Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 24
[ ]Fætur í fyrirrúmi Hugaðu að tánum, leyfðu þeim að leika frjálsum öðru hverju.
Góð tannhirða er mikilvæg og
það er margt sem hægt er að
gera til að viðhalda heilbrigði
tannanna. Kristín Stefánsdóttir
tannlæknir veit hvað best er
að gera til að brosið haldist
fallegt.
Kristín segir að allir ættu að
bursta tennurnar tvisvar sinnum á
hverjum degi. „Aðaláherslan ætti
að vera á burstun að kvöldi,“ segir
hún og bætir því við að óþarfi sé
að bursta tennurnar oftar á dag.
„Of mikil burstun getur bara vald-
ið sliti á glerungnum og verið vond
fyrir tannholdið.“
Bakteríur geta einnig safnast
fyrir á tungunni og Kristín segir
að nauðsynlegt sé að bursta hana
um leið og tennurnar eru burstað-
ar. „Ef tungan er ekki burstuð
verða bakteríur eftir þar. Tungan
liggur oft mjög þétt upp við tenn-
urnar og því gott að venja sig á að
bursta hana líka. Í flestum tilfell-
um á að vera nóg að nota tann-
burstann en það eru líka til sér-
stakar tungusköfur sem eru
kannski frekar fyrir þá sem þurfa
að hugsa sérstaklega vel um þetta.
Oft þegar fólk hefur verið að
glíma við einhverja andremmu er
það vegna þess að það er bakteríu-
gróður á tungunni og þá er mikil-
vægt að ná honum í burtu.“
Nauðsynlegt er að nota tann-
þráð reglulega að sögn Kristínar.
„Ég mæli með daglegri notkun á
tannþræði eða að hann sé notaður
að minnsta kosti þrisvar í viku. Ef
fólk er með brýr eða tannréttinga-
tæki er mjög mikilvægt að halda
því hreinu með tannþræði. Sér-
stakir tannþæðir fást til þess að
fara undir brýrnar og spangirnar
sem eru með svampi í miðjunni og
einnig er hægt að fá nálar fyrir
venjulegan tannþráð.“
Flúorskol getur verið góður
kostur fyrir þá sem þurfa að gæta
tanna sinna sérstaklega vel. „Þeir
sem eru í tannréttingum eða fá oft
tannskemmdir ættu að fara í flú-
orskol reglulega, að minnsta kosti
taka svona syrpur á meðan verið
er að ná einhverju niður.“
Nart milli mála er ekki gott
fyrir tennurnar. „Ef stöðugt er
verið að narta í eitthvað er munn-
vatnið alltaf að reyna að ná þessu
sýrustigi sem er hagstætt. Gott er
að vera alltaf með tyggjó við hönd-
ina og nota það eftir að borðað er
eða drekka vatn. Með því að nota
tyggjó er hægt að stytta tímann
sem óhagstætt sýrustig er í munn-
inum.“
Kristín segir að allir ættu að
fara reglulega til tannlæknis í eft-
irlit. „Ég myndi segja að væri gott
að fara á svona níu mánaða til árs
fresti. Við fáum börnin stundum
tvisvar á ári ef verið er að fylgjast
með einhverju sérstöku, en mér
finnst yfirleitt gott að miða við
svona níu mánuði til ár fyrir flesta.
Það er mjög góð regla og ef að
maður heldur hana, borðar hollan
mat, burstar tvisvar á dag, notar
tannþráð og flúorskol og minnkar
sykurneyslu og nart á milli mála
ætti maður að vera í góðum
málum.“
emilia@frettabladid.is
Ekkert nart milli mála
Ef vel er hugsað um tennurnar verður brosið fallegra lengur.
Kristín mælir með því að allir fari í skoðun til tannlæknis að minnsta kosti einu sinni
á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á námskeiði í Lótus jógasetri
20.-22. október mun Shiv
Charan Singh kynna fræði sem
nefnast Andleg vakning í verki.
„Shiv Charan hefur einstakan
hæfileika til að veita innblástur
og bjóða okkur að skoða hlutina
út frá nýju sjónarhorni,“ segir
Guðrún Arnalds kundalini-jóga-
kennari sem veit manna mest um
hinn andlega mann sem væntan-
legur er.
„Kundalini-jóga er aðgengi-
legt kerfi æfinga, öndunar, hug-
leiðslu og heilbrigðrar ræktunar
hugans sem í verki gefur af sér
endurnýjun og heilun. Kundalini-
jóga er undirstaðan undir aðferð
Shivs Charan en hann hefur líka
tekið tölfræðina í þjónustu sína
sem gagnvirkt tæki til greining-
ar á ástandi fólks. Til dæmis
opnar fæðingartala hvers og eins
glugga inn í lífsmunstur hans og
karma og í gegnum þann skiln-
ing kennir hann fólki að bæta
bæði líkamsstöðu og sálar-
ástand.“
Kynningarkvöld verður 20.
október og námskeiðið í fram-
haldinu á Lótus jógasetri sem er
í Borgartúni 20. - gg
Andleg vakning í verki
Shiv Charan Singh býður fólki að bæta
bæði innri og ytri mann.
Samkeppnin um reyklausan bekk
heitir Stöndum þétt saman.
Skráning í keppnina Reyklaus
bekkur er hafin. Allir 7. og 8.
bekkir á landinu geta tekið þátt,
svo fremi að enginn nemend-
anna reyki. Yfirskrift keppninnar
í ár er Stöndum þétt saman en
á heimsvísu heitir samkeppnin
„Smokefree Class Competition.“
Í ár taka meira en 20 Evrópuþjóðir
þátt í keppninni. Glæsileg verð-
laun eru í boði en meðal annars
getur einn bekkur unnið utan-
landsferð fyrir bekkinn næsta vor.
Bekkur þarf að skrá sig til leiks
fyrir 10. nóvember 2006. Hægt er
að skrá bekki á www.lydheilsu-
stod.is
Reyklaus bekkurSÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
�� ��������
�� �����������
�� ��������������������� �
� ���������������������������
���������������������������������
� ���������
�� ���������������������������
�� �������������������������� �
�� �������������������
� �����������
��������������������
����
��������
����������������������������������������
��
����������������������������
����