Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 8
8 22. september 2006 FÖSTUDAGUR HAFRÉTTARMÁL Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra undirritaði í fyrradag samkomulag milli Íslands, Danmerkur, Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns utan tvö hundruð mílna í suðurhluta Síldarsmugunnar. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu á land- grunnsréttindum Íslands yfir 29 þúsund ferkílómetra svæði vestast í Síldarsmugunni í beinu framhaldi af íslensku efnahagslögsögunni norðaustur af landinu. Niðurstaðan markar tímamót í landgrunnsmál- um á Norðaustur-Atlantshafi eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu segir niðurstöðuna af mörgum ástæðum hagstæða fyrir Ísland. „Hlutur Íslands í landgrunninu í suðurhluta Síldarsmugunnar er vel viðunandi og niðurstaðan er til þess fallin að auka almennan trúverðug- leika Íslands sem ríkis sem gerir til- kall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á þessu og öðrum hafsvæð- um.“ Tómas segir að ekki síst geti samkomulag Íslands, Danmerkur/ Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunnsins á áðurnefndu svæði, áður en það kemur til umfjöllunar landgrunnsnefndarinnar, haft mik- ilvægt fordæmisgildi fyrir Hatton Rockall-málið, en tveir fyrstnefndu aðilarnir eru aðilar að því máli. - shá Samkomulag undirritað um skiptingu landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar: Hlutur Íslands vel viðunandi UMRÆTT SVÆÐI Skipting landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar. Svæðið sem Íslendingar fá viðurkenningu á er á milli punktanna A B, C, og F á kortinu. Bæjarstjórn Árborgar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um miðbæ Selfoss. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðarbyggð, öfl ugri verslun og þjónustu á sem fl estum sviðum sem geti þjónað öllu Suðurlandi. Form samkeppninnar er framkvæmda- samkeppni. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir höfundi og tillögu að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi til nánari útfærslu. Tilhögun samkeppninnar er almenn keppni samkvæmt skilgreiningu samkeppnisreglna AÍ. Rétt til þátttöku hafa: • Félagar í Arkitektafélagi Íslands • Nemendur í arkitektúr • Þeir sem rétt hafa til að gera aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd • aðrir þeir sem rétt hafa til skipulags- gerðar samkv. gr. 2.7 í skipulags- reglugerð nr. 400/1998. Keppnislýsing verður látin í té endur- gjaldslaust frá og með 25. september 2006 á bæjarskrifstofu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi á milli 9.00 og 16.00 virka daga og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateig 9, 2. hæð, 105 Reykjavík á milli kl 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Árborgar www.arborg.is frá og með sama degi. Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000,- á skrifstofu Arkitektafélags Íslands á milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga frá og með 25.september 2006. Einnig verður hægt að nálgast sam- keppnisgögn hjá trúnaðarmanni. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitekta fé lags Ís lands að Engjateigi 9, 2.hæð, 105 Reykja vík eigi síðar en 1. desember 2006. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í janúar 2007. Höfundur fyrstu verðlauna verð- ur ráðinn skipulagsráðgjafi verkefn- isins, ef viðunandi samkomulag næst milli hans og útbjóðanda. Miðbær Selfoss Samkeppni um deiliskipulag Þegar taka þarf til nesti í skólann á hverjum degi skiptir miklu að það sé hollt og gott án þess að verða leiðigjarnt. Notaðu gæðaáleggið frá SS til að gera nestið fjölbreytt og gott. Flatbrauð og SS hangiálegg er sígilt og sívinsælt í nestisboxið. Þú þekkir SS álegg á gulu umbúðunum. Hangiálegg frá SS – á flatbrauð, sívinsælt í nestisboxið F í t o n / S Í A F I 0 1 7 4 7 2 LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrota- gæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabif- reið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðju- dagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lög- reglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lög- reglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bif- reiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjöl- mörg innbrot og þjófnaði í Kefla- vík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lög- reglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir bru- tust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmd- um á bústöðunum. Samkvæmt lög- reglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Sel- fossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir. - þsj Ferðalagi síbrota- manna er lokið Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember. FERÐALAG MANNANNA Keflavík: Grunaðir um fjölmörg inn- brot og þjófnaði á síðustu vikum. Reykjavík: Stálu bíl í síðustu viku og keyrðu í norðurátt. Borgarfjörður: Brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði um helgina. Stálu ýmsum munum og ollu skemmdum á eignum. Húsavík: Brutust inn í tvo bíla og stálu öðrum bíl aðfaranótt sunnu- dags. Gnúpverjahreppur: Brutust inn í félagsheimilið Árnes á mánudagsnótt. Voru handteknir stuttu síðar. Breiðholt: Var sleppt úr haldi á þriðjudag og stálu síðar um daginn Lexus-jeppabifreið. Reykjavík: Reyndu að flýja undan lögreglu á stolnu bifreiðinni í gærnótt en enduðu á húsvegg. Bíllinn skemmdist töluvert. Héraðsdómur Reykjaness: Úrskurð- aðir í síbrotagæslu til 20. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.