Fréttablaðið - 10.10.2006, Page 23
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sigurður Hjaltason leikari æfir líkams-
rækt af fullum krafti fyrir hlutverk í
leikritinu Patrekur 1,5.
Í leikritinu leikur Sigurður drenginn Patrek
sem hommar ættleiða fyrir algjöran mis-
skilning. „Vegna mistaka í skýrslugerð
heldur parið að það sé að ættleiða eins og
hálfs árs strák, en komma eða kaffiblettur
hefur lent á milli tölustafanna eins og fimm,
og þeir sitja uppi með fimmtán ára síbrota-
ungling,“ segir hann hlæjandi. „Þótt strák-
urinn sé kannski hraustlegur að sjá hefur
hann valið sér allt annað en heilsusamleg-
um lífsstíl.“
Sigurður er algjör andstæða við persón-
una sem hann leikur í Patrekur 1,5. Hann
spilar fótbolta að staðaldri og passar upp á
mataræðið án þess að fara út í einhverjar
öfgar. Hann er nýútskrifaður úr námi við
Rose Bruford College í Englandi þar sem
nemendum var bannað að æfa líkamsrækt
af því hún þótti vinna gegn lipurð. „Svo ótt-
uðust kennararnir að nemendurnir fengju
bara tiltekin hlutverk væru þeir of vöðva-
stæltir,“ útskýrir Sigurður. „Ég var frekar
grannur eftir útskrift en hef heldur betur
snúið blaðinu við eftir að ég tók hlutverk
Patreks að mér.“
Sigurður hefur varið töluverðum tíma í
líkamsrækt til að undirbúa sig fyrir hlut-
verkið, en hann æfir að meðaltali sex sinn-
um í viku í tvo tíma í senn. „Ég lyfti í um
það bil fjörtíu mínútur eftir upphitun og
brenni með,“ útskýrir hann. „Ég skipti
dögum eftir líkamshlutum. Markmiðið er
þó ekki að verða einhver hlunkur, heldur
að komast í gott form. Það er reyndar með
ólíkindum hversu fljótt það gerist eftir að
maður hefur komið sér upp stundaskrá. Ég
hvet sem flesta til að stunda heilbrigðan
lífsmáta og ræktin er ágætis upphafspunkt-
ur.“ roald@frettabladid.is
Sneri blaðinu við
Sigurður Hjaltason leikur síbrotaungling sem hefur margt á samviskunni í Patrekur 1,5, leikriti sem sýnt verður í framhaldsskólum víðs vegar um landið og í Þjóðleikhúsinu í nóvember-
byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heimild: Almanak Háskólans
GÓÐAN DAG!
Í dag er þriðjudagurinn
10. október, 283. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 8.02 13.15 18.26
Akureyri 7.50 12.59 18.07
PRO FITT ER NÝTT PRÓTÍNDUFT SEM HEFUR VERIÐ LAGAÐ AÐ
ÍSLENSKUM SMEKK.
Pro Fitt er fyrsta fæðubótarefni
sinnar tegundar sem er sérstak-
lega lagað að bragðskyni og
þörfum Íslendinga.
Íþróttafræðingurinn Goran Micic
og iðnfyrirtækið Katla þróuðu
Pro Fitt, sem fæst í þrenns konar
útfærslu eða allt eftir því hvaða
markmið fólk hefur sett sér.
Þannig er hægt fá sérstakt duft
fyrir vöðvauppbyggingu, annað
fyrir þá sem vilja grennast og
það þriðja fyrir þá sem einblína á
líkamsmótun.
Pro Fitt má blanda í mjólk, skyr,
vatn og ávexti og má borða í stað
stöku máltíðar eða eftir áreynslu.
Duftið fæst með tveimur
bragðtegundum, súkkulaði og
jarðarberja, auk þess sem hægt
er að fá það bragðlaust.
Allt hefur verið gert til að losna við gervibragð, sem veldur því að
margir sneyða hjá prótíndrykkjum, til að mæta þörfum neytenda.
Íslenskt fæðubótarefni
Goran Micic nýtur virðingar
fyrir störf sín á sviði íþrótta-
fræði. Hann hefur í samstarfi
við iðnfyrirtækið Kötlu hannað
nýtt fæðubótarefni.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Nú gildir vetraropnunartími í
sundlaugum Kópavogs. Gamla
laugin er nú opin á laugardögum
og sunnudögum til kl. 18.00.
Sundlaugin í Versölum er opin
til kl. 20.00 sömu daga. Nánari
upplýsingar má finna á www.
nautilius.is
Byrjendanámskeið í ashtanga
vinyasa-jóga hefst 16. október
næstkomandi og lýkur 3. nóv-
ember. Tímar eru á mánu-, mið-
viku- og föstudagskvöldum frá
kl. 18.00-19.30, á Engjateigi 5.
Þátttakendum er boðið að kynna
sér aðra tíma að námskeiði
loknu, sér að kostnaðarlausu.
Kynningar standa yfir í viku. Sjá
www.yogashala.is
Fyrsta Powerade-vetrarhlaup-
ið af sex hefst næstkomandi
fimmtudag. Hlaupin verða hald-
inn annan fimmtudag í mánuði,
frá október til mars og hefjast
kl. 20.00 við Árbæjarlaugina.
Vegalengd er 10 km. Skráning
er hálftíma fyrir hlaup í anddyri
laugarinnar en þátttökugjald er
200 kr. Sjá www.hlaup.is
ALLT HITT
[HEILSA]
EKKERT NART
MILLI MÁLA
Mikilvægast að bursta
tennurnar á kvöldin
HEILSA 2
KRAFTMIKILL OG
ÞOKKAFULLUR
Súludans sem líkamsrækt
HEILSA 4