Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 11
STJÓRNMÁL Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, sækist eftir þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Gylfi var áður hagfræðingur ASÍ og framkvæmda- stjóri Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Hann á sæti í flokksstjórn Samfylkingarinnar. - bþs Gylfi Arnbjörnsson: Í prófkjör Sam- fylkingarinnar GYLFI ARNBJÖRNSSON STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í Suðvestur- kjördæmi. Hún var kjörin á þing í síðustu kosningum en þá skipaði hún fjórða sætið á lista Samfylk- ingarinnar í kjördæminu. Katrín hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna og meðal annars setið í framkvæmdastjórn hennar. Þá var hún formaður ungliðahreyf- ingar flokksins. - bþs Katrín Júlíusdóttir: Sækist eftir öðru sæti KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR STJÓRNMÁL Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur gefur kost á sér í sjötta sæti í prófjköri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hún skipaði níunda sæti á lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður við síðustu þingkosningar. Kolbrún hefur starfað hjá Fangelsismálastofnun og Stuðlum og rekið eigin sálfræði- stofu frá 1992. - bþs Kolbrún Baldursdóttir: Sækist eftir sjötta sætinu KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR STJÓRNMÁL Sigríður Á. Andersen lögfræðingur sækist eftir 5.-7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Sigríður var lögfræðingur Verslunarráðs og síðar Viðskiptaráðs frá 1999 og fram á þetta ár. Hún er formaður Félags sjálf- stæðismanna í Vestur- og Miðbæ og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. - bþs Sigríður Á. Andersen: Í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN BANGKOK, AP Leiðtogar stjórnar- byltingarinnar í Taílandi hafa lagt strangar hömlur á alla stjórnmála- starfsemi í landinu. Þeir hafa tekið sér löggjafarvald, bannað starf- semi stjórnmálaflokka og fjórir af nánustu samstarfsmönnum Thaks- ins Shinawatras hafa verið hneppt- ir í varðhald. Sjálfur dvelst forsætisráð- herrann fyrrverandi í London þar sem dóttir hans er við nám. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ætla að taka sér „verðskuldaða hvíld“. Hann hvatti líka herinn til þess að efna sem fyrst til lýðræðislegra kosninga í landinu. Gagnrýnendur Thaksins segja nauðsynlegt að sem fyrst verði gerð rannsókn á þeirri spillingu, sem hann er sakaður um. Stjórn- málaskýrendur segja ennfremur að herstjórnin verði að færa sönnur á þessa spillingu til þess að geta réttlætt valdaránið. Nokkrar vonir eru bundnar við að leiðtogi stjórnarbyltingar- innar, Sondhi Boonyaratkalin herforingi, sem sjálfur er mús- limi, eigi auðveldara með að leysa deilur við múslima í suður- hluta Taílands, þar sem upp- reisnarbarátta þeirra hefur kost- að 1700 manns lífið á síðustu árum. - gb VINSÆLT VALDARÁN Almennir borgarar í Taílandi létu í gær margir hverjir taka mynd af sér fyrir framan skriðdreka og hermenn í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Thaksin Shinawatra segist ætla að taka sér „verðskuldaða hvíld“ í London: Herstjórnin herðir tökin DÓMSMÁL Ásatrúarfélagið hefur ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að mis- muna trúfélögum. Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði Ásatrúar- manna á Íslandi, segir málssóknina hafa verið lengi í undir- búningi. „Við teljum að það hafi verið stjórnarskrár- bundið misrétti milli trúfélaga hér á landi um áratugaskeið. Okkur hefur lengi þótt þetta misrétti óréttlátt og eftir langan undirbúning þá ákváðum við að láta reyna á hvort þetta standist lög í raun og veru.“ Byggir meint misrétti á því að Þjóðkirkjan fái meiri styrk frá ríkinu en önnur trúfélög. - mh Ásatrúarfélagið: Höfðar mál á hendur ríkinu HILMAR ÖRN HILMARSSON Segir málssóknina hafa verið lengi í undir- búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.