska leikfangafyrir-
tækið Fætter BR hyggst opna
stórverslun með leikföng undir
nafni Toys‘R‘Us hér á landi. Versl-
unin verður um þúsund fermetr-
ar að stærð og verður til húsa í
nýju stórhýsi Rúmafatalagersins
við Smáratorg. Þá stefna for-
svarsmenn Fætter BR að því að
opna eina Toys‘R‘Us verslun til
viðbótar hér á landi og allt að
fimm undir nafni BR innan næstu
fimm ára.
Leikbær hefur þegar tilkynnt
að þrjú þúsund fermetra stór-
verslun með leikföng verði opnuð
við Urriðaholt í Garðabæ á næsta
ári. Því er ljóst að stefnir í harða
samkeppni á leikfangamarkaði.
Leikbæjarmenn áttu í viðræð-
um við bandaríska leikfangaris-
ann Toys‘R‘Us og kom meðal ann-
ars til greina að verslunin við
Urriðaholt yrði rekin undir nafni
Toys‘R‘Us. Viðræðurnar strönd-
uðu hins vegar þegar í ljós kom að
Fætter BR, sem er umboðsaðili
Toys‘R‘Us á Norðurlöndum, yrði
milliliður Leikbæjarmanna og
bandaríska leikfangarisans. BR
leikfangaverslanir eru reknar
víða um Danmörku og eru þekktar
fyrir einkennismerki sitt; danskan
drottningarvörð í fullum skrúða.
Elías Þorvarð-
arson, fram-
kvæmdastjóri
Leikbæjar, segir
ekki hagkvæmt
að starfa í skjóli
Fætter BR. „Ef
danskir kaup-
menn taka toll af
hverju leikfangi sem íslensk börn
kaupa, þá getum við ekki boðið
eins hagstætt verð og mikið úrval
og að var stefnt.“
Leikbær rekur því verslunina í
eigin nafni og er
unnið að því að
landa innkaupa-
samstarfi við
erlendan dreif-
ingaraðila. Leik-
bæjarmenn taka
þó fram að boðið
verði upp á öll
helstu leikfangamerki svo sem
Fischer Price, Barbie og Lego.
Elías telur að stórverslun Leik-
bæjar marki byltingu á íslenskum
leikfangamarkaði. Mikið verði
lagt í hönnun og lýsingu og lögð
áhersla á að gestir verslunarinnar
njóti upplifunarinnar. Hann segist
ekki óttast samkeppni við Danina.
„Við vitum að Danirnir ætla að
opna meðalstóra verslun hér á
landi en við óttumst ekkert. Leik-
bær er með mikla reynslu á
íslenskum markaði, við höfum sett
okkur raunhæf markmið og
munum ná þeim.“ jsk@frettabladid.is
Við vitum að Danirnir
ætla að opna meðalstóra
verslun hér á landi en við óttumst
ekkert.
ELÍAS ÞORVARÐARSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI LEIKBÆJAR
SPURNING DAGSINS
SKRIFSTOFUVÖRUR
45.000KR.
VERÐ ÁÐUR 57.900KR.
H
Ö
N
N
U
N
O
D
D
I
V
O
B
9
2
9
4
Borgartúni 29 • Reykjavík
Sími 515 5170 • Opið virka daga
kl. 8-18 • laugardaga kl. 11-16
Glerárgötu 34 • Akureyri
Sími 515 5160
Opið virka daga kl. 8-18
Höfðabakka 3 • Reykjavík
Sími 515 5105
Opið virka daga kl. 8-18
Stríð í uppsiglingu á
leikfangamarkaði
Danski leikfangarisinn BR opnar Toys‘R‘Us verslun hér á landi og hyggur á
enn frekari landvinninga. Leikbær opnar þrjú þúsund fermetra stórverslun við
Urriðaholt. Framkvæmdastjóri Leikbæjar óttast ekki samkeppni við Danina.
VERSLUN TOYS‘R‘US VIÐ TIMES SQUARE Í NEW YORK Fætter BR opnar Toys‘R‘Us versl-
un í stórhýsi Rúmfatalagersins við Smáratorg, og hyggst opna minnst fjórar verslanir
hér á landi. Leikbær hefur þegar tilkynnt að stórverslun með leikföng verði opnuð.
HEILBRIGÐISMÁL Á næsta ári verð-
ur ráðist í stækkun barna- og
unglingageðdeildar. Þá færast
greiningar á vægari tilfellum
geðrænna vandamála til heilsu-
gæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðisráðherra vonar að
með þessum aðgerðum heyri
biðlistar brátt sögunni til. Áætl-
aður kostnaður stækkunarinnar
er um 340 milljónir. Þess má geta
að nú bíða 108 börn og unglingar
eftir fyrsta viðtali á BUGL og
hafa sumir beðið í á annað ár.
Til að létta enn frekar á bið-
listum á BUGL hefur verið
ákveðið að greining vægari geð-
rænna vandamála barna og ungl-
inga flytjist til heilsugæslu-
stöðva. Þetta mun leiða til þess
að göngudeild BUGL eflist og
aðstæður skapast til að sinna
veikustu börnunum betur.
Þá verður geðheilbrigðisþjón-
usta við heilsugæslu á lands-
byggðinni efld og reglubundnar
heimsóknir fagaðila tryggðar á
Ísafirði, við Heilbrigðisstofnun
Austurlands og á Suðaustur-
landi.
Siv segir að samanlagður
kostnaður við stækkun BUGL
og færsla vægari vandamála til
Heilsugæslunnar sé áætlaður
um 400 milljónir króna. „Þessar
framkvæmdir eru veruleg ígjöf
í málaflokkinn og mikilvægt að
byggingaframkvæmdir hefjist
eins fljótt og unnt er, og ekki
síðar en á næsta ári.“ - hs
Á næsta ári verður ráðist í stækkun BUGL sem mun kosta um 340 milljónir:
Biðlistar heyri sögunni til
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD
108 börn bíða eftir sínu fyrsta viðtali á
BUGL en með stækkun deildarinnar er
vonast til að biðlistar verði úr sögunni.
LANDHELGISGÆSLAN Opnuð voru
tilboð í smíði á nýju fjölnota
varðskipi fyrir Landhelgisgæslu
Íslands og dómsmálaráðuneytið í
gær. Alls bárust fimm tilboð í
smíðina frá fjórum skipasmíða-
stöðvum og eru fyrirtækin öll
erlend.
Eftirtaldar skipasmíðastöðvar
sendu inn tilboð: Simek A/S,
Noregi, Damen Shipyards,
Hollandi, Peene-Werft, Þýska-
landi og Asmar, Chile. Þessi
fyrirtæki voru valin eftir forval í
janúar, en fimmtán fyrirtæki
lýstu áhuga á verkinu.
Júlíus S. Ólafsson, forstjóri
Ríkiskaupa, segir að nú taki við
vinna við að meta þær úrlausnir
sem verið er að bjóða. „Þannig
verður fundin einkunn sem segir til
um hver fær verkið. Það er mikil
vinna eftir og niðurstaða fæst ekki
fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Talið
er að smíði nýs varðskips taki um
þrjátíu mánuði. - shá
Nýtt fjölnota varðskip:
Tilboð í smíði
opnuð í gær
VARÐSKIPIÐ TÝR Varðskip Landhelgis-
gæslunnar eru Íslendingum hjartfólgin.
Nú styttist í að nýtt og fullkomið skip
bætist í flotann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jón, var síðan ekkert afl
í Nýju afli?
Jú, en nú komum við fram af
nýju afli.
Stjórnmálahreyfingin Nýtt afl, sem
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður
stofnaði fyrir síðustu þingkosningar, hefur
verið lögð niður en félagsmenn voru um
leið hvattir til þess að styðja Frjálslynda
flokkinn.
UMHVERFISMÁL Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra kynnti fyrir-
komulag rjúpnaveiða haustið 2006 í
gær. Reynt verður að takmarka
rjúpnaveiði við 45 þúsund fugla á
komandi veiðitímabili. Rjúpnaveiði-
tímabilið verður 26 dagar í ár
miðað við 42 daga á síðasta ári en
þó er veitt frá 15. október til
nóvemberloka líkt og í fyrra.
Fækkun daga felst í þeirri breyt-
ingu að rjúpnaveiðar verða
óheimilar þrjá fyrstu virka daga
hverrar viku sem veiðitímabilið stendur.
Tillögurnar í ár eru um margt líkar og í fyrra.
Áframhaldandi sölubann er á rjúpu og rjúpnaafurð-
um og áfram eru veiðimenn hvattir til að stunda
hófsamar og ábyrgar veiðar. Mælt er með því að
hver veiðimaður takmarki veiðar
sínar við níu rjúpur. Stefnt er að
því að stunda virkt eftirlit með
veiðunum og verður lögreglueftirlit
í samvinnu umhverfis- og dóms-
málaráðuneytis. Stefnt er að
eftirliti úr lofti en Skotveiðifélag
Íslands hefur bent á að það sé eina
leiðin til að uppræta magnveiði
einstakra veiðimanna.
Aðal markmið tillagnanna er
sem fyrr að nýting rjúpnastofnsins
sé sjálfbær og eru vonir til að með
þessum aðgerðum stækki rjúpnastofninn. Jónína er
þeirrar skoðunar að endurskoðun veiða sé nauðsyn-
leg á hverju hausti. Því séu rannsóknir og ráðgjöf
Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar
mjög mikilvægar. - shá
Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag veiða á rjúpu haustið 2006:
Rjúpnaveiði leyfð í 26 daga
Á VAPPI Rjúpnaveiði verður takmörkuð
við 45 þúsund fugla. Það er 25 þúsund
fuglum minna en veiddist í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
LÖGREGLUMÁL Manninum sem
reyndi að ræna söluturn við
Iðufell á þriðjudagskvöld hefur
verið sleppt úr haldi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu virðist hann hafa staðið
einn að ránstilrauninni, en
stúlka sem var handtekinn með
honum stuttu síðar er ekki talin
hafa verið þátttakandi í verkn-
aðinum.
Á eftirlitsmyndbandi úr
söluturninum sem sýnt var frá í
Fréttablaðinu í gær sést
maðurinn elta eiganda hans með
hníf á lofti án þess að gera
nokkra tilraun til að ná í þá
fjármuni sem þar voru. - þsj
Ránstilraun í Breiðholti:
Hinn grunaði
laus úr haldi
FLÓRÍDA, AP Bandaríska geimskutl-
an Atlantis lenti í gærmorgun á
flugvelli Kennedy-geimferða-
stofnunarinnar í Flórída, eftir tólf
daga veru í geimnum. Áhöfn var
við góða heilsu og skælbrosandi,
enda fegnir að komast heim heilir
á húfi. Þeir voru sendir út í geim
til að vinna við byggingu ISS,
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, í
fyrsta sinn síðan Columbia
geimskutlan sprakk í loft upp í
geimnum árið 2003 og allir sjö í
áhöfninni fórust.
Stefnt er á að ljúka við bygg-
ingu ISS-geimstöðvarinnar fyrir
árið 2010. Stöðin er samstarfsverk-
efni Bandaríkjamanna, Rússa,
Kanadamanna og Japana. - kóþ
Geimskutlan Atlantis:
Lenti heilu og
höldnu í gær
FLUGVIRKJAR SKOÐA GEIMSKUTLUNA
Óttast var að geimrusl hefði skemmt
ytra byrði skutlunnar og var lendingu því
frestað um einn dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FINNLAND, AP Tafir verða á
þátttöku nýrra aðildarríkja
Evrópusambandsins í Schengen-
vegabréfaeftirlitinu. Á fundi
innanríkis- og dómsmálaráðherra
ESB var tilkynnt um tafir á
uppsetningu nýs gagnagrunns
eftirlitsins.
Þátttöku nýju aðildarríkjanna
verður því skotið á frest um tvö
ár, eða til ársins 2009.
Löndin tíu þurfa samt sem
áður að halda úti strangri
öryggisgæslu við öll landamæri
sín, þar á meðal þau sem liggja að
eldri aðildarríkjum. - kóþ
Tæknileg vandræði í Brussel:
Ný aðildarríki
ekki í Schengen
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Fundar með NATO-ráðherrum
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra fundaði með utanríkisráðherr-
um Atlantshafsbandalagsins í New
York í gær. Rætt var um ástandið
í Afganistan, mögulega stækkun
bandalagsins og aukið samstarf
við önnur ríki og alþjóðastofnanir.
Valgerður er í New York til að sitja 61.
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.