Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 64
22. september 2006 FÖSTUDAGUR32
menning@frettabladid.is
! Kl. 22.00Samíska hljómsveitin Vajas og
íslenska hljómsveitin Funi halda
tónleika á skemmtistaðnum Nasa.
Vajas flytur þjóðlega tónlist þar sem
joikið, elsta form tónlistar í Evrópu,
er í aðalhlutverki en joikið skipar
öndvegissess í samískri menningu.
> Dustaðu rykið af ...
sögu Astridar Lindgren, Bróðir minn
Ljónshjarta, þar sem segir af bræðrun-
um Snúði og Jónatan og baráttu íbúa
ævintýralandsins Nangijala við hinn illa
Þengil og drekann Kötlu. Sígild saga
um togstreitu góðs og ills.
Pólverjar eru stærsti inn-
flytjendahópurinn á Íslandi
og tvær hugsjónakonur
ákváðu að tími væri kominn
til þess að kynna menningu
Póllands betur hér á landi.
Í næstu viku verður haldin fjöl-
breytt pólsk menningarhátíð í
Reykjavík þar sem pólskt listafólk
úr öllum menningargeirum mun
stíga á stokk og kynna starf sitt og
heimaland. Skipulagning hátíðar-
innar er í höndum Mörtu Macuga
og Önnu Wojtynska sem láta nú
draum sinn rætast en hugmyndin
er búin að vera í gerjun býsna
lengi.
„Við byrjuðum að skipuleggja
hátíðina fyrir tveimur árum.
Okkur fannst tími til kominn að
kynna Íslendingum pólska menn-
ingu, Pólverjar eru til dæmis
stærsti innflytjendahópurinn á
Íslandi,“ útskýrir Marta. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstof-
unni eru um 300 Pólverjar búsett-
ir hér á landi en Marta bendir á að
þeir séu mun fleiri eftir að opnað
var fyrir frjálst flæði vinnuafls
um Evrópska efnahagssvæðið í
vor. „Pólverjar hafa sig ekki mikið
í frammi, margir sem koma hing-
að eru í erfiðri líkamlegri vinnu
og hafa lítinn tíma fyrir nýjan
kunningsskap eða félagslíf. Við
vildum taka málin í okkar eigin
hendur og gera eitthvað til þess að
vekja athygli á framlagi þeirra og
veru hér á landi.“
Dagskráin hefst næstkomandi
fimmtudag en von er á fjölmörg-
um góðum gestum frá Póllandi
auk þess sem pólskir listamenn
hérlendis munu gleðja gesti hátíð-
arinnar. „Fyrsti viðburðurinn
verður opnun á listasýningu eftir
Ireneusz Jankous,“ segir Marta,
„hann er algjör elska og málar fal-
legar myndir innblásnar af Pól-
landi. Hann er ekki menntaður
málari heldur vinnur hann í bygg-
ingarvinnu og málar í frístundum
sínum.“ Verk Jankous verða til
sýnis á Kaffi Kúltúr við Hverfis-
götu en sýningin er sett upp í sam-
starfi við Alþjóðahúsið.
Síðan verður athöfn í Háskóla-
bíói þar sem forseti Íslands opnar
hátíðina og í kjölfarið leikur Sin-
fóníuhljómsveit Íslands undir
stjórn pólska tónskáldsins
Krzysztofs Penderecki. „Sinfón-
ían hefur stutt vel við bakið á
okkur en Penderecki er eitt þekkt-
asta pólska tónskáld samtímans.
Hann mun stýra sveitinni í flutn-
ingi á tveimur af verkum hans.“
Flestar listgreinar fá sitt rými
á hátíðinni; auk tónlistar og mynd-
listar koma bókmenntir við sögu
því pólski rithöfundurinn Olga
Tokarczuk verður gestur hátíðar-
innar en sérstök dagskrá verður
haldin henni til heiðurs næstkom-
andi mánudag þar sem rithöfund-
urinn Sjón mun kynna hana og
verk hennar fyrir íslenskum
áheyrendum.
Á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins mun látbragðsleikarinn
Ireneusz Krosny sýna verk sitt
„One Mime Theatre“. „Látbragðs-
leikur er mjög tengdur Póllandi og
þessi magnaði listamaður er einn
af þeim snjöllustu. Hann verður
með þrjár sýningar í Þjóðleikhús-
inu sem er skemmtun fyrir alla
aldurshópa sem allir skilja því vit-
anlega er ekkert talað í sýning-
unni,“ segir Marta. Kvikmynda-
listinni verður einnig sinnt því í
von er á listaparinu Dorotu Kedzi-
erzawska og Arthur Reinhart með
milligöngu kvikmyndahátíðarinn-
ar RIFF en mynd Kedzierzawska
„Ég er“ verður sýnd á hátíðinni.
Rúmlega þrjátíu gestir koma
frá Póllandi; auk listamannanna
koma háskólanemar frá Varsjá
sem ætla að fræða áhugasama um
menningu og pólska tungu og efna
til pólsks diskóteks á Nasa. Pólsk
nýlist og ljósmyndun fær sinn
sess og tónlistin vitanlega einnig.
„Það eru fjölmargir pólskir tón-
listarmenn búsettir hér á landi,“
útskýrir Marta en á sunnudaginn
verða sérstakir minningartónleik-
ar um einn þeirra, fiðluleikarann
og tónskáldið Szymon Kuran.
Pólskur djass og flautumúsík
munu hljóma en söngkonan Magga
Stína mun líka veita liðsinni sitt og
flytja þekkt pólsk lög með enskum
og íslenskum texta.
Marta útskýrir að hátíðinni sé
ætlað að efla samvinnu og skiln-
ing en viðburðir sem þessir virki
auðvitað í báðar áttir. „Það kom
mér á óvart hversu mikið Íslend-
ingar vita um Pólland og það hefur
auðvitað verið mjög hjálplegt.
Þetta er frábært tækifæri til að
efla samskipti og því má ekki
gleyma að íslensk menning er
mjög áhugaverð í augum Pólverja
og samskiptin ganga í báðar
áttir.“
„Ég veit ekki hvort þetta verð-
ur árlegur viðburður, þessi skipu-
lagning tók tvö ár en við höfum
áætlanir fyrir næsta ár. Kannski
gerum við eitthvað aðeins minna
næst. Ég held að við stefnum
meira á ólympískt fyrirkomulag
og kannski hátíð á fjögurra ára
fresti,“ segir Marta hlæjandi að
lokum.
Nánari upplýsingar um dag-
skrána er að finna á heimasíðunni
www.polska.is. kristrun@frettabladid.is
Eitthvað pólskt fyrir alla
ANNA WOJTYNSKA OG MARTA MACUGA Segja tíma kominn til að vekja athygli á framlagi Pólverja og veru þeirra hér á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hönnuðurinn Una Mist Óðinsdóttir fékk
afhentan smíðagrip, sérlegt prinsessuháls-
men, frá gullsmiðnum Sif Ægisdóttur á dög-
unum. Una Mist tók þátt í teiknisamkeppni
sem gullsmíðastofan og galleríið Hún og
hún á Skólavörðustíg stóð fyrir á Menning-
arnótt og varð hlutskörpust að þessu sinni.
„Þetta er í þriðja sinn sem við stöndum fyrir
teiknisamkeppni á Menningarnótt en það er
alltaf jafn erfitt að velja,“ segir Sif. „Ætli það
hafi ekki borist ríflega hundrað myndir í ár.“
Upphaflegan innblástur sinn fékk Sif frá
ungum syni sínum en hún hefur gert talsvert
af því að smíða eftir teikningum barna, bæði
sinna eigin og annarra. „Krakkar á aldrinum
3-5 ára teikna mjög skemmtilegar myndir
sem auðvelt er að smíða eftir en það verður
flóknara eftir því sem börnin eldast. Gripirnir
eru mjög persónulegir og tilvaldir til gjafa, til
dæmis fyrir ömmu og afa,“ segir Sif.
Frumlegur unghönnuður
GULLSMIÐURINN SIF ÆGISDÓTTIR OG UNA MIST MEÐ
GRIPINN GÓÐA Fimm ára gamall hönnuður með sitt
fyrsta hálsmen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nemendaleikhúsið frumsýnir
Hvíta kanínu í kvöld, leiksýningu
sem er unnin úr þeirra eigin efni-
viði með aðferð sem kennd er við
„devised“. Þessi samsetta sýning
fjallar að sögn meira um sameigin-
lega kvöl en hvítar kanínur.
Bjarni Snæbjörnsson er einn
leikaraefnanna níu sem taka þátt í
sýningunni en hann útskýrir að
vinnuferlið hafi verið árangursríkt
og spennandi. „Við höfum lítillega
kynnst þessari vinnuaðferð í skól-
anum en þetta er búið að vera mjög
gefandi fyrir okkur. Hópurinn
hefur verið á kafi í þessu ásamt
Jóni Páli Eyjólfssyni leikstjóra,
Ilmi Stefánsdóttur sem sér um
leikmynd og búninga og ljósahönn-
uðinum Hönnu Kayhkö. Í upphafi
komu þau inn með fullt af búning-
um, pappakössum, dagblöðum,
dýnum og öðru dóti sem við lékum
okkur með. Þetta er ekki spuna-
verk heldur lékum við okkur áfram
með þessa hluti og fundum eitt-
hvað nýtt á hverjum degi sem rat-
aði inn í sýninguna,“ segir hann.
Hann vill þó sem minnst láta uppi
um ætlun eða boðskap verksins
enda vill hann láta það eftir leik-
húsgestum að upplifa.
Bjarni segir að forvitnilegasta
uppgötvun þeirra hafi verið að
finna kvölina sem virðist sameig-
inleg öllum vestrænum mönnum.
„Það er í raun viðfangsefni sýning-
arinnar. Við lifum öll í brjáluðu
neyslusamfélagi og erum skil-
greind eftir því sem við erum,“
segir hann og áréttar að hulstrið
eða kassinn sem fólk kemur sér
fyrir í sé skilgreindur af veraldleg-
um eigum, húsnæði, bílum og
heimabíógræjum. „Því spyrjum
við: Hvað er fólk í raun þegar þetta
dót er allt tekið í burtu, hver er
maðurinn eða konan?“
Leikhópinn skipa auk Bjarna
þau Anna Svava Knútsdóttir, Hall-
grímur Ólafsson, Kristín Þóra Har-
aldsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Sara Marti Guðmundsdóttir, Sig-
rún Huld Skúladóttir, Tinna Lind
Gunnarsdóttir og Vignir Þór Val-
þórsson. Vitanlega er spenna í
hópnum en líka kraftur og einbeit-
ing enda er fyrsta verkefnið
þeirra hjartans mál. „Það
er stórkostleg tilfinning
að eiga svona
mikið í einni
sýningu.
Maður er
svo trúr og
sannur efn-
inu og stendur
með því frá upp-
hafi til enda.“
- khh
Hver er maðurinn?
NEMENDALEIKHÚSIÐ 2006 Leikaraefnin níu frumsýna fyrsta verkefni vetrarins í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mírgorod Gogols
Hávallaútgáfan gefur út smásagnasafn eftir rithöfundinn Nikolaj Vasilevitsj
Gogol undir heitinu Mírgorod en titillinn vísar til borgar á bökkum árinnar
Khorol.
Í bókinni eru fjórar smásögur hans sem
allar vísa til heimahaga skáldsins í Úkraínu
sem ólst upp í Poltavahéraði fram á tvítugs-
aldur þegar hann flutti til St. Pétursborgar.
Smásagnasafnið kom út árið 1835 og fékk
ágætar viðtökur en Gogol hafði áður gefið
út safnið Kvöld í bæ við Dikanka. Gogol dó
árið 1852 í Mosvku en talið er að hann hafi
svelt sig í hel.
Fyrir tveimur árum gaf Hávallaútgáfan
út smásagnasafnið Pétursborgarsögur eftir
sama höfund.
Þýðendur sagnanna eru Árni Berg-
mann, Áslaug Agnarsdóttir og Þórarinn
Kristjánsson.
SMÁSÖGUR FRÁ ÚKRAÍNU
Rithöfundurinn Gogol skrifaði um
heimaslóðir sínar.
NÝJAR BÆKUR