Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 25

Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 25
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 22. september, 265. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.10 13.20 19.29 Akureyri 6.54 13.05 19.15 Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir á upp- skrift að girnilegri og matarmikilli pitsu. „Ég „stal“ þessari pitsu með leyfi frá Þresti Frey Gylfasyni stjórnmálafræðingi en útfærði hana á minn hátt,“ segir Bryndís Ísfold um ákaflega girnilega pitsu sem hún hefur nýlokið við að baka. „Aðalatriðið með þessa pitsu er að setja sem mestan mat á hana en þó þarf að gæta þess að maturinn leggist rétt yfir botninn,“ segir Bryndís kankvís. Bryndís segist hafa verið afleitur kokkur þar til kom að fæðingaorlofi, en þá fékk hún fyrst tíma til að hugsa um eldamennsku og lesa matreiðslubækur. „Bróðir minn var búinn að koma þrisvar sinnum í röð í mat og alltaf fékk hann sama réttinn. Ég tók reynd- ar ekkert eftir því fyrr en hann minntist á það við mig og þá sá ég að það var kannski orðið tímabært að ég færi að lesa mat- reiðslubækur. Afraksturinn af þessum lestri verður alltaf betri og betri og pitsan góða er í raun hluti af þessu átaki mínu. Síðan átakið hófst hefur verið grillað í annað hvert mál, það eru miklar pælingar í gangi í sambandi við krydd og mikið lagt upp úr allri elda- mennsku. Áður vorum við maðurinn minn mikið til bara í skyndibitafæði og öðru fljót- legu svo þetta er mikill munur frá því sem áður var enda vorum við komin með ógeð á skyndibita. Ég hafði einhvern veginn líka talið sjálfri mér trú um að það væru bara listamenn sem kynnu að elda, eða einhver sérstaklega útvalinn hópur fólks, en svo komst ég að því að þetta er ekki meira mál en svo að maður þarf bara að lesa nokkrar matreiðslubækur og gefa sér tíma. Ótrúleg- asta fólk getur búið til almennilegan mat ef það gefur sér tíma til eldamennskunnar,“ segir Bryndís Ífold, pitsugerðarkona, krati og mannréttindasinni. Uppskrift Bryndísar má finna á síðu 2. margret.hugrun@frettabladid.is Fékk leið á skyndibita „Bróðir minn var búinn að koma þrisvar sinnum í röð í mat og alltaf fékk hann sama réttinn. Ég tók reyndar ekkert eftir því fyrr en hann minntist á það við mig og þá sá ég að það var kannski orðið tímabært að ég færi að lesa matreiðslubækur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veitingastaðurinn Galileo er kominn með nýjan matseðil þar sem nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum. Á Galileo má velja um fjölda ítalskra rétta sem yfirmatreiðslumaðurinn Antonio Neri frá Sikiley töfrar fram. Ítalía er nýtt vörumerki í Hagkaupi og alls konar pestó, ólífumauk og tómatmauk má nú finna með þessu nafni í verslun- unum. Amerískir dagar standa nú yfir í verslunum Hagkaups. Krónan er með ýmis tilboð á matvöru og má þar nefna fjörutíu prósenta afslátt af Móa kjúklingum. Nóatún býður Goða álegg á þrjátíu prósenta afslætti. Sprengidagar eru hjá Bílaþingi Heklu um þessar mundir. Lækk- að verð á völdum bílum, opið frá 9-19 á Kletthálsi 11. Barnaskemmtistaðurinn Veröld- in okkar veitir 50 prósenta afslátt á tilboðsdögum sem standa yfir í Smáralind fyrir e-korthafa og e2 vildarkorthafa. ALLT HITT [ MATUR TILBOÐ ] ILMANDI SKELFISKUR Veitingastaðurinn Vín og skel er notalegur staður í bakhúsi við Laugaveg. MATUR 5 MEXÍKÓSK MATARVEISLA Suðrænir réttir sem krydda tilveruna. MATUR 4 Nýtt og hollt álegg NAUTAVÖÐVINN ER NÝTT ÁLEGG FRÁ SS. Nýtt álegg er komið á markað frá Sláturfélagi Suðurlands. Það nefnist nautavöðvi og tilheyrir flokki léttra áleggstegunda enda inniheldur hann minna en 2 prósenta fitu en er samt safaríkur. Nautavöðvinn er hollur og hentar við ýmis tækifæri, sem álegg á brauð, í pítuna, á pitsuna, sem forréttur eða bara einn og sér. Hann inniheldur ekki MSG frekar en aðrar áleggstegundir Sláturfélags Suðurlands og er sérvalinn og meðhöndlaður af fag- mönnum fyrirtækisins. Nautavöðvinn inniheldur minna en 2 prósenta fitu en er samt safaríkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.