Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 26
[ ]Grænmetisborðin í verslunum landsins bjóða sífellt upp á meira úrval. Ekki vera hrædd við að kaupa framandi ávöxt eða græn-meti. Hægt er að fá leiðbeiningar um matreiðslu hjá starfsfólkinu. Íslendingar hafa lengi verið mikil kartöfluþjóð og ólíkt mörgum öðrum þjóðum finnst okkur kart- öflur ómissandi meðlæti með nán- ast öllu. Sætar kartöflur hafa hins vegar ekki verið eins algengar á borðum Íslendinga og margra ann- arra þjóða en þær geta verið algjört sælgæti ef þær eru mat- reiddar á réttan hátt. Sætar kartöflur eru upphaflega frá Mið-Ameríku og bárust þaðan til Kyrrahafseyja og Austur- Afríku. Kristófer Kólumbus er síðan talinn hafa flutt sætar kart- öflur með sér til Evrópu frá Haítí árið 1493 og þaðan bárust þær til Austur-Asíu. Evrópubúar voru mjög hrifnir af sætu kartöflunum til að byrja með og náðu þær mikilli útbreiðslu en svo var eins og þær vikju fyrir hefðbundnum kartöflum og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum áratugum að þær urðu vinsælar aftur í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa hins vegar alltaf verið mjög hrifnir af sætum kartöflum og nota þær mjög mikið, meðal ann- ars með kalkúninum á þakkar- gjörðarhátíðinni. Í sætum kartöflum er tölvert af C- og E-vítamín, járni og öðrum steinefnum og eru þær taldar lækka kólestról í blóði. OFNBAKAÐAR SÆTAR KARTÖFLUR 3-4 frekar stórar sætar kartöflur sjávarsalt Kartöflurnar eru skornar í meðalstóra báta. Dreift á plötu með bökunarpappír og hitað við 200°C í 30-40 mínútur eða þangað til hýðið er orðið nokkuð hart og kartöflurnar hafa dökknað aðeins. Saltað eftir smekk. OFNBAKAÐ BLANDAÐ GRÆNMETI 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 gulrætur 2 stórar sætar kartöflur 1/2 kg kartöflur 3 msk vatn 3 msk ólífuolía með basil 1-2 lárviðarlauf sjávarsalt nýmalaður pipar Grænmetið er skorið í stóra bita og blandað saman og sett í eldfast mót. Vatn, olía, mulin lárviðarlauf, salt og pipar sett saman við. Bakað í ofni við 200°C í 30-40 mínútur. SÆT KARTÖFLUSTAPPA 3 bollar soðnar og stappaðar sætar kartöflur 1/2 bolli sykur 1/2 tsk salt 2 egg 3 msk smjör 1/2 bolli mjólk vanilludropar Blandað saman, sett í eldfast mót. 1 bolli púðursykur 1/2 bolli hveiti 2 1/2 msk smjör Blandað saman, brætt og sett ofan á. Bakað í ofni við 200°C í 30 mínútur. emilia@frettabladid.is Sætar og góðar kartöflur Stappaðar sætar kartöflur eiga vel við ýmsa kjötrétti. Ofnbakaðar sætar kartöflur með salti eru mjög gott meðlæti með öllu mögu- legu. Sætar kartöflur má matreiða á ýmsan hátt. NORDICPHOTOS/GETY IMAGES Skinku- og spínat- pitsa kratans Botn: 250 gr hveiti eða fínmalað spelt 1 tsk salt 1 pakki þurrger 120 ml volgt vatn Þurrefnin sett í skál og hrært saman og svo er vatninu bætt hægt út í og hrært um leið. Tekið upp úr og hnoðað rækilega, látið deigið hefa sig í 30 mín. og fletjið svo út og rúllið upp á endana. Á pitsuna: 1 stk. Hunts pitsusósa í dós 1 pakki Ali-skinka 1 kassi af kirsuberjatómötum (þessum litlu og bragðgóðu) 1 poki íslenskt spínat 4 sveppir 1 poki af rifnum mozzarellaosti Philadelphia rjómaostur Sósunni dembt á pitsuna. Mjög mikilvægt er að setja sósu út í alla enda. Því næst er skinkan skorin niður í strimla og svo er henni raðað ofan á líkt og verið sé að parketleggja. Spínatinu er skellt ofan á og því hærra sem fjallið er, því betra. Nið- urskornum tómötum og sveppum skellt á með jöfnu millibili og svo er rifnum mozzarella osti dreift yfir en að síðustu er philadelphia-rjómaosti dreift á í smá slettum eftir smag og behag. Pitsan er bökuð á 180°C í 15 mínútur. uppskrift Bryndísar } Nautavöðvinn er nýtt álegg frá SS. Nýtt álegg er komið á markað frá Slát- urfélagi Suður- lands. Það nefnist nautavöðvi og til- heyrir flokki léttra áleggstegunda enda inniheldur hann minna en 2% fitu en er samt safa- ríkur. Nautavöð- vinn er hollur og hentar við ýmis tækifæri, sem álegg á brauð, í pít- una, á pitsuna, sem forréttur eða bara einn og sér. Hann inniheldur ekki MSG frekar en aðrar áleggs- tegundir Sláturfélags Suðurlands og er sérvalinn og meðhöndlaður af fagmönnum fyrirtækisins. Nýtt og hollt álegg Nautavöðvinn inniheldur minna en 2% fitu en er samt safaríkur. Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.