Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 42
SIRKUS 10 tíska tískumolar Helgu Ólafsdóttur Aftur DEAD Nú styttist í að verslun Nonna, sem kenndur er við Dead sem Aftur systur munu sjá um, verði opnuð. Það fréttist af þeim systrum í New York á nýaf- staðinni tískuviku að kaupa inn nýjar og ferskar vörur fyrir verslun- ina. Get ekki beðið eftir að búðin opni almenningi dyr sínar. Svartar neglur Það eru rosalega flott svört naglalökk í snyrtivöruverslun- um þessa dag- anna. Þú þarft ekki að aðhyllast hina svo- köll- uðu „goth“ tísku til að ganga með svart naglalakk. En þeir sem þora ekki að fara alla leið geta valið sér dökkrautt og dökkfjólublátt í staðinn. Ekki vera í munstruðum fatnaði heldur einlitum ef þú ert með dökklakkaðar neglur. Það er farið að kólna í veðri og meðfylgjandi köld eyru eru óumflýjanleg. Húfur hafa aldrei verið eins mikil tískuvara og nú. Ömmulegar alpahúfur, prjónaðar kaðlahúfur, loðhúfur eða bara munstraðar skíðahúfur. Ég lofa því að minnsta kosti að allar húfur verða í tísku í vetur. Húfutískan Kringlan fær hrós fyrir að ná í ofurfyrirsætuna Eddu P sem býr og starfar í New York í nýjustu auglýsingaherferð sína. Afar flott herferð à la Ari Magg. Ofurfyrisæta auglýsir Kringluna 5 ráð fyrir hann Verum flottir strákar 1Pantaðu þér rope-yoga námskeið og þú verður komin með „sixpack“ áður en þú veist af. 2Berðu á þig Clarins Fatigue Fighter kremið það er ótrúlega ferskt og hressandi. 3Langerma afabolir frá versl-un Guðsteins á Laugavegi 34 eru möst fyrir veturinn. 4Klipptu þig alveg stutt og fáðu þér svo húfu eða hatt ef þér er kalt á hausnum, það er orðið þreytt að vera með stífspreyjað og stílíserað hár. 5Jibbííí, loksins er kominn herrailmur frá Viktor & Rolf. Kíktu eftir honum í næstu snyrtivöruverslun. Hann heitir Antidote.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.