Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 11 VELFERÐARMÁL Mikill sparnaður felst í því að hjálpa öryrkjum að snúa aftur út á vinnumarkaðinn, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssam- taka lífeyrissjóða. „Ef við tökum öryrkja undir þrítugu sem dæmi þá erum við að tala um tugi millj- óna sem sparast.“ Grípa verður snemma til endurhæfingarúrræða gagnvart þeim sem hverfa af vinnumark- aði, annaðhvort vegna veikinda eða atvinnuleysis. Oft er orðið um seinan eða mjög erfitt að endurhæfa einstaklinga sem sækja um örorkulífeyri allt að ári eftir brotthvarf af vinnu- markaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu örorkunefndar á vegum Lands- samtaka lífeyrissjóða sem falið var að skoða leiðir að hugsanleg- um kerfis- breytingum í örorkulífeyrismálum. Í skýrslunni er vísað í tölur frá Bandaríkjunum en þar fer helmingur þeirra sem eru fjar- verandi frá vinnumarkaði lengur en átta vikur ekki aftur út á vinnumarkaðinn og 85 prósent þeirra sem eru frá vinnu í hálft ár eða lengur fara ekki aftur út á vinnumarkaðinn. Hrafn segir megináherslu líf- eyrissjóðanna liggja í að stórauka starfsendurhæfingarúrræði sem skortur sé á í dag og koma í veg fyrir biðlista. „Við bindum miklar vonir við örorkunefnd á vegum forsætisráðherra sem fjallar nú um þessi mál og mun ljúka störf- um um áramótin.“ - sdg Örorkunefnd Landssamtaka lífeyrissjóðanna skilaði nýlega af sér skýrslu um málefni öryrkja: Vilja efla starfsendurhæfingu til muna HRAFN MAGNÚSSON STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn borgaði sjálfur fyrir kveðjuveislu til heiðurs Halldóri Ásgrímssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem haldin var í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Þetta segir Sigurður Eyþórs- son, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, en Mörður Árnason, þingmaður Samfylking- ar, spurði í pistli á heimasíðu sinni hver hefði borgað fyrir veisluna og ýjaði að því að mögulega hefði einhver ráðherra Framsóknarflokksins látið ráðuneyti sitt greiða fyrir hana. - ss Kveðjuveisla Halldórs: Framsókn borgaði brúsann FRÆÐSLA Menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa ákveðið að styrkja Freyju Haraldsdóttur til að heimsækja framhaldsskóla og fræða nemendur og starfsfólk um málefni fatlaðs fólks. Fyrirlestrarnir bera yfirskrift- ina „Það eru forréttindi að vera með fötlun,“ en sjálf hefur Freyja ekki látið fötlun sína hamla sér. Hún útskrifaðist frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ á síðasta ári og var þá dux scholae. Markmið fyrirlestra Freyju er meðal annars að benda á að með réttri þjónustu og viðhorfum sé ekki böl að lifa með fötlun. - hs Fræðsla til framhaldsskóla: Ekki böl að lifa með fötlun FREYJA HARALDSDÓTTIR Fræðir nem- endur og starfsfólk framhaldsskóla um málefni fatlaðs fólks. Mikill hraðaakstur Níutíu manns voru gripnir við of hraðan akstur á Reykjavíkursvæðinu um helgina. Sá sem fór hraðast var á 163 kílómetra hraða í götu sem leyfir 80 kílómetra hámarksshraða og var sviptur ökuleyfi. Einnig voru tíu stöðvaðir við ölvunarakstur og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum lyfja. LÖGREGLUFRÉTT Bílvelta við skíðaskála Vörubíll valt skammt frá skíðaskálan- um í Hveradölum í gær en ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur. Unnið var að framkvæmdum á svæðinu er slysið varð, en að sögn lögreglu fór betur en á horfðist í fyrstu. Hættuleg trampólín Mikið rok plagaði íbúa Húsavíkur á sunnudagskvöld og fauk garðskúr í miðbænum, ásamt nokkrum tramp- ólínum, sem algeng eru í görðum þar nyrðra. Engan sakaði en lögreglan á Húsavík vill benda fólki á að gæta að slíkum tólum fyrir veturinn; þau geti verið hættuleg á flugi. ÍSLENSK GETSPÁ Hætt verður að birta Jókertölur, sem ekki hefur verið greitt fyrir, á Lottómiðum. Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, kveðst hafa beint tilmælum þess efnis til Íslenskrar getspár sem hefur með málið að gera. Þar hafi verið fallist á að gera þessa breytingu við næstu kerfisbreytingu hjá fyrirtækinu en hún verður í vetur. „Það hefur borist ábending um þetta atriði,“ segir Gísli. „Tilmæl- in til Íslenskrar getspár byggja á því að birting Jókertalna gæti hvatt fólk til að kaupa meira en það hafði í upphafi hugsað sér.“ - jss Talsmaður neytenda: Ókeyptur Jóker ekki birtur FRÁ GRENSÁSDEILD Erfitt getur reynst að endurhæfa öryrkja allt að ári eftir brotthvarf af vinnumarkaði. Fréttablaðið/Valli Flugfélag Íslands flýgur yfir 100 ferðir í viku til áfangastaða sinna. Þú nýtur þess að lesa dagblöðin, fá þér kaffi og súkkulaði og áður en þú veist af er lent á áfangastað. Ferðin tekur enga stund. Taktu flugið. Pantaðu í síma 570 3030 eða á www.flugfelag.is TÍMINN FLÝGUR flugfelag.is Egilsstaðir 6.990 Reykjavík 5.990 Akureyri 5.990 verð frá:* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 3 35 92 10 /2 00 6 * Flugvallarskattar innifaldir. Eingöngu bókanlegt á netinu. Takmarkaður sætafjöldi. ÍSAFJÖRÐUR FRÁ *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.