Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 11

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 11
STJÓRNMÁL Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, sækist eftir þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Gylfi var áður hagfræðingur ASÍ og framkvæmda- stjóri Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Hann á sæti í flokksstjórn Samfylkingarinnar. - bþs Gylfi Arnbjörnsson: Í prófkjör Sam- fylkingarinnar GYLFI ARNBJÖRNSSON STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í Suðvestur- kjördæmi. Hún var kjörin á þing í síðustu kosningum en þá skipaði hún fjórða sætið á lista Samfylk- ingarinnar í kjördæminu. Katrín hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna og meðal annars setið í framkvæmdastjórn hennar. Þá var hún formaður ungliðahreyf- ingar flokksins. - bþs Katrín Júlíusdóttir: Sækist eftir öðru sæti KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR STJÓRNMÁL Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur gefur kost á sér í sjötta sæti í prófjköri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hún skipaði níunda sæti á lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður við síðustu þingkosningar. Kolbrún hefur starfað hjá Fangelsismálastofnun og Stuðlum og rekið eigin sálfræði- stofu frá 1992. - bþs Kolbrún Baldursdóttir: Sækist eftir sjötta sætinu KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR STJÓRNMÁL Sigríður Á. Andersen lögfræðingur sækist eftir 5.-7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Sigríður var lögfræðingur Verslunarráðs og síðar Viðskiptaráðs frá 1999 og fram á þetta ár. Hún er formaður Félags sjálf- stæðismanna í Vestur- og Miðbæ og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. - bþs Sigríður Á. Andersen: Í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN BANGKOK, AP Leiðtogar stjórnar- byltingarinnar í Taílandi hafa lagt strangar hömlur á alla stjórnmála- starfsemi í landinu. Þeir hafa tekið sér löggjafarvald, bannað starf- semi stjórnmálaflokka og fjórir af nánustu samstarfsmönnum Thaks- ins Shinawatras hafa verið hneppt- ir í varðhald. Sjálfur dvelst forsætisráð- herrann fyrrverandi í London þar sem dóttir hans er við nám. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ætla að taka sér „verðskuldaða hvíld“. Hann hvatti líka herinn til þess að efna sem fyrst til lýðræðislegra kosninga í landinu. Gagnrýnendur Thaksins segja nauðsynlegt að sem fyrst verði gerð rannsókn á þeirri spillingu, sem hann er sakaður um. Stjórn- málaskýrendur segja ennfremur að herstjórnin verði að færa sönnur á þessa spillingu til þess að geta réttlætt valdaránið. Nokkrar vonir eru bundnar við að leiðtogi stjórnarbyltingar- innar, Sondhi Boonyaratkalin herforingi, sem sjálfur er mús- limi, eigi auðveldara með að leysa deilur við múslima í suður- hluta Taílands, þar sem upp- reisnarbarátta þeirra hefur kost- að 1700 manns lífið á síðustu árum. - gb VINSÆLT VALDARÁN Almennir borgarar í Taílandi létu í gær margir hverjir taka mynd af sér fyrir framan skriðdreka og hermenn í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Thaksin Shinawatra segist ætla að taka sér „verðskuldaða hvíld“ í London: Herstjórnin herðir tökin DÓMSMÁL Ásatrúarfélagið hefur ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að mis- muna trúfélögum. Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði Ásatrúar- manna á Íslandi, segir málssóknina hafa verið lengi í undir- búningi. „Við teljum að það hafi verið stjórnarskrár- bundið misrétti milli trúfélaga hér á landi um áratugaskeið. Okkur hefur lengi þótt þetta misrétti óréttlátt og eftir langan undirbúning þá ákváðum við að láta reyna á hvort þetta standist lög í raun og veru.“ Byggir meint misrétti á því að Þjóðkirkjan fái meiri styrk frá ríkinu en önnur trúfélög. - mh Ásatrúarfélagið: Höfðar mál á hendur ríkinu HILMAR ÖRN HILMARSSON Segir málssóknina hafa verið lengi í undir- búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.