Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 38
SIRKUS22.09.06 6 bláa skeifan Það var nóg að gera hjá bláu skeif- unni um helgina. Á föstudaginn var kíkt á gospeltónleika í höllinni ásamt Sálinni hans Jóns míns. Þar var mikil stemning og margt um mann- inn enda var uppselt á tónleikana. Frumsýning kvikmyndarinnar Börn var í Háskólabíói. Japanskur leik- hópur var með sýningu í Þjóðleik- húsinu og vakti sýningin mikla athygli. Á laugardagskvöld voru það tónleikar Nicks Cave sem stóðu upp úr. Þar var þétt setið og fór karlinn gjörsamlega á kostum. Átta þúsund manns tóku síðan á móti Magna í Smáralindinni sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Sirkusmyndir; Skari/Anton Brink/Hrönn „Ætli Eyrún viti af þessu.“ Rokkstjarna Stúlkurnar á fremsta bekk ætluðu að rífa Magna í sig þegar hann tók gítarsóló í laginu Fire. Vinsæll Átta þúsund manns komu til þess að sjá Magna í Smáralindinni og þurfti hann fylgd Óla húsvarðar. Einn á munninn Er Magni að reyna að kyssa utanríkisráðherra á munninn? Gospel og Sálin Berglind, Baldur, Gulli Helga og Ágústa voru mætt í höllina á Sálina. Írafár Andri Guðmundsson og Sigurður Rúnar Samúelsson úr hljómsveitinni Írafár sáu Sálina í höllinni. Sáu Nick Cave Ævar, Steinunn og Styrmir urðu vitni að stórtónleikum Nicks Cave í Laugardalshöllinni. Stjörnur Hilmar Guðjónsson úr Glitnisauglýsingunum brosti ásamt Tinnu og Garðari Cortes á Nick Cave. Sátt á Cave Þau Kristjana, Einar, Helgi og Eva voru eldhress í Laugardals- höllinni á tónleikum Nicks Cave. Lét sig ekki vanta Egill Ólafsson var að sjálfsögðu mættur í Þjóðleikhúsið. Börn Sól og Embla Mjöll Elíasdætur eru systur og leika í myndinni. Kristófer Kristófersson, Sunna Jóhannsdóttir og Kristófer Jónsson voru öll mætt á frumsýningu myndarinnar Börn. Gaman Rakel Vilhjálmsdóttir og Halldóra Júlíusdóttir sáu japanska leikhópinn. Beint úr sendiráðinu Hitoshi Abe Chargé var mættur í Þjóðleikhúsið ásamt eiginkonu sinni Shieko.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.