Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 10
FALLINNA MINNST Fólk í Kasmír-
héraði í Pakistan minntist þess á
sunnudag að eitt ár er liðið frá jarð-
skjálftanum sem varð 80.000 manns
að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Þorvaldur Ingvarsson,
lækningaforstjóri Fjórðungssjúkra-
hússins á
Akureyri, hefur
boðið sig fram í
1. sæti á lista
Sjálfstæðis-
flokksins í
Norðausturkjör-
dæmi. Hann
skipaði 6. sæti á
lista flokksins í
kosningunum
2003.
Þorvaldur hefur tekið virkan
þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri og í Norðausturkjördæmi.
Hann hefur verið formaður í
Sjálfstæðisfélagi Akureyrar frá
2003 og setið í fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna á Akureyri. Hann
er í stjórn samtakanna Ný sókn á
Norðurlandi. - ss
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Býður sig fram
í 1. sæti
ÞORVALDUR
INGVASON
MATARVERÐ Bændasamtök Íslands
fagna einföldun og lækkun vöru-
gjalda og virðisaukaskattsins sem
felst í tillögum ríkisstjórnarinnar
um lækkun matarverðs. Harald-
ur Benediktsson, formaður
Bændasamtakanna, segir þetta
vissulega þýða einhverja kjara-
rýrnun fyrir bændur. „En þá er
spurning hvar við getum lækkað
rekstrarkostnað í búunum á móti.
Það er mögulegt að vinna að ein-
hverju slíku í samvinnu við
stjórnvöld.“
Haraldur ítrekar að í allri
umræðu um matarverð hafa
bændur sagst vilja breytingar.
„Og við vonum að þetta geti leitt
til þess að það ríki meiri friður
um okkar atvinnuveg. Það er nú
ekki hægt að segja eftir þetta að
það sé til einhver ofverndaður og
ofdekraður íslenskur landbúnað-
ur.“
Bændasamtökin voru ekki
samningsaðilar að þessum tillög-
um að sögn Haraldar en höfðu þó
kynnt sínar
hugmyndir og
leiðir fyrir ríkis-
stjórninni. „Ég
treysti því að
menn gangi frá
þessu þannig að
þeir kollvarpi
ekki neinu. Og
það er mikill
munur á þess-
um tillögum og þeim sem Sam-
fylkingin kom fram með þar sem
átti að taka af alla verndartolla á
tveimur árum. Það er grundvallar-
munur þar á.“
Haraldur segir þessar breyt-
ingar munu snerta hag bænda á
ýmsan hátt. „Við getum ekki sagt
hvernig 40 prósenta tollalækkun
á kjöti muni snerta okkur þar sem
það á eftir að útfæra þá hugmynd
betur. En varðandi verðstöðvun
mjólkur, sem komin er að frum-
kvæði Samtaka afurðastöðva, þá
verður væntanlega óbreytt verð í
heildsölu á mjólk hér í tvö ár. Það
má hafa það í
huga varðandi
verðkannanir
undanfarið sem
hafa verið að
sýna miklar
hækkanir á
mjólkurvörum
að þær hafa
ekkert hækkað
frá heildsölum
síðan um seinustu áramót. Held-
ur er þetta bara álagning og verð-
breyting verslunarinnar sem þar
hefur farið fram.“ Með vísan í
það segir Haraldur bændur hafa
ástæðu til að hafa áhyggjur af því
hvort þessar breytingar skili sér
alla leið til neytenda. „Við erum
mjög uppteknir af því að framlag
okkar og ríkissjóðs skili sér til
neytenda og það þurfa allir að
vera á tánum til að svo megi
verða. Ég ætla ekki að neinn
hyggist stinga þessu inn á sig en
það þarf að vanda sig.“
Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, segir
fagnaðarefni ef verið er að lækka
virðisaukann en tímasetningin sé
umdeilanleg. „Miðað við þær
aðstæður sem við höfum búið við
í efnahagslífinu síðustu misseri
þá getur verið mjög erfitt að
fylgja þessum tillögum eftir verði
miklar sveiflur á gengi. Menn
hafa haft áhyggjur af því að við
verðum enn ekki komin inn í það
ástand sem færi að hafa þau áhrif
á vexti að þeir færu lækkandi. Og
það er ekki langsótt að ætla að
þeir sex milljarðar sem áætlað er
að setja í þetta á næsta ári hafi
áhrif inn í það ástand.“
Grétar segir annað áhyggju-
efni snúa að 40 prósenta lækkun
tolla sökum upplýsingaskorts.
„Það er lítið útskýrt hvernig eigi
að standa að þessari lækkun. En
við viljum svo sannarlega skilja
þetta sem svo að þarna sé verið
að stíga fyrsta skrefið í átt að
lækkun tolla sem er mjög áhuga-
vert.“ sdg@frettabladid.is
Landbúnaður sé ekki lengur
ofverndaður og ofdekraður
Formaður Bændasamtakanna segir ekki hægt að tala um ofverndaðan landbúnað út frá tillögum um
lækkun matarverðs. Lækkun virðisauka fagnaðarefni en tímasetning umdeilanleg, segir forseti ASÍ.
GRÉTAR
ÞORSTEINSSON
HARALDUR
BENEDIKTSSON
FÓLK Í INNKAUPUM Matarreikningur meðalfjölskyldunnar mun lækka um 120.000 krónur miðað við tillögur ríkisstjórnar um lækkun matarverðs. Markmið aðgerðanna er að
matvælaverð verði sambærilegt á Íslandi og meðalverð á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MATARVERÐ Verslunarfyrirtækið
Hagar hyggst taka fullan þátt í
þeim aðgerðum sem fram undan
eru samkvæmt tillögum ríkis-
stjórnarinnar, þannig að verð-
lækkanir á matvælum skili sér að
fullu til viðskiptavina, að því er
kemur fram í fréttatilkynningu
sem fyrirtækið sendi frá sér í
gær.
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir efasemdir hafa verið uppi
um að svona aðgerðir skili sér til
neytenda. „Án þess að menn hafi
nefnt það beint þá telja sumir að
einhverjir milliliðir, og þá kannski
smásalar, muni halda einhverju
eftir af þessu. Við viljum gefa út
þá yfirlýsingu að við erum ekki
þeir aðilar.“
Undir Haga fellur meðal ann-
ars rekstur matvöruverslananna
Bónuss, Hagkaupa og 10-11.
Hagar hvetja stjórnvöld til
frekari dáða og að auka enn frekar
frelsi í verslun með matvörur,
þjóðinni til hagsbóta.
- sdg
Hagar fagna tillögum um lækkun matarverðs:
Lækkanir skili sér
til viðskiptavina
SUÐUR-KÓREA, AP Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna mælti í gær
með Suður-Kóreumanninum Ban
Ki-moon sem næsta fram-
kvæmdastjóra SÞ.
Ban, sem nú starfar sem
utanríkisráðherra Suður-Kóreu,
þakkaði fyrir sig í ræðu og
sagðist ætla sér að vinna að lausn
á kjarnorkumálum Norður-Kóreu,
kjósi allsherjarþing SÞ hann sem
arftaka Kofi Annan, en Annan
lætur af störfum um áramótin.
Hingað til hefur allsherjar-
þingið alltaf kosið þann mann
sem Öryggisráðið mælir með og
ekki þykir líklegt að það bregði út
af hefðinni nú. - smk
Sameinuðu þjóðirnar:
Ban líklega arf-
taki Annans
BAN KI-MOON Væntanlega næsti fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Samtök verslunar og þjónustu fagna
ákvörðun stjórnvalda um aðgerðir
til að lækka matarverð. Samtökin
leggja áherslu á að uppboð á kvótum
á innfluttar kjötvörur og osta verði
aflögð en almennir tollar geri alla
innflytjendur jafna.
MATVÆLAVERÐ
Fagna lækkun
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Félag íslenskra stórkaupmanna fagnar
aðgerðum stjórnvalda til lækkunar
matarverðs. Mikilvægt sé að fylgst
verði með því að þær skili sér til
neytenda.
Lækkun skili sér til neytenda
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar
lækkun virðisaukaskatts á mat óháð
því hvar og hvernig hans er neytt.
Gott fyrir ferðaþjónustuna
10 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Lækkun matvælaverðs
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, segir ákvörðun ríkisstjórnar-
innar stefnu í rétta átt. „Við höfum
verið talsmenn þess að lækka vöru-
gjöld en fara gætilega í að lækka tolla
vegna þeirra áhrifa sem það hefur á
íslenskan matvælaiðnað og íslensk-
an landbúnað.“
Steingrímur segir að þrátt fyrir nauð-
syn aðgerðanna sé nöturlegt að sjá
útgjaldafrekar aðgerðir sem þess-
ar koma til framkvæmda korteri fyrir
kosningar. Þá verði að passa upp á
að aðgerðinar skili sér til neytenda.
Steingrímur J. Sigfússon:
Ákvörðunin
stefna í rétta átt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingar, telur tillögur ríkisstjórnar-
flokkanna ekki ganga nógu langt
og koma of seint. „Auðvitað er það
ánægjulegt þegar stjórnarflokkarnir
láta hendur standa fram úr ermum,
eftir langa og dýra bið. Ég hefði vilj-
að ganga enn lengra eins og tillögur
Samfylkingarinnar gerðu ráð fyrir en
með þeim hefði verið hægt að lækka
matvöruverð um 25 prósent en ekki
16 prósent. Auk þess eru tillögurnar
greinilega settar fram á tímapunkti
sem hentar vel í kosningabaráttu. “
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Telur of seint í
rassinn gripið
Guðjón Arnar Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, segist fagna
tillögunum en segir kosningalykt af
þeim.
„Við teljum að þessar aðgerðir muni
skila sér til fólksins í landinu og
minnka þann ójöfnuð sem skatta-
stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt af
sér.“ Guðjón segir að lækkun mat-
vælaverðs muni létta undir með
barnmörgum fjölskyldum. „Þá treyst-
um við að ASÍ muni standa vaktina
þannig að lækkanirnar skili sér til
neytenda.“
Guðjón Arnar Kristjánsson:
Kosningalykt af
tillögunum