Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 8
8 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSMÁL Stór þáttur í fötlun geð- fatlaðra er sú staðreynd að þeim hefur um aldir verið markvisst útskúfað félagslega. Stefnan sem nú hefur verið tekin í þessum málum markar tímamót. Þetta sagði Héðinn Unnsteinsson, ráð- gjafi hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, um framkvæmdar- áætlun í þjónustu við geðfatlaða til ársins 2010 sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í gær. Áætlunin miðar meðal annars að því að útbúa fjölbreyttari þjón- ustuúrræði fyrir geðfatlaða. Litið er til þess sem vel hefur gefist ann- ars staðar á Norðurlöndum sem og í Bandaríkjunum í því skyni að finna raunhæfar leiðir til að auka sjálfstæði notenda geðheilbrigðis- þjónustunnar og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Búseta í íbúðar- kjarna, fyrir sex einstaklinga í mesta lagi, eða þjónustuíbúð með fjölbreyttri og sveigjanlegri þjón- ustu er eitt þeirra atriða sem rík áhersla er lögð á að koma í fram- kvæmd. Reynslan þykir hafa sýnt að slík úrræði stuðli að jafnvægi í heilsu einstaklinga og dragi úr líkum á endurinnlögnum á sjúkra- hús. Ef áætlanir ganga eftir er ætl- unin að þörfum geðfatlaðs fólks fyrir þjónustu vegna búsetu verði fullnægt árið 2010. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að stofnkostnaður við búsetu- og stoðþjónustu við geðfatlað fólk nemi einum og hálfum milljarði en tekin hefur verið ákvörðun um að verja einum milljarði af söluand- virði Símans til verkefnisins og að hálfur milljarður komi úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Rekstrar- kostnaðurinn verður fjármagnað- ur af félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðherra segir markmið nýrrar stefnumótunar að geðfatlað fólk njóti sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Metnaður sé til þess að fagleg þekking og færni starfsfólks verði á við það sem best gerist í Evrópu. „Samfélagið þarf að aðlagast geðfötluðum og þeir því. Við stönd- um nú á krossgötum. Stefnan er nú orð á pappír, en orð eru til alls fyrst. Það felst mikið tækifæri í því að félagsmálaráðuneytið komi að þessari stefnumótun með nýrri nálgun. Stjórnvöld eru að stíga sín fyrstu skref í tilfærslu á þessari þjónustu frá stofnunum og út í samfélagið,“ segir Héðinn, sem bindur miklar vonir við að hagur geðfatlaðra batni með nýrri stefnu. karen@frettabladid.is Búsetuþörfum verði fullnægt árið 2010 Stefna og framkvæmdaáætlun félagsmálaráðuneytisins vegna átaks í þjónustu við geðfatlaða var kynnt í gær. Á annað hundrað manns þarfnast nú sérstakrar búsetuþjónustu. Þeirri þjónustu á að verða fullnægt árið 2010. ÁTAK Í MÁLEFNUM GEÐFATLAÐRA Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í gær stefnu og framkvæmdaáætlun vegna átaks í málefnum geðfatlaða. Í áætluninni er einkum leitast við að bæta búsetuúrræði geðfatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VATÍKANIÐ Vatíkanið er ekki að hugleiða að afnema hreinsunar- eldinn, „purgatorio“, úr kenni- setningu sinni um handanheima eins og sagt var í Fréttablaðinu í gær. Aftur á móti er talið að Bene- dikt páfi telji það vænlegan kost í nútímavæðingu kaþólsku kirkj- unnar að afnema það sem kallað er „limbus“ á latínu, sem þýtt hefur verið sem „forgarður hel- vítis“ á íslensku. Orðið limbus hefur svo ratað inn í íslensku sem limbó. Limbus hefur aldrei verið þátt- ur í grundvallarkennisetningu kirkjunnar, og hefur páfinn sjálf- ur kallað forgarðinn „guðfræði- lega tilgátu“. Hugmyndin er þekkt síðan á þrettándu öld og var hún notuð til að hlífa óskírð- um börnum við helvítisvist. Börn sem dóu óskírð áttu þannig að fara í limbó, þar sem væri engin þjáning, né heldur blessun guðs. Þau voru því hvorki á himnum né í helvíti. Hugmyndin um forgarð helvít- is hefur verið svo óvinsæl í seinni tíð að sjaldan er á hana minnst í kaþólskum messum. Árið 1990 var hún fjarlægð úr trúfræðslu kaþólsku kirkjunnar. Þetta hefur verið gagnrýnt í Afríku og á öðrum svæðum þar sem ung- barnadauði er algengur og mun hafa torveldað kaþólskt trúboð á þeim slóðum. Óskírð börn mús- lima fara beint til himna. - kóþ Talið að Benedikt XVI páfi telji vænlegt að nútímavæða kaþólsku kirkjuna: Forgarður helvítis afnuminn BENEDIKT XVI Páfi mun nú íhuga að fjarlægja forgarð helvítis úr kennisetningu kaþ- ólsku kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri fann í fyrrakvöld milli tuttugu og þrjátíu grömm af hvítu efni sem falið var í lofthreinsibúnaði bifreiðar karlmanns á þrítugs- aldri, sem var nýkominn til Akur- eyrar frá Reykjavík. Lögreglan hafði fylgst með ferðum mannsins en hann hefur margsinnis komið við sögu lögreglu vegna brota á lögum um fíkniefni. Lögreglan færði bifreið manns- ins á lögreglustöðina á Akureyri eftir að grunur vaknaði um að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Fíkniefnahundar lögreglunnar voru notaðir við leitina og fundu þeir efnin falin í bifreiðinni. Unnið er að efnagreiningu á duftinu en talið er að um örvandi efni sé að ræða. Í gærkvöldi fannst einnig lítil- ræði af fíkniefnum í fórum sextán ára gamallar stúlku, er hún var að koma með flugi frá Reykjavík til Akureyrar. Fannst efnið á stúlk- unni við hefðbundna leit lögreglu á flugvellinum á Akureyri. Daníel Guðjónsson, yfirmaður í rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, segir fíkniefnamál verða sífellt fyrirferðarmeiri í störfum lögreglunnar á Akureyri. „Við finnum fyrir því að fíkniefna- neysla ungmenna er orðin nokkuð almenn hér á Akureyri. Við höfum meira en nóg að gera við að upp- ræta fíkniefnastarfsemi hér á Akureyri, en svo virðist sem skipulögð glæpastarfsemi teygi anga síðan hingað, eins og vítt og breitt um landið.“ - mh Tvö aðskilin fíkniefnamál komu upp á Akureyri fyrr í vikunni: Fundu hvítt duft í bifreið LÖGREGLAN Á AKUREYRI AÐ STÖRFUM Lögreglan fann í vikunni lítilræði af hassi og hvítt duft sem á eftir að efnagreina. Láttu draumi nn rætast !���� ����� ������� ������ ������� ���� ������� ����� ��� ��������������������������������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.